Seinka skoti stærsta geimsjónauka heims Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2021 08:45 Tæknimenn í geimmiðstöð Evrópu í Kourou í Frönsku-Gvæjana taka JWST úr kassanum eftir að honum var siglt þangað í október. ESA/CNES/Arianespace Ákveðið hefur verið að seinka geimskoti James Webb-geimsjónaukans, þess stærsta í sögunni, um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning þess. Honum verður nú skotið á loft í fyrsta lagi tveimur dögum fyrir jól. Til stóð að skjóta James Webb-sjónaukanum (JWST) út í geim með Ariane 5-eldflaug frá evrópsku geimmiðstöðinni í Frönsku-Gvæjana 18. desember. Þegar tæknimenn bjuggu sig undir að festa sjónaukann við nokkurs konar millistykki sem tengir hann við efra þrep eldflaugarinnar losnaði óvænt hosuklemma sem festir sjónaukann við millistykkið. Olli þetta titringi í sjónaukanum, að því er segir í tilkynningu frá evrópsku geimstofnuninni (ESA). Rannsóknarnefnd á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) fyrirskipaði frekari prófanir til að meta hvort að uppákoman hafi skemmt sjónaukann eða hluta hans. Ætlunin er að ljúka þeim prófunum fyrir lok þessarar viku. Vegna uppákomunnar hefur verið ákveðið að sjónaukanum verði skotið á loft í fyrsta lagi 22. desember. Enginn leið að gera við þegar hann er kominn út í geim JWST verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni en spegill hans er 6,5 metrar að þvermáli. Til samanburðar er spegill Hubble-geimsjónaukans, sem JWST leysir af hólmi, 2,4 metra breiður. Geimskoti hans hefur ítrekað verið frestað, síðast árið 2018 en til stóð að skjóta honum á loft í júní það ár. Ólíkt Hubble, sem er á braut um jörðina, verður JWST komið fyrir í svonefndum Lagrange-punkti 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinns og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur. Vegna fjarlægðarinnar verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er kominn á sinn stað. Hubble-geimsjónaukinn, sem var skotið á loft árið 1990, reyndist gallaður en þar sem hann var á braut um jörðu gátu geimfarar bandarískrar geimskutlu gert við hann. Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Stefna á að skjóta upp stærsta geimsjónauka heims fyrir jól Geimstofnanir Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada hafa sammælst um að stefna að því að skjóta James Webb-geimsjónaukanum út í geim 18. desember. Hann verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni. 8. september 2021 22:50 Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Til stóð að skjóta James Webb-sjónaukanum (JWST) út í geim með Ariane 5-eldflaug frá evrópsku geimmiðstöðinni í Frönsku-Gvæjana 18. desember. Þegar tæknimenn bjuggu sig undir að festa sjónaukann við nokkurs konar millistykki sem tengir hann við efra þrep eldflaugarinnar losnaði óvænt hosuklemma sem festir sjónaukann við millistykkið. Olli þetta titringi í sjónaukanum, að því er segir í tilkynningu frá evrópsku geimstofnuninni (ESA). Rannsóknarnefnd á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) fyrirskipaði frekari prófanir til að meta hvort að uppákoman hafi skemmt sjónaukann eða hluta hans. Ætlunin er að ljúka þeim prófunum fyrir lok þessarar viku. Vegna uppákomunnar hefur verið ákveðið að sjónaukanum verði skotið á loft í fyrsta lagi 22. desember. Enginn leið að gera við þegar hann er kominn út í geim JWST verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni en spegill hans er 6,5 metrar að þvermáli. Til samanburðar er spegill Hubble-geimsjónaukans, sem JWST leysir af hólmi, 2,4 metra breiður. Geimskoti hans hefur ítrekað verið frestað, síðast árið 2018 en til stóð að skjóta honum á loft í júní það ár. Ólíkt Hubble, sem er á braut um jörðina, verður JWST komið fyrir í svonefndum Lagrange-punkti 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinns og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur. Vegna fjarlægðarinnar verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er kominn á sinn stað. Hubble-geimsjónaukinn, sem var skotið á loft árið 1990, reyndist gallaður en þar sem hann var á braut um jörðu gátu geimfarar bandarískrar geimskutlu gert við hann.
Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Stefna á að skjóta upp stærsta geimsjónauka heims fyrir jól Geimstofnanir Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada hafa sammælst um að stefna að því að skjóta James Webb-geimsjónaukanum út í geim 18. desember. Hann verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni. 8. september 2021 22:50 Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Stefna á að skjóta upp stærsta geimsjónauka heims fyrir jól Geimstofnanir Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada hafa sammælst um að stefna að því að skjóta James Webb-geimsjónaukanum út í geim 18. desember. Hann verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni. 8. september 2021 22:50
Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02