Veitingamenn fá óverðskuldaða kartöflu í skóinn Hrefna Björk Sverrisdóttir og Jóhannes Þór Skúlason skrifa 23. nóvember 2021 10:30 Þær sex vikur í aðdraganda jóla sem afmarkast af aðventunni og hluta nóvembermánaðar hafa í gegnum tíðina skilað allt að 30% af ársveltu veitingastaða. Væntar tekjur þessa tímabils hafa gert rekstraraðilum kleift að viðhalda mannauði og halda úti eðlilegri starfsemi aðra mánuði ársins, en veitinghús verja nú um 50% af tekjum sínum í launakostnað. Árið 2019 störfuðu um 10 þúsund manns í veitingageiranum. Þegar orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi Á síðasta ári skáru sóttvarnaraðgerðir með tilheyrandi fjóldatakmörkunum og skertum opnunartíma verulega úr tekjustreymi veitingastaða. Það hafði gríðarleg áhrif á afkomu veitingastaða en heildartekjutap í veitingasölu milli áranna 2019 og 2020 var um 45 milljarðar króna. Ofan á það bættist að meginþorri veitingastaða féllu ekki undir stuðningsaðgerðir stjórnvalda varðandi lokunar- og/eða tekjufallsstyrki. Veitingamenn þurftu því flestir að treysta á eigið fé eða skuldsetningu til að koma sér út úr þrenginunum. Í ár höfðu rekstraraðilar gert sig klára í mjög fjöruga aðventu eftir takmarkanir síðustu missera og fjölgað starfsfólki með hliðsjón af því, en t.d. treystir stór hluti námsmanna á aukavinnu í veitingageiranum í desember til að fleyta sér yfir vetrarmánuðina. Einnig hefur verið miklu til kostað í hráefni og annan efniðvið til að gera tímann í aðdraganda jóla gleðilegan gestum. Kostnaðurinn liggur nú algjörlega á herðum veitingamanna þar sem stjórnvöld hafa enn og aftur þrengt að starfsemi þeirra með sóttvarnaraðgerðum án mótvægisaðgerða. Stuðningsaðgerða er þörf Eftir að síðustu takmarkanir í sóttvarnaraðgerðum voru kynntar hafa afbókanir hrúgast inn hjá veitingahúsum. Fyrirtæki á veitingamarkaði sitja því enn og aftur í súrnum en reikna má með að launakostnaður veitingahúsa næstu vikur verði um 70% af tekjum eða meira og í sumum tilfellum yfir 100%, en í báðum tilfellum endar afkoma veitingastaða í rauðum tölum og það fyrir tímabil sem í eðlilegu árferði stendur undir útgjöldum fyrstu mánaða næsta árs. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld axli ábyrgð á þeim takmörkunum sem settar hafa verið á starfsemi fyrirtækja í veitingasölu og -þjónustu og komi að þessu sinni til móts við tjón rekstraraðila vegna sóttvarnaaðgerða með beinum stuðningi, enda fordæmi fyrir slíkum aðgerðum á öðrum sviðum atvinnulífsins. Mannauðurinn er ein helsta auðlind fyrirtækja á veitingamarkaði og enginn vafi leikur á því að skynsamlegar mótvægisaðgerðir væru lykilþáttur í því að fyrirtækin geti staðið áfram undir launakostnaði og haldið ráðningarsambandi við starfsfólk. Hrefna Björk Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaðiJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Þær sex vikur í aðdraganda jóla sem afmarkast af aðventunni og hluta nóvembermánaðar hafa í gegnum tíðina skilað allt að 30% af ársveltu veitingastaða. Væntar tekjur þessa tímabils hafa gert rekstraraðilum kleift að viðhalda mannauði og halda úti eðlilegri starfsemi aðra mánuði ársins, en veitinghús verja nú um 50% af tekjum sínum í launakostnað. Árið 2019 störfuðu um 10 þúsund manns í veitingageiranum. Þegar orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi Á síðasta ári skáru sóttvarnaraðgerðir með tilheyrandi fjóldatakmörkunum og skertum opnunartíma verulega úr tekjustreymi veitingastaða. Það hafði gríðarleg áhrif á afkomu veitingastaða en heildartekjutap í veitingasölu milli áranna 2019 og 2020 var um 45 milljarðar króna. Ofan á það bættist að meginþorri veitingastaða féllu ekki undir stuðningsaðgerðir stjórnvalda varðandi lokunar- og/eða tekjufallsstyrki. Veitingamenn þurftu því flestir að treysta á eigið fé eða skuldsetningu til að koma sér út úr þrenginunum. Í ár höfðu rekstraraðilar gert sig klára í mjög fjöruga aðventu eftir takmarkanir síðustu missera og fjölgað starfsfólki með hliðsjón af því, en t.d. treystir stór hluti námsmanna á aukavinnu í veitingageiranum í desember til að fleyta sér yfir vetrarmánuðina. Einnig hefur verið miklu til kostað í hráefni og annan efniðvið til að gera tímann í aðdraganda jóla gleðilegan gestum. Kostnaðurinn liggur nú algjörlega á herðum veitingamanna þar sem stjórnvöld hafa enn og aftur þrengt að starfsemi þeirra með sóttvarnaraðgerðum án mótvægisaðgerða. Stuðningsaðgerða er þörf Eftir að síðustu takmarkanir í sóttvarnaraðgerðum voru kynntar hafa afbókanir hrúgast inn hjá veitingahúsum. Fyrirtæki á veitingamarkaði sitja því enn og aftur í súrnum en reikna má með að launakostnaður veitingahúsa næstu vikur verði um 70% af tekjum eða meira og í sumum tilfellum yfir 100%, en í báðum tilfellum endar afkoma veitingastaða í rauðum tölum og það fyrir tímabil sem í eðlilegu árferði stendur undir útgjöldum fyrstu mánaða næsta árs. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld axli ábyrgð á þeim takmörkunum sem settar hafa verið á starfsemi fyrirtækja í veitingasölu og -þjónustu og komi að þessu sinni til móts við tjón rekstraraðila vegna sóttvarnaaðgerða með beinum stuðningi, enda fordæmi fyrir slíkum aðgerðum á öðrum sviðum atvinnulífsins. Mannauðurinn er ein helsta auðlind fyrirtækja á veitingamarkaði og enginn vafi leikur á því að skynsamlegar mótvægisaðgerðir væru lykilþáttur í því að fyrirtækin geti staðið áfram undir launakostnaði og haldið ráðningarsambandi við starfsfólk. Hrefna Björk Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaðiJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun