Afskipti barnaverndar af atferli þeirra sem starfa með börnum Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 14:02 Reglulega berast tilkynningar til barnaverndar vegna vanvirðandi háttsemi eða ofbeldis af hálfu einstaklinga sem starfa með börnum. Það sem af er þessu ári hafa Barnavernd Reykjavíkur borist 25 slíkar tilkynningar, en slíkar tilkynningar eða ábendingar berast á grundvelli 35. greinar barnaverndarlaga. Í þeirri lagagrein segir að barnaverndarnefndir eigi að kanna mál, tilkynna um það til starfsmanns og vinnuveitanda hans og setja fram tillögur til úrbóta. Nokkur vankvæði hafa verið á framkvæmd þessa ákvæðis sem lúta meðal annars að því að barnaverndarnefndir hafa eðli máls samkvæmt ekkert yfir viðkomandi starfsmönnum að segja. Úrræði og valdheimildir barnaverndarnefnda lúta enda fyrst og fremst að því að styðja og vernda börn og fjölskyldur þeirra. Þegar tilkynningar berast á grundvelli 35. greinar fer alltaf fram mat á því hvort mál sé opnað vegna viðkomandi starfsmanns og barns, eða annahvort starfsmanns eða barns. Mál kann að vera opnað vegna barns ef barnið og fjölskylda þess þarf á stuðningi eða hjálp að halda vegna háttseminnar sem kvartað er yfir. Þetta liggur beint við að gera þegar tilkynnt er um kynferðisofbeldi eða annars konar alvarlegt ofbeldi gagnvart barni. Því fylgir þá að barnaverndarnefnd sendir málið í lögreglurannsókn og kemur máli barnsins í farveg hjá Barnahúsi. Samkvæmt 20. grein reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd skal barnaverndarnefnd að jafnaði óska eftir lögreglurannsókn ef grunur er um að alvarlegt refsivert brot hafi verið framið gagnvart barni. Í langflestum tilvikum eru þó mál þannig vaxin að ekki er þörf á að opna mál vegna barns og fer þá einungis mál starfsmannsins í könnun. Af þeim 25 tilkynningum sem borist hafa Barnavernd Reykjavíkur það sem af er þessu ári hafa 8 tilkynningar borist frá vinnuveitanda starfsmanns, þ.e. skóla, leikskóla, frístundaheimili eða öðrum slíkum aðilum. Í 8 tilvikum hafa tilkynningar borist frá foreldrum en öðrum í 9 tilvikum. Langflestar tilkynningarnar, eða 10, lúta að meintu harðræði starfsmanns. Í 4 tilvikum hafa tilkynningar lotið að meintu kynferðisofbeldi eða óviðeigandi kynferðislegri hegðun starfsmanns. Um komandi áramót verða nokkrar breytingar á barnaverndarlögum. Meðal annars sú að umrædd 35. grein barnaverndarlaga fellur brott. Þannig verður frá og með áramótum ekki lengur í höndum barnaverndarnefnda að taka við tilkynningum um háttsemi þeirra sem starfa með börnum. Alltaf ber þó að tilkynna til barnaverndar, eins og áður, ef barn verður fyrir ofbeldi eða annars konar vanvirðandi háttsemi. Frá og með áramótum mun aðkoma barnaverndarnefnda að málum starfsfólks einungis felast í því að upplýsa vinnuveitanda um háttsemina og eftir atvikum óska eftir lögreglurannsókn. Standa vonir til þess að með þessu skýrist ábyrgð vinnuveitenda á málum sinna starfsmanna. Það verður þannig alveg skýrt að vinnuveitendur þurfa að taka á kvörtunum eða athugasemdum sem berast um óviðeigandi háttsemi sinna starfsmanna. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur unnið eftir ákveðnu verklagi í þessum efnum sem meðal annars felur í sér að ef grunur vaknar um kynferðisbrot starfsmanns er viðkomandi í leyfi frá störfum meðan mál hans er kannað. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er unnið að því að uppfæra verklag um viðbrögð við óviðeigandi framkomu starfsmanns gagnvart barni með tilliti til þeirra breytinga sem verða á barnaverndarlögum um komandi áramót. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Réttindi barna Katrín Helga Hallgrímsdóttir Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Reglulega berast tilkynningar til barnaverndar vegna vanvirðandi háttsemi eða ofbeldis af hálfu einstaklinga sem starfa með börnum. Það sem af er þessu ári hafa Barnavernd Reykjavíkur borist 25 slíkar tilkynningar, en slíkar tilkynningar eða ábendingar berast á grundvelli 35. greinar barnaverndarlaga. Í þeirri lagagrein segir að barnaverndarnefndir eigi að kanna mál, tilkynna um það til starfsmanns og vinnuveitanda hans og setja fram tillögur til úrbóta. Nokkur vankvæði hafa verið á framkvæmd þessa ákvæðis sem lúta meðal annars að því að barnaverndarnefndir hafa eðli máls samkvæmt ekkert yfir viðkomandi starfsmönnum að segja. Úrræði og valdheimildir barnaverndarnefnda lúta enda fyrst og fremst að því að styðja og vernda börn og fjölskyldur þeirra. Þegar tilkynningar berast á grundvelli 35. greinar fer alltaf fram mat á því hvort mál sé opnað vegna viðkomandi starfsmanns og barns, eða annahvort starfsmanns eða barns. Mál kann að vera opnað vegna barns ef barnið og fjölskylda þess þarf á stuðningi eða hjálp að halda vegna háttseminnar sem kvartað er yfir. Þetta liggur beint við að gera þegar tilkynnt er um kynferðisofbeldi eða annars konar alvarlegt ofbeldi gagnvart barni. Því fylgir þá að barnaverndarnefnd sendir málið í lögreglurannsókn og kemur máli barnsins í farveg hjá Barnahúsi. Samkvæmt 20. grein reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd skal barnaverndarnefnd að jafnaði óska eftir lögreglurannsókn ef grunur er um að alvarlegt refsivert brot hafi verið framið gagnvart barni. Í langflestum tilvikum eru þó mál þannig vaxin að ekki er þörf á að opna mál vegna barns og fer þá einungis mál starfsmannsins í könnun. Af þeim 25 tilkynningum sem borist hafa Barnavernd Reykjavíkur það sem af er þessu ári hafa 8 tilkynningar borist frá vinnuveitanda starfsmanns, þ.e. skóla, leikskóla, frístundaheimili eða öðrum slíkum aðilum. Í 8 tilvikum hafa tilkynningar borist frá foreldrum en öðrum í 9 tilvikum. Langflestar tilkynningarnar, eða 10, lúta að meintu harðræði starfsmanns. Í 4 tilvikum hafa tilkynningar lotið að meintu kynferðisofbeldi eða óviðeigandi kynferðislegri hegðun starfsmanns. Um komandi áramót verða nokkrar breytingar á barnaverndarlögum. Meðal annars sú að umrædd 35. grein barnaverndarlaga fellur brott. Þannig verður frá og með áramótum ekki lengur í höndum barnaverndarnefnda að taka við tilkynningum um háttsemi þeirra sem starfa með börnum. Alltaf ber þó að tilkynna til barnaverndar, eins og áður, ef barn verður fyrir ofbeldi eða annars konar vanvirðandi háttsemi. Frá og með áramótum mun aðkoma barnaverndarnefnda að málum starfsfólks einungis felast í því að upplýsa vinnuveitanda um háttsemina og eftir atvikum óska eftir lögreglurannsókn. Standa vonir til þess að með þessu skýrist ábyrgð vinnuveitenda á málum sinna starfsmanna. Það verður þannig alveg skýrt að vinnuveitendur þurfa að taka á kvörtunum eða athugasemdum sem berast um óviðeigandi háttsemi sinna starfsmanna. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur unnið eftir ákveðnu verklagi í þessum efnum sem meðal annars felur í sér að ef grunur vaknar um kynferðisbrot starfsmanns er viðkomandi í leyfi frá störfum meðan mál hans er kannað. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er unnið að því að uppfæra verklag um viðbrögð við óviðeigandi framkomu starfsmanns gagnvart barni með tilliti til þeirra breytinga sem verða á barnaverndarlögum um komandi áramót. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun