Áfengi í landsliðsferð sagt hafa fellt Eið Smára | KSÍ svarar ekki Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2021 09:53 Eiður Smári Guðjohnsen var rétt innan við ár í starfi sem aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. vísir/vilhelm Forráðamenn og stjórnarfólk KSÍ vill ekki eða hefur ekki tjáð sig um ástæður þess að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki lengur aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Tilkynnt var um það seint í gærkvöld að uppsagnarákvæði í samningi á milli KSÍ og Eiðs hefði verið nýtt. Haft var eftir Eiði að síðasta ár hefði verið mjög krefjandi innan sem utan vallar, bæði fyrir hann og KSÍ. „Samkomulag um starfslok mín voru tekin með hagsmuni mína, landsliðsins og KSÍ að leiðarljósi,“ sagði Eiður sem áminntur var í sumar og sendur í leyfi vegna hegðunar sinnar undir áhrifum áfengis. Í yfirlýsingunni er ákvörðunin sögð sameiginleg ákvörðun KSÍ og Eiðs. Endanleg niðurstaða virðist hafa fengist á fundi bráðabirgðastjórnar sem fram fór síðdegis í gær. Samkvæmt heimildum DV tengjast endalok Eiðs gleðskap landsliðsins eftir að undankeppni HM lauk í Skopje í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þar mun KSÍ hafa boðið upp á áfengi fyrir leikmenn, þjálfara og starfsfólk KSÍ sem var með í för. DV tekur þó fram að samkvæmt heimildum hafi Eiður „ekki farið yfir nein mörk“ í ferðinni. Hafði verið áminntur Eiður hafði hins vegar eins og fyrr segir verið áminntur fyrr á þessu ári, eftir að myndskeið af honum fór í dreifingu á netinu þar sem hann var drukkinn í miðborg Reykjavíkur að kasta af sér vatni utandyra. Nokkrum vikum áður hafði Eiður virst undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Þar hefur hann haldið áfram í hlutverki sérfræðings. Formaður KSÍ svarar ekki Vísir hefur ítrekað í morgun reynt að ná tali af formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur, í morgun en hún hefur ekki svarað. Ásgrímur Helgi Einarsson, stjórnarmaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, vísaði einungis í yfirlýsingu en kvaðst ekki vilja tjá sig um ástæður ákvarðanarinnar. Aðspurður af hverju áfengi hefði verið leyft í landsliðsferðinni, og það í boði KSÍ, svaraði Ásgrímur: „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál; hvað skeði í ferðinni eða ástæður fyrir þessu.“ Vísaði hann á Ómar Smárason, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, en ekki hefur náðst í Ómar í morgun. Ekki hefur heldur náðst í Arnar Þór Viðarsson og ekki annað vitað en að hann sé áfram aðalþjálfari A-landsliðsins þó að sem stendur sé hann án aðstoðarþjálfara. Fótbolti KSÍ Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Tilkynnt var um það seint í gærkvöld að uppsagnarákvæði í samningi á milli KSÍ og Eiðs hefði verið nýtt. Haft var eftir Eiði að síðasta ár hefði verið mjög krefjandi innan sem utan vallar, bæði fyrir hann og KSÍ. „Samkomulag um starfslok mín voru tekin með hagsmuni mína, landsliðsins og KSÍ að leiðarljósi,“ sagði Eiður sem áminntur var í sumar og sendur í leyfi vegna hegðunar sinnar undir áhrifum áfengis. Í yfirlýsingunni er ákvörðunin sögð sameiginleg ákvörðun KSÍ og Eiðs. Endanleg niðurstaða virðist hafa fengist á fundi bráðabirgðastjórnar sem fram fór síðdegis í gær. Samkvæmt heimildum DV tengjast endalok Eiðs gleðskap landsliðsins eftir að undankeppni HM lauk í Skopje í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þar mun KSÍ hafa boðið upp á áfengi fyrir leikmenn, þjálfara og starfsfólk KSÍ sem var með í för. DV tekur þó fram að samkvæmt heimildum hafi Eiður „ekki farið yfir nein mörk“ í ferðinni. Hafði verið áminntur Eiður hafði hins vegar eins og fyrr segir verið áminntur fyrr á þessu ári, eftir að myndskeið af honum fór í dreifingu á netinu þar sem hann var drukkinn í miðborg Reykjavíkur að kasta af sér vatni utandyra. Nokkrum vikum áður hafði Eiður virst undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Þar hefur hann haldið áfram í hlutverki sérfræðings. Formaður KSÍ svarar ekki Vísir hefur ítrekað í morgun reynt að ná tali af formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur, í morgun en hún hefur ekki svarað. Ásgrímur Helgi Einarsson, stjórnarmaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, vísaði einungis í yfirlýsingu en kvaðst ekki vilja tjá sig um ástæður ákvarðanarinnar. Aðspurður af hverju áfengi hefði verið leyft í landsliðsferðinni, og það í boði KSÍ, svaraði Ásgrímur: „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál; hvað skeði í ferðinni eða ástæður fyrir þessu.“ Vísaði hann á Ómar Smárason, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, en ekki hefur náðst í Ómar í morgun. Ekki hefur heldur náðst í Arnar Þór Viðarsson og ekki annað vitað en að hann sé áfram aðalþjálfari A-landsliðsins þó að sem stendur sé hann án aðstoðarþjálfara.
Fótbolti KSÍ Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira