Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Eiður Þór Árnason og Heimir Már Pétursson skrifa 25. nóvember 2021 20:33 Kjörbréfamálið hefur verið til umræðu á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. Meirihluti nefndarinnar telur ágallana hins vegar ekki hafa haft áhrif á úrslit kosninganna og því beri að staðfesta kjörbréf allra þingmanna. Allar líkur eru á því að niðurstaða fáist í málið í kvöld en atkvæðagreiðsla átti að hefjast klukkan 20. Þingfundi var síðar frestað til klukkan 21. Kosið er um þrjár tillögur sem lagðar hafa verið fyrir þingið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihluta í kjörbréfanefnd leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Píratar leggja til að engin kjörbréf verði samþykkt og kosningarnar þar með endurteknar á landsvísu. Loks er það tillaga Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, sem eiga sæti í nefndinni. Leggja þær til að kjörbréf í Norðvesturkjördæmi verði ekki samþykkt og því boðað til uppkosningar í kjördæminu. Uppfært klukkan 21:15: Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, var felld með 53 atkvæðum gegn sex. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur var felld með 42 atkvæðum gegn 16. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga meirihluta kjörbréfanefndar var samþykkt með 42 atkvæðum og verða því öll 63 kjörbréf þingmanna staðfest. Lýðræðið eigi að njóta vafans Þórunn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þær hafi lagt fram sína tillögu þar sem ekki væri hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögnin í Norðvesturkjördæmi. „Við höfum ekki fengið staðfest að varsla kjörgagna hafi verið fullnægjandi og þá liggur það hjá stjórnvaldinu eins og fram hefur komið að sanna að allt sé í lagi. Það er ekki hægt og í því ljósi þá nýtur lýðræðið vafans og það þarf að fara fram uppkosning.“ Ekkert bendi til að ágallar hafi haft áhrif á niðurstöðu Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður kjörbréfanefndar, sagði að málið hafi fengið mikla skoðun og ekkert hafi komið fram sem gefi vísbendingar um að sá ágalli sem hafi verið á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að atkvæðatölur hafi breyst milli fyrri og seinni talningar. „Við lítum svo á að samkvæmt 3. málsgrein 120. greinar [laga um kosningar til Alþingis] þá þurfi allavega að leiða líkum að því eða gera það sennilegt að tiltekni gallinn hafi haft þessi áhrif og við sjáum ekki að það sé samhengi þar á milli.“ Þórunn sagði í ræðustól Alþingis í dag að það væru uppsafnaðir ágallar á framkvæmd kosninganna sem gerði það að verkum að kjósendur ættu að njóta vafans. „Það eru fjöldamargir annmarkar og um það er ekki deilt í nefndinni og það kemur mjög skýrt fram í greinargerðinni og í álitum, en það sem ræður úrslitum er varsla kjörgagna og hvernig það lagðist fyrir nefndina,“ sagði Þórunn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef Alþingi samþykkir tillögu meirihluta kjörbréfanefndar í kvöld má vænta þess að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna verði kynnt til leiks um helgina eða á mánudag og nýr stjórnarsáttmáli kynntur. Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Meirihluti nefndarinnar telur ágallana hins vegar ekki hafa haft áhrif á úrslit kosninganna og því beri að staðfesta kjörbréf allra þingmanna. Allar líkur eru á því að niðurstaða fáist í málið í kvöld en atkvæðagreiðsla átti að hefjast klukkan 20. Þingfundi var síðar frestað til klukkan 21. Kosið er um þrjár tillögur sem lagðar hafa verið fyrir þingið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihluta í kjörbréfanefnd leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Píratar leggja til að engin kjörbréf verði samþykkt og kosningarnar þar með endurteknar á landsvísu. Loks er það tillaga Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, sem eiga sæti í nefndinni. Leggja þær til að kjörbréf í Norðvesturkjördæmi verði ekki samþykkt og því boðað til uppkosningar í kjördæminu. Uppfært klukkan 21:15: Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, var felld með 53 atkvæðum gegn sex. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur var felld með 42 atkvæðum gegn 16. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga meirihluta kjörbréfanefndar var samþykkt með 42 atkvæðum og verða því öll 63 kjörbréf þingmanna staðfest. Lýðræðið eigi að njóta vafans Þórunn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þær hafi lagt fram sína tillögu þar sem ekki væri hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögnin í Norðvesturkjördæmi. „Við höfum ekki fengið staðfest að varsla kjörgagna hafi verið fullnægjandi og þá liggur það hjá stjórnvaldinu eins og fram hefur komið að sanna að allt sé í lagi. Það er ekki hægt og í því ljósi þá nýtur lýðræðið vafans og það þarf að fara fram uppkosning.“ Ekkert bendi til að ágallar hafi haft áhrif á niðurstöðu Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður kjörbréfanefndar, sagði að málið hafi fengið mikla skoðun og ekkert hafi komið fram sem gefi vísbendingar um að sá ágalli sem hafi verið á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að atkvæðatölur hafi breyst milli fyrri og seinni talningar. „Við lítum svo á að samkvæmt 3. málsgrein 120. greinar [laga um kosningar til Alþingis] þá þurfi allavega að leiða líkum að því eða gera það sennilegt að tiltekni gallinn hafi haft þessi áhrif og við sjáum ekki að það sé samhengi þar á milli.“ Þórunn sagði í ræðustól Alþingis í dag að það væru uppsafnaðir ágallar á framkvæmd kosninganna sem gerði það að verkum að kjósendur ættu að njóta vafans. „Það eru fjöldamargir annmarkar og um það er ekki deilt í nefndinni og það kemur mjög skýrt fram í greinargerðinni og í álitum, en það sem ræður úrslitum er varsla kjörgagna og hvernig það lagðist fyrir nefndina,“ sagði Þórunn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef Alþingi samþykkir tillögu meirihluta kjörbréfanefndar í kvöld má vænta þess að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna verði kynnt til leiks um helgina eða á mánudag og nýr stjórnarsáttmáli kynntur.
Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14
Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01
Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52