Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2021 08:40 Mótmælendur ganga um götu Kínahverfisins í Honiara, höfuðborg Salómonseyja í dag. Óeirðir, íkveikjur og gripdeildir hafa átt sér stað í mótmælum undanfarinna daga. AP/Piringi Charley Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. Mótmælendur hafa gerst sekir um íkveikju, óeirðir og gripdeildir og hafa öryggissveitir meðal annars beitt táragasi á þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan lýsti yfir útgöngubanni sem hefst klukkan 19:00 að staðartíma og stendur yfir nótt. Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja, sakar ónefnd erlend ríki um að kynda undir óeirðunum. Hann bað áströlsk stjórnvöld um aðstoð við að ná tökum á ástandinu. Þorri mótmælendanna er sagður koma frá Malaita-héraði þar sem flestir eyjaskeggjar búa. Þeir telja sig vanrækta af ríkisstjórninni sem situr í Guadalcanal-héraði. Þá eru þeir enn ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta stjórnmálasambandi við Taívan og taka upp nánara samband við Kína árið 2019. „Þetta eru sömu löndin sem hafa núna áhrif á Malaita og þau sem vilja ekki samband við Alþýðulýðveldið Kína,“ sagði Sogavare ástralska ríkisútvarpinu. Ástralir sendu hundrað lögreglumenn til Salómonseyja og nágrannaríki Papúa Nýja-Gínea 35 til viðbótar í dag. Ástralskir lögreglumenn voru við friðargæslustörf á Salómonseyjum í áratug frá 2003. Salómonseyjar Ástralía Kína Taívan Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Mótmælendur hafa gerst sekir um íkveikju, óeirðir og gripdeildir og hafa öryggissveitir meðal annars beitt táragasi á þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan lýsti yfir útgöngubanni sem hefst klukkan 19:00 að staðartíma og stendur yfir nótt. Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja, sakar ónefnd erlend ríki um að kynda undir óeirðunum. Hann bað áströlsk stjórnvöld um aðstoð við að ná tökum á ástandinu. Þorri mótmælendanna er sagður koma frá Malaita-héraði þar sem flestir eyjaskeggjar búa. Þeir telja sig vanrækta af ríkisstjórninni sem situr í Guadalcanal-héraði. Þá eru þeir enn ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta stjórnmálasambandi við Taívan og taka upp nánara samband við Kína árið 2019. „Þetta eru sömu löndin sem hafa núna áhrif á Malaita og þau sem vilja ekki samband við Alþýðulýðveldið Kína,“ sagði Sogavare ástralska ríkisútvarpinu. Ástralir sendu hundrað lögreglumenn til Salómonseyja og nágrannaríki Papúa Nýja-Gínea 35 til viðbótar í dag. Ástralskir lögreglumenn voru við friðargæslustörf á Salómonseyjum í áratug frá 2003.
Salómonseyjar Ástralía Kína Taívan Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Sjá meira