Tvær bifreiðar skullu saman við Bifröst en allir farþegar þeirra komu sér sjálfir úr þeim og urðu engin slys á þeim.
Að sögn starfsmanns Slökkviliðsins í Borgarbyggð er vegurinn þó enn lokaður á meðan unnið er að hreinsun olíu sem lak úr bílunum.
„Fólk verður bara að sýna biðlund,“ segir hann.