Líklegt að Framsókn fái viðbótarráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2021 19:27 Ríkisstjórnarsáttmáli verður kynntur á sunnudag. Stöð 2/Einar Æðstu stofnanir stjórnarflokkanna á milli landsfunda koma saman á morgun þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur og borin upp til atkvæða. Ráðherrum verður líklega fjölgað um einn og stofnað verður nýtt innviðaráðuneyti. Í stjórnarmyndunarviðræðum fyrri ára hafa leiðtogar stjórnmálaflokkanna oft reynt að fela sig fyrir fjölmiðlum. Þannig hefur það ekki verið í þetta skiptið. Viðræður þremenninganna hafa að mestu átt sér stað í Ráðherrabústaðnum og í dag gengu oddvitar stjórnarflokkanna þaðan út með nýjan stjórnarsáttmála í farteskinu. „Já, við vorum að leggja lokahönd á textann þannig að núna er verið ganga frá honum og lesa hann yfir og fleira sem þarf að gera. Við erum búin að boða okkar fólk, flokksráð, miðstjórnir og hvað þetta heitir; okkar flokksstofnanir til fundar seinnipartinn á morgun,“ segir Katrín. Þegar fyrra ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur var kynnt hinn 30. nóvember 2017 var það skipað fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum sem einnig fengu forseta Alþingis í sinn hlut. Þá voru Sjálfstæðismenn með 16 þingmenn, Framsókn 8 og Vinstri græn 11. Eftir síðustu kosningar í september er Sjálfstæðisflokkurinn með 17 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 13 og Vinstri græn 8. Sigurður Ingi hlakkar til að kynna nýja stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á að sameina ýmis verkefni í nýju innviðaráðuneyti. Er þetta alveg eins og þú vildir hafa það þegar lagt var af stað? „Það eru þrír í þessu sambandi og öll þurfum við að taka tillit til hvers annars. En heilt yfir finnst mér þetta spennandi og það verður gaman að kynna þetta um helgina,“ segir Sigurður Ingi. Meira fékkst ekki uppgefið um innihald stjórnarsáttmálans. Til að mynda um hvort Sjálfstæðisflokkurinn fái heilbrigðisráðuneytið en formaður Sjálfstæðisflokksins var rétt farinn úr Ráðherrabústaðnum þegar okkur bar að. Það hefur verið talað um fjölgun ráðherra, fjölgar þeim um einn eða tvo? „Það skýrist. En við höfum talað alveg skýrt um að það komi vel til greina,“ segir Sigurður Ingi. Líklega fær Framsóknarflokkurinn einn ráðherra til viðbótar og þá verður að teljast líklegast að embætti forseta Alþingis haldist hjá Vinstri grænum. Þetta kemur allt í ljós eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna á sunnudag þegar stjórnarsáttmálinn verður kynntur opinberlega. „Þessi stjórnarsáttmáli ber þess auðvitað merki að við erum búin að vinna saman í fjögur ár. Það eru ýmsir lærdómar sem hafa verið dregnir af því samstarfi. Annars er best að segja sem minnst þangað til þetta hefur farið í gegnum okkar flokksstofnanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í stjórnarmyndunarviðræðum fyrri ára hafa leiðtogar stjórnmálaflokkanna oft reynt að fela sig fyrir fjölmiðlum. Þannig hefur það ekki verið í þetta skiptið. Viðræður þremenninganna hafa að mestu átt sér stað í Ráðherrabústaðnum og í dag gengu oddvitar stjórnarflokkanna þaðan út með nýjan stjórnarsáttmála í farteskinu. „Já, við vorum að leggja lokahönd á textann þannig að núna er verið ganga frá honum og lesa hann yfir og fleira sem þarf að gera. Við erum búin að boða okkar fólk, flokksráð, miðstjórnir og hvað þetta heitir; okkar flokksstofnanir til fundar seinnipartinn á morgun,“ segir Katrín. Þegar fyrra ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur var kynnt hinn 30. nóvember 2017 var það skipað fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum sem einnig fengu forseta Alþingis í sinn hlut. Þá voru Sjálfstæðismenn með 16 þingmenn, Framsókn 8 og Vinstri græn 11. Eftir síðustu kosningar í september er Sjálfstæðisflokkurinn með 17 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 13 og Vinstri græn 8. Sigurður Ingi hlakkar til að kynna nýja stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á að sameina ýmis verkefni í nýju innviðaráðuneyti. Er þetta alveg eins og þú vildir hafa það þegar lagt var af stað? „Það eru þrír í þessu sambandi og öll þurfum við að taka tillit til hvers annars. En heilt yfir finnst mér þetta spennandi og það verður gaman að kynna þetta um helgina,“ segir Sigurður Ingi. Meira fékkst ekki uppgefið um innihald stjórnarsáttmálans. Til að mynda um hvort Sjálfstæðisflokkurinn fái heilbrigðisráðuneytið en formaður Sjálfstæðisflokksins var rétt farinn úr Ráðherrabústaðnum þegar okkur bar að. Það hefur verið talað um fjölgun ráðherra, fjölgar þeim um einn eða tvo? „Það skýrist. En við höfum talað alveg skýrt um að það komi vel til greina,“ segir Sigurður Ingi. Líklega fær Framsóknarflokkurinn einn ráðherra til viðbótar og þá verður að teljast líklegast að embætti forseta Alþingis haldist hjá Vinstri grænum. Þetta kemur allt í ljós eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna á sunnudag þegar stjórnarsáttmálinn verður kynntur opinberlega. „Þessi stjórnarsáttmáli ber þess auðvitað merki að við erum búin að vinna saman í fjögur ár. Það eru ýmsir lærdómar sem hafa verið dregnir af því samstarfi. Annars er best að segja sem minnst þangað til þetta hefur farið í gegnum okkar flokksstofnanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira