Jólin verða blótuð undir berum himni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. nóvember 2021 07:00 Alda Vala er goði hjá Ásatrúarfélaginu. vísir/rúnar Jólin verða blótuð undir berum himni af Ásatrúarmönnum í ár í glænýju hofi trúfélagsins. Þó hofið sé ekki alveg tilbúið enn verður það loksins tekið í notkun fyrir hátíðirnar eftir framkvæmdir sem hafa tafist um nokkur ár. „Já, við erum komin svo langt að við erum að koma okkur fyrir hér með félagsaðstöðu með bráðabirgðabyggingu í bili en hérna stefnum við að því að reyna að halda jólablótið okkar sem er á vetrarsólstöðunum núna 21. desember,” segir Alda Vala Ásdísardóttir goði. Fyrsta skóflustungan að nýju hofi Ásatrúarfélagsins var tekni árið 2015. Það átti að verða tekið í notkun ári síðar en framkvæmdin hefur tafist verulega og farið fram úr kostnaðaráætlun. Byggingin verður ansi tilkomumikil inni í miðri Öskjuhlíðinni.aðsend Hofið sjálft, þar sem trúarathafnir ásatrúarmanna fara fram, er þó tilbúið þó það vanti reyndar vissulega þakið á hvelfinguna. „Þakið verður ekki komið. Hvelfingin verður ekki komin og hún kemur bara í náinni framtíð. Ég ætla ekki að ákveða hvenær. Eins og ég segi að við byggjum eftir því sem við eigum fyrir því og skuldum ekki neitt. Það er mottóið okkar í bili,“ segir Alda Vala. Hér sést inn í hvelfinguna en búið er að byggja allan grunn að hofinu og mun blótið fara fram þrátt fyrir þakleysið.aðsend Og í þetta fara félagsgjöld Ásatrúarmanna því að langmestu leyti. Þeim hefur fjölgað mjög síðustu ár og reyndar tífaldast á síðustu tuttugu árum; voru 515 árið 2001 en eru 5.118 í ár. Félagsmönnum hefur fjölgað mjög í Ásatrúarfélaginu á síðustu áratugum.vísir Hrafnarnir hafa tekið vel á móti Ásatrúarmönnum Þakleysi nýja hofsins stoppar Ásatrúarmenn þó ekki í blótskapnum. Það snjóar ansi mikið á okkur núna… „Ó, já. Þetta er bara merki um tímann fram undan. Við erum að fara inn í aðventu og við erum að fara inn í jólatímann og dimmasta tímann og við erum að fara með fallegri snjókomu hérna inn núna,“ segir goðinn. Og í þann mund fljúga hrafnar yfir höfðum okkar. Þeir hljóta að vera ykkur að skapi er það ekki? „Jú, það er okkur að skapi. Þeir hafa tekið á móti okkur alveg frá upphafi. Eru hérna í grenndinni og mikið líf í skóginum hérna í kring. Þannig við erum ansi nálægt náttúrunni hérna inni í miðri Reykjavík.“ Trúmál Jól Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Já, við erum komin svo langt að við erum að koma okkur fyrir hér með félagsaðstöðu með bráðabirgðabyggingu í bili en hérna stefnum við að því að reyna að halda jólablótið okkar sem er á vetrarsólstöðunum núna 21. desember,” segir Alda Vala Ásdísardóttir goði. Fyrsta skóflustungan að nýju hofi Ásatrúarfélagsins var tekni árið 2015. Það átti að verða tekið í notkun ári síðar en framkvæmdin hefur tafist verulega og farið fram úr kostnaðaráætlun. Byggingin verður ansi tilkomumikil inni í miðri Öskjuhlíðinni.aðsend Hofið sjálft, þar sem trúarathafnir ásatrúarmanna fara fram, er þó tilbúið þó það vanti reyndar vissulega þakið á hvelfinguna. „Þakið verður ekki komið. Hvelfingin verður ekki komin og hún kemur bara í náinni framtíð. Ég ætla ekki að ákveða hvenær. Eins og ég segi að við byggjum eftir því sem við eigum fyrir því og skuldum ekki neitt. Það er mottóið okkar í bili,“ segir Alda Vala. Hér sést inn í hvelfinguna en búið er að byggja allan grunn að hofinu og mun blótið fara fram þrátt fyrir þakleysið.aðsend Og í þetta fara félagsgjöld Ásatrúarmanna því að langmestu leyti. Þeim hefur fjölgað mjög síðustu ár og reyndar tífaldast á síðustu tuttugu árum; voru 515 árið 2001 en eru 5.118 í ár. Félagsmönnum hefur fjölgað mjög í Ásatrúarfélaginu á síðustu áratugum.vísir Hrafnarnir hafa tekið vel á móti Ásatrúarmönnum Þakleysi nýja hofsins stoppar Ásatrúarmenn þó ekki í blótskapnum. Það snjóar ansi mikið á okkur núna… „Ó, já. Þetta er bara merki um tímann fram undan. Við erum að fara inn í aðventu og við erum að fara inn í jólatímann og dimmasta tímann og við erum að fara með fallegri snjókomu hérna inn núna,“ segir goðinn. Og í þann mund fljúga hrafnar yfir höfðum okkar. Þeir hljóta að vera ykkur að skapi er það ekki? „Jú, það er okkur að skapi. Þeir hafa tekið á móti okkur alveg frá upphafi. Eru hérna í grenndinni og mikið líf í skóginum hérna í kring. Þannig við erum ansi nálægt náttúrunni hérna inni í miðri Reykjavík.“
Trúmál Jól Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira