Hættumerki, vannýtt tækifæri og öryrkjar sitji áfram eftir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 12:31 Þau Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar, Eyjólfur Armannsson þingmaður Flokks fólksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Björn Leví Gunnarsson eru gagnrýnin á nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Vísir Stjórnarandstaðan gagnrýnir að ennþá vanti upp á leiðréttingar fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega í nýju fjárlagafrumvarpi. Þá vanti mikið upp á að framlög til heilbrigðs-og loftslagsmála séu í takt við stjórnarsáttmálann. Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs fyrir þingmönnum snemma í morgun. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fjárlagafrumvarpið fyrst og fremst fela í sér viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Vantar alvöru viðbrögð „Það er engin sérstök viðbót umfram það sem var í fjármálaáætlun. Það eru venjuleg Covid-viðbrögð og svo sjást skattalækkanirnar eins og þær sjást í stjórnarsáttmálanum. Það er svona raunleiðréttingarmál. Ég var að vonast til að sjá alvöru viðbrögð við vandamálum í heilbrigðiskerfinu og varðandi húsnæðismál, þá vantar meiri áherslu á nýsköpun,“ segir Björn Leví. Öryrkjar og aldraðir enn látnir sitja eftir Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins segir kjör öryrkja og aldraðra ekki leiðrétt í nýju fjárlagafrumvarpi. „Það er sorglegt að ekki sé farið í raunverulegar aðgerðir fyrir öryrkja og eldra fólk. Það á enn að skattleggja fátækt fólk og skerðingarnar eru enn til staðar. Það á ekki að bæta þeim tugprósenta kjaragliðnun. Það er í raun aðeins boðuð 1% hækkun á öryrkjalífeyri umfram reglubundnar hækkanir. Hækkun öryrkjabóta er boðuð 5,4% en verðbólgan var yfir 4% allt þetta ár. Við fögnum að sjálfsögðu hækkun atvinnutekna ellilífeyrisþega úr 100 þúsund krónum í 200 þúsund krónur á mánuði. Við hefðum gjarnan viljað sjá þessa hækkun enn meiri. Við skiljum hins vegar ekki af hverju ekki er búið að gera þetta fyrir löngu. Við erum afar ósátt við að það er ekkert dregið úr skerðingum vegna lífeyristekna,“ segir Eyjólfur. Vannýtt tækifæri Kristrún Frostadóttir Samfylkingu segir fjárlagafrumvarpið ekki í takt við stjórnarsáttmálann það vanti margt upp á. „Það blasir við að við stöndum þrátt fyrir allt á frekar sterkum grunni. Í því felast gríðarleg tækifæri til sóknar sem eru að mínu mati vannýtt í þessu nýja fjárlagafrumvarpi. Þessi fjárlög endurspegla ekki þau stórhuga aðgerðir sem voru kynntar í stjórnarsáttmálanum um helgina. Þá var mikið rætt um loftlagsmálin en í þessum fjárlögum sjáum við ekkert nýtt í framlögum til þeirra. Þetta eru ennþá 13 milljarða króna hálft prósent af landsframleiðslu. Það er þrefalt minna en Evrópusambandið er að leggja í málaflokkinn. Það er svipuð upphæð og er að fara í beina styrki til landbúnaðar til að setja þeta í samhengi. Fyrir fjárfestinguna þá líta fjárfestingartölur fyrir árið sem er að líða aðeins verr út en spáð var fyrir um í vor. Það er heldur ekki sjáanleg breyting á fjárfestingu á næsta ári. Þannig að það er engin að hlaupa af stað miðað við þessi fjárlög. Þau virðast vera svolítið rög við sóknina sem þau boða. Síðan í þriðja lagi þá var mikið rætt um launaþróun og áhyggjur af því í sambandi við verðbólguþróun en það er engin sjáanleg viðbót í þessum fjárlögum inn í kjaraumræðuna. Stór hluti af verðbólgu í dag er t.d. húsnæðismarkaðurinn enn það er ekki verið að setja neitt nýtt fjármagn í uppbyggingu á húsnæði í þessum fjárlögin,“ segir Kristrún. Kristrún telur boðaðar kjarabætur til handa öryrkjum og eldri borgurum ekki nægar. „Eins og staðan er í dag þá eru engar afsakanir í boði varðandi þá sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu eins og öryrkja og eldri borgara. Við erum að sjá breytingu á frítekjumarki atvinnutekna í þessu fjárlagafrumvarpi en það er aðeins 13% eldri borgara sem falla inn í þann hóp. Það eru mjög litlar breytingar hjá öryrkjum. Það er aðeins verið að bæta kjaragliðnunina en ekki verið að breyta grunnbótum hjá þeim,“ segir Kristrún. Veruleg hættumerki á ferðinni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir hættumerki á lofti. „Það er jákvætt að kreppan er minni en búist var við. Afkoma ríkissjóðs endurspeglar það eins og hjá nágrannalöndum okkar. Mér hins vegar varhugavert að sjá að útgjöld hins opinbera hafa aukist verulega frá árinu 2017 án þess að tekjugrunnur ríkissjóðs hafi verið styrktur. Miðað við hagvaxtarspá Seðlabankans þá erum við ekki að vaxa út úr vandanum sem er eina leiðin. Það eru því veruleg hættumerki á ferðinni þegar kemur að því að við erum ekki að sjá fram á sjálfbæran ríkissjóð sem ógnar þá um leið velferðarkerfinu, menntakerfinu, innviðauppbyggingu og svo framvegis, “ segir Þorgerður. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Bjarni segir hvorki þörf á skattahækunum né niðurskurði á næstu árum Bjartsýni ríkir í fyrsta fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem reiknar með meiri afkomubata ríkissjóðs en áður var áætlað. Það skili sér til fyrirtækja og heimila því hvorki þurfi að hækka skatta né skera niður til að halda upp góðri opinberri þjónustu. Barnabætur verið auknar og frítekjumark eftirlaunafólks tvöfaldað. 30. nóvember 2021 11:56 Hækka barnabætur á næsta ári fyrir tekjulægri Skerðingamörkum barnabóta verður breytt á næsta ári og hækka neðri skerðingamörk hjá einstæðum foreldrum úr 351.000 krónum á mánuði í 379.083 krónur. 30. nóvember 2021 11:12 Helgi Pé: Fáir sem geti nýtt sér tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna Frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í tvö hundruð þúsund krónur á mánuði um næstu áramót. Mun það þar með tvöfaldast. 30. nóvember 2021 11:07 Auka framlag til heilbrigðismála um sextán milljarða Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála aukist um 16,3 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 10:36 Selja Íslandsbanka að fullu á næstu tveimur árum Eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verður seldur að fullu á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem lagt er fram á Alþingi í dag. 30. nóvember 2021 10:23 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs fyrir þingmönnum snemma í morgun. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fjárlagafrumvarpið fyrst og fremst fela í sér viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Vantar alvöru viðbrögð „Það er engin sérstök viðbót umfram það sem var í fjármálaáætlun. Það eru venjuleg Covid-viðbrögð og svo sjást skattalækkanirnar eins og þær sjást í stjórnarsáttmálanum. Það er svona raunleiðréttingarmál. Ég var að vonast til að sjá alvöru viðbrögð við vandamálum í heilbrigðiskerfinu og varðandi húsnæðismál, þá vantar meiri áherslu á nýsköpun,“ segir Björn Leví. Öryrkjar og aldraðir enn látnir sitja eftir Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins segir kjör öryrkja og aldraðra ekki leiðrétt í nýju fjárlagafrumvarpi. „Það er sorglegt að ekki sé farið í raunverulegar aðgerðir fyrir öryrkja og eldra fólk. Það á enn að skattleggja fátækt fólk og skerðingarnar eru enn til staðar. Það á ekki að bæta þeim tugprósenta kjaragliðnun. Það er í raun aðeins boðuð 1% hækkun á öryrkjalífeyri umfram reglubundnar hækkanir. Hækkun öryrkjabóta er boðuð 5,4% en verðbólgan var yfir 4% allt þetta ár. Við fögnum að sjálfsögðu hækkun atvinnutekna ellilífeyrisþega úr 100 þúsund krónum í 200 þúsund krónur á mánuði. Við hefðum gjarnan viljað sjá þessa hækkun enn meiri. Við skiljum hins vegar ekki af hverju ekki er búið að gera þetta fyrir löngu. Við erum afar ósátt við að það er ekkert dregið úr skerðingum vegna lífeyristekna,“ segir Eyjólfur. Vannýtt tækifæri Kristrún Frostadóttir Samfylkingu segir fjárlagafrumvarpið ekki í takt við stjórnarsáttmálann það vanti margt upp á. „Það blasir við að við stöndum þrátt fyrir allt á frekar sterkum grunni. Í því felast gríðarleg tækifæri til sóknar sem eru að mínu mati vannýtt í þessu nýja fjárlagafrumvarpi. Þessi fjárlög endurspegla ekki þau stórhuga aðgerðir sem voru kynntar í stjórnarsáttmálanum um helgina. Þá var mikið rætt um loftlagsmálin en í þessum fjárlögum sjáum við ekkert nýtt í framlögum til þeirra. Þetta eru ennþá 13 milljarða króna hálft prósent af landsframleiðslu. Það er þrefalt minna en Evrópusambandið er að leggja í málaflokkinn. Það er svipuð upphæð og er að fara í beina styrki til landbúnaðar til að setja þeta í samhengi. Fyrir fjárfestinguna þá líta fjárfestingartölur fyrir árið sem er að líða aðeins verr út en spáð var fyrir um í vor. Það er heldur ekki sjáanleg breyting á fjárfestingu á næsta ári. Þannig að það er engin að hlaupa af stað miðað við þessi fjárlög. Þau virðast vera svolítið rög við sóknina sem þau boða. Síðan í þriðja lagi þá var mikið rætt um launaþróun og áhyggjur af því í sambandi við verðbólguþróun en það er engin sjáanleg viðbót í þessum fjárlögum inn í kjaraumræðuna. Stór hluti af verðbólgu í dag er t.d. húsnæðismarkaðurinn enn það er ekki verið að setja neitt nýtt fjármagn í uppbyggingu á húsnæði í þessum fjárlögin,“ segir Kristrún. Kristrún telur boðaðar kjarabætur til handa öryrkjum og eldri borgurum ekki nægar. „Eins og staðan er í dag þá eru engar afsakanir í boði varðandi þá sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu eins og öryrkja og eldri borgara. Við erum að sjá breytingu á frítekjumarki atvinnutekna í þessu fjárlagafrumvarpi en það er aðeins 13% eldri borgara sem falla inn í þann hóp. Það eru mjög litlar breytingar hjá öryrkjum. Það er aðeins verið að bæta kjaragliðnunina en ekki verið að breyta grunnbótum hjá þeim,“ segir Kristrún. Veruleg hættumerki á ferðinni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir hættumerki á lofti. „Það er jákvætt að kreppan er minni en búist var við. Afkoma ríkissjóðs endurspeglar það eins og hjá nágrannalöndum okkar. Mér hins vegar varhugavert að sjá að útgjöld hins opinbera hafa aukist verulega frá árinu 2017 án þess að tekjugrunnur ríkissjóðs hafi verið styrktur. Miðað við hagvaxtarspá Seðlabankans þá erum við ekki að vaxa út úr vandanum sem er eina leiðin. Það eru því veruleg hættumerki á ferðinni þegar kemur að því að við erum ekki að sjá fram á sjálfbæran ríkissjóð sem ógnar þá um leið velferðarkerfinu, menntakerfinu, innviðauppbyggingu og svo framvegis, “ segir Þorgerður.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Bjarni segir hvorki þörf á skattahækunum né niðurskurði á næstu árum Bjartsýni ríkir í fyrsta fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem reiknar með meiri afkomubata ríkissjóðs en áður var áætlað. Það skili sér til fyrirtækja og heimila því hvorki þurfi að hækka skatta né skera niður til að halda upp góðri opinberri þjónustu. Barnabætur verið auknar og frítekjumark eftirlaunafólks tvöfaldað. 30. nóvember 2021 11:56 Hækka barnabætur á næsta ári fyrir tekjulægri Skerðingamörkum barnabóta verður breytt á næsta ári og hækka neðri skerðingamörk hjá einstæðum foreldrum úr 351.000 krónum á mánuði í 379.083 krónur. 30. nóvember 2021 11:12 Helgi Pé: Fáir sem geti nýtt sér tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna Frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í tvö hundruð þúsund krónur á mánuði um næstu áramót. Mun það þar með tvöfaldast. 30. nóvember 2021 11:07 Auka framlag til heilbrigðismála um sextán milljarða Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála aukist um 16,3 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 10:36 Selja Íslandsbanka að fullu á næstu tveimur árum Eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verður seldur að fullu á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem lagt er fram á Alþingi í dag. 30. nóvember 2021 10:23 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Bjarni segir hvorki þörf á skattahækunum né niðurskurði á næstu árum Bjartsýni ríkir í fyrsta fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem reiknar með meiri afkomubata ríkissjóðs en áður var áætlað. Það skili sér til fyrirtækja og heimila því hvorki þurfi að hækka skatta né skera niður til að halda upp góðri opinberri þjónustu. Barnabætur verið auknar og frítekjumark eftirlaunafólks tvöfaldað. 30. nóvember 2021 11:56
Hækka barnabætur á næsta ári fyrir tekjulægri Skerðingamörkum barnabóta verður breytt á næsta ári og hækka neðri skerðingamörk hjá einstæðum foreldrum úr 351.000 krónum á mánuði í 379.083 krónur. 30. nóvember 2021 11:12
Helgi Pé: Fáir sem geti nýtt sér tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna Frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í tvö hundruð þúsund krónur á mánuði um næstu áramót. Mun það þar með tvöfaldast. 30. nóvember 2021 11:07
Auka framlag til heilbrigðismála um sextán milljarða Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála aukist um 16,3 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 10:36
Selja Íslandsbanka að fullu á næstu tveimur árum Eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verður seldur að fullu á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem lagt er fram á Alþingi í dag. 30. nóvember 2021 10:23