Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 16:14 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Aðsend BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. Bæta þurfi verulega í útgjöld ríkisins til almannaþjónustunnar og einungis sé boðuð óveruleg aukning í frumvarpinu. Þá sé ákalli eftir auknu fé í heilbrigðisþjónustuna ekki svarað. „Þannig eru til að mynda aukin framlög til heilbrigðisþjónustunnar að stærstum hluta vegna heimsfaraldursins og byggingu nýs Landspítala en ekki til að styrkja heilbrigðiskerfið í heild sinni,“ segir í tilkynningu frá BSRB. Þar að auki sé ekki slakað á aðhaldskröfum til mikilvægra ríkisstofnanna. „Eftir vanfjármögnun sem má rekja aftur um áratug er kominn tími til að blása til sóknar og grípa til aðgerða sem fela í sér raunverulega lífskjarasókn. Það er gert með því að styrkja almannaþjónustuna til að standa undir sterkri velferð og tryggja að ekki verði gengið enn frekar á andlega og líkamlega heilsu starfsfólksins sem veitir þjónustuna.“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í morgun.Vísir/Vilhelm Þurfi að endurskoða fyrirkomulag barnabóta BSRB bætir við að öruggt húsnæði á viðráðanlegu hafi verið ein stærsta krafa launafólks en engin breyting sé boðuð á framlögum til húsnæðisuppbyggingar í fjárlagafrumvarpinu. Slíkt valdi miklum vonbrigðum. „Aukning ráðstöfunartekna tekjulægstu hópanna sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu er til bóta en eins prósents hækkun á örorkulífeyri umfram verðlag mun ekki hafa mikil áhrif á lífskjör öryrkja og því síður hjálpa þeim sem fastir eru í fátæktargildru að komast út úr vandanum,“ segir í tilkynningu. Hækkun skerðingarmarka barnabóta sé jákvæð en þó þurfi að ráðast í heildarendurskoðun á barnabótakerfinu. „Auka verður framlög til almenna íbúðakerfisins, hækka greiðslur almanna- og atvinnuleysistrygginga til að draga úr tekjuójöfnuði, og draga verður stórlega úr tekjutengingum barnabótakerfisins þannig að bæturnar skerðist aðeins í allra hæstu tekjutíundunum.“ Fjárlagafrumvarp 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bjarni segir hvorki þörf á skattahækkunum né niðurskurði á næstu árum Bjartsýni ríkir í fyrsta fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem reiknar með meiri afkomubata ríkissjóðs en áður var áætlað. Það skili sér til fyrirtækja og heimila því hvorki þurfi að hækka skatta né skera niður til að halda upp góðri opinberri þjónustu. Barnabætur verið auknar og frítekjumark eftirlaunafólks tvöfaldað. 30. nóvember 2021 11:56 Hækka barnabætur á næsta ári fyrir tekjulægri Skerðingamörkum barnabóta verður breytt á næsta ári og hækka neðri skerðingamörk hjá einstæðum foreldrum úr 351.000 krónum á mánuði í 379.083 krónur. 30. nóvember 2021 11:12 Auka framlag til heilbrigðismála um sextán milljarða Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála aukist um 16,3 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 10:36 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bæta þurfi verulega í útgjöld ríkisins til almannaþjónustunnar og einungis sé boðuð óveruleg aukning í frumvarpinu. Þá sé ákalli eftir auknu fé í heilbrigðisþjónustuna ekki svarað. „Þannig eru til að mynda aukin framlög til heilbrigðisþjónustunnar að stærstum hluta vegna heimsfaraldursins og byggingu nýs Landspítala en ekki til að styrkja heilbrigðiskerfið í heild sinni,“ segir í tilkynningu frá BSRB. Þar að auki sé ekki slakað á aðhaldskröfum til mikilvægra ríkisstofnanna. „Eftir vanfjármögnun sem má rekja aftur um áratug er kominn tími til að blása til sóknar og grípa til aðgerða sem fela í sér raunverulega lífskjarasókn. Það er gert með því að styrkja almannaþjónustuna til að standa undir sterkri velferð og tryggja að ekki verði gengið enn frekar á andlega og líkamlega heilsu starfsfólksins sem veitir þjónustuna.“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í morgun.Vísir/Vilhelm Þurfi að endurskoða fyrirkomulag barnabóta BSRB bætir við að öruggt húsnæði á viðráðanlegu hafi verið ein stærsta krafa launafólks en engin breyting sé boðuð á framlögum til húsnæðisuppbyggingar í fjárlagafrumvarpinu. Slíkt valdi miklum vonbrigðum. „Aukning ráðstöfunartekna tekjulægstu hópanna sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu er til bóta en eins prósents hækkun á örorkulífeyri umfram verðlag mun ekki hafa mikil áhrif á lífskjör öryrkja og því síður hjálpa þeim sem fastir eru í fátæktargildru að komast út úr vandanum,“ segir í tilkynningu. Hækkun skerðingarmarka barnabóta sé jákvæð en þó þurfi að ráðast í heildarendurskoðun á barnabótakerfinu. „Auka verður framlög til almenna íbúðakerfisins, hækka greiðslur almanna- og atvinnuleysistrygginga til að draga úr tekjuójöfnuði, og draga verður stórlega úr tekjutengingum barnabótakerfisins þannig að bæturnar skerðist aðeins í allra hæstu tekjutíundunum.“
Fjárlagafrumvarp 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bjarni segir hvorki þörf á skattahækkunum né niðurskurði á næstu árum Bjartsýni ríkir í fyrsta fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem reiknar með meiri afkomubata ríkissjóðs en áður var áætlað. Það skili sér til fyrirtækja og heimila því hvorki þurfi að hækka skatta né skera niður til að halda upp góðri opinberri þjónustu. Barnabætur verið auknar og frítekjumark eftirlaunafólks tvöfaldað. 30. nóvember 2021 11:56 Hækka barnabætur á næsta ári fyrir tekjulægri Skerðingamörkum barnabóta verður breytt á næsta ári og hækka neðri skerðingamörk hjá einstæðum foreldrum úr 351.000 krónum á mánuði í 379.083 krónur. 30. nóvember 2021 11:12 Auka framlag til heilbrigðismála um sextán milljarða Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála aukist um 16,3 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 10:36 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bjarni segir hvorki þörf á skattahækkunum né niðurskurði á næstu árum Bjartsýni ríkir í fyrsta fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem reiknar með meiri afkomubata ríkissjóðs en áður var áætlað. Það skili sér til fyrirtækja og heimila því hvorki þurfi að hækka skatta né skera niður til að halda upp góðri opinberri þjónustu. Barnabætur verið auknar og frítekjumark eftirlaunafólks tvöfaldað. 30. nóvember 2021 11:56
Hækka barnabætur á næsta ári fyrir tekjulægri Skerðingamörkum barnabóta verður breytt á næsta ári og hækka neðri skerðingamörk hjá einstæðum foreldrum úr 351.000 krónum á mánuði í 379.083 krónur. 30. nóvember 2021 11:12
Auka framlag til heilbrigðismála um sextán milljarða Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála aukist um 16,3 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 10:36