Daglegar pyntingar á Hjalteyri og enginn vildi hlusta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2021 20:30 Ragnar Gunnarsson var 11 ára þegar hann var sendur á barnaheimilið á Hjalteyri. Hann var meðal síðustu barnanna sem dvaldi hjá hjónunum þar og mátti þola hræðilegar pyntingar af hálfu hjónanna ásamt ungri stúlku. Vísir/Egill Enn og aftur stígur fram maður sem segist hafa verið beittur hræðilegum pyntingum af hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur í áranna rás reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá hjónin rannsökuð en segist aldrei hafa fengið áheyrn. Ragnar Gunnarsson var sendur ellefu ára gamall á barnaheimilið á Hjalteyri árið 1977 og var þar í um og yfir ár. Hann segist hafa þurft að þola hræðilegar pyntingar af hálfu Einars og Beverlyar, sem ráku heimilið. Þá hafi stúlka sem hét Agnes og var einu ári yngri en hann mátt þola það sama. Þau voru síðustu börnin sem hjónin önnuðust á Hjalteyri. Lýsingar mannsins eru svipaðar þeim sem þegar hafa komið fram hjá fólki sem dvaldi sem börn hjá hjónunum. Á þeim tíma sem Ragnar var hjá hjónunum voru þegar komnar fram áhyggjur af barnaheimilinu hjá félagsmálastjóra Akureyrar. Barnaverndarnefnd Arnarneshrepps og Barnaverndarráð Íslands vottuðu hins vegar starfsemina. Skólastjórinn mælti með hjónunum „Ég var ungur krakki í Grindavík og var í skóla þar. Stundum gleymdi maður hlutum heima. Þar var kennari sem átti það til að ráðast að fólki og átti til að berja nemendur. Hann barði mig einu sinni mjög illa og henti mér í veggina á leið til skólastjóra. Ég hafði nokkrum sinnum áður lent í honum en þetta var alvarlegasta árásin ,“ segir Ragnar. Skólastjórinn ráðlagði Ragnari þá að fara á barnaheimilið á Hjalteyri en þá var hann 11 ára og árið 1977. „Hann segir að hann viti af góðu sveitaheimili og þar væru yndisleg hjón. Hann vissi að ég myndi verða mjög sáttur þar. Ég samþykkti bara að fara. Það varð ofan á og móðir mín var vön því að ég vildi vera í sveit,“ segir hann. Allt leit vel út í fyrstu svo hófst vítisvistin Ragnar var hann feginn að hitta stúlku sem var einu ári yngri en hann þegar hann kom til Hjalteyrar. Stúlkan hafði líka verið send frá Grindavík á heimilið. Þá leist honum vel á Einar og Beverly til að byrja með. Barnaheimilið þar sem börn sættu pyntingum og ofbeldi árum saman.Vísir/Minjasafnið á Akureyri „Beverly heilsaði mér mjög hlý og bauð mig velkominn,“ segir Ragnar. Þetta hlýja viðmót breyttist strax fyrstu nóttina þegar Ragnar vegna myrkfælni var með kveikt ljós og opna hurð. „Hún kom um nóttina og öskraði á mig að á þessu heimili væru ljósin slökkt á nóttunni og hurðir lokaðar. Ég sagði henni að ég væri myrkfælinn, hún svaraði að það væri frá djöflinum, ég væri barn djöfulsins. Það væri ekki nema von djöfullinn væri faðir minn. Eins og gefur að skilja svaf ég lítið þessa nótt,“ segir Ragnar. Hann segir að fyrsti dagurinn hafi líka verið skelfilegur „Í morgunmatnum daginn eftir urðu einhver orðaskipti milli okkar Beverlyar, hvort að ég hafi sagt eitthvað sem varð til þess að hún reif í eyrað á mér og fór með mig niður. Fyrst var mér hent inn í herbergi en svo kom hún og fór með mig inn í vaskahúsið. Þar var bali með köldu vatni , ég var látinn hátta og krjúpa ofan í hann. Þar skrúbbaði hún mig allan. Þennan djöful úr mér eins og hún sagði. Ég öskraði eins og brjálæðingur. Síðan var ég tannburstaður með sápu. Ég hef örugglega sagt eitthvað ljótt. Svo var ég settur í myrkrakompuna sem átti eftir að vera mitt annað heimili, balinn líka. Þetta var martröð alveg frá upphafi. Líka fyrir Agnesi, stúlkuna sem kom þarna á undan mér en maður heyrði oft þegar hún var að pína hana,“ segir hann. Ragnari var harðbannað að leika sér við krakka í skólanum eða í þorpinu á Hjalteyri. Hjónin komust eitt sinn að því og honum var refsað á hræðilegan hátt. „Þá tók hún mig og barði mig mjög illa með belti. En þegar við áttum að finna sem mest fyrir barsmíðunum þá braut hún beltið alltaf saman svo það yrði þykkara. Þetta var eins og lítil leðurkylfa þegar þetta lenti á manni. Þá skrúbbaði hún mig líka í þessum bala, ég var allur eldrauður. Honum hafi svo verið hent inn í myrkrakompuna. „Mig minnir að það hafi líka verið af því að ég hafði pissað undir því ég var svo myrkfælinn og ég var pissublautur í tvö sólarhringa í kompunni í þetta skiptið,“ segir Ragnar. Ragnar fékk ekki að fara á salerni meðan hann var í kompunni. „Mér skilst að einhverjir hafi fengið fötu en ég man aldrei eftir því að hafa fengið neitt, annað hvort hélt maður í sér eða gerði þarfir sínar á gólfið,“ segir hann. Ragnar segir að höggin frá Einari hafi ekki verið eins sár og frá Beverly. „Ég þoldi nú ágætlega höggin hans þó þau væru föst og hörð. Ég fékk oft að kynnast höndunum hans og reglustikunni. En refsingarnar hennar Beverly voru alveg skelfilegar,“ segir Einar. „Við játuðum allt, jafnvel að djöfullinn væri í okkur“ Þau Ragnar og stúlkan sættu fleiri pyntingum. Í eitt skipti vegna appelsínu sem hafði horfið. Ragnar segir að þó höggin hans Einars hafi verið þung hafi refsingar Beverlyar verið skelfilegar og andlega ofbeldið yfirgengilegt.Hér eru þau Einar og Beverly við Richardshús á Hjalteyri. Mynd úr Íslendingi. „Þá kom Beverly með volgt vatn og við vorum látin setja hendurnar ofan í það. Síðan var hún með hraðsuðuketil með sjóðandi vatni. Svo hellti hún vatninu alveg þar til við brunnum á höndunum og við vorum farin að öskra. Við þurftum alltaf að horfa á hana meða á þessu stóð. Við játuðum bæði að hafa tekið appelsínuna þó að við hefðum ekki gert það. Þannig að við játuðum allt, jafnvel að djöfullinn væri í okkur,“ segir Ragnar. Það var eins og hún nyti að pína okkur Ragnar segir að hann og stúlkan hafi jafnvel átt erfiðarar með andlega ofbeldið sem Beverly beitti en það líkamlega. „Það var þessi grimmd í augunum á henni og svipur. Svona vandlæting eins og við værum einskis virði. Þegar hún lamdi okkur t.d. með skójárni áttum við að horfa í augun á henni á meðan og það var eins og hún nyti þess að pína okkur. Svo talaði hún svo niður til manns. Við vorum ógeðslegu börnin, við vorum vondir krakkar. Satan var í okkur. Við vorum einskis virði foreldrar okkar vildu okkur ekki, engin vildi okkur. Þess vegna værum við hjá þeim. Þessi orð bara fylgdu mér alla ævi,“ segir Ragnar. Aðspurður hvort að hann hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi svarar Ragnar „Stúlkan varð örugglega fyrir einhverju svoleiðis. Það komu kvöld þar sem að okkur var gefið svefnmeðal og þá var ég alltaf látin sofa uppi. Þá svaf ég mjög vel en var svo hent beint niður í herbergið mitt daginn eftir .Ég veit ekkert hvort eitthvað gerðist þær nætur sem ég fékk meðalið. Hjónin neyddu okkur stúlkuna líka til að fara í sturtu saman og þá sat Einar hjá okkur á meðan og horfði á okkur. Mér fannst svo niðurlægjandi að vera með stúlkunni í sturtu,“ segir Ragnar. Skólastjórinn, kennarinn og presturinn hafi svikið þau Ragnar og stúlkan voru í grunnskóla Arnarneshrepps. Á þeim tíma var Þórhallur Höskuldsson prestur, kennari og skólastjóri þar um tíma. Þau Ragnar og Agnes reyndu að láta Þórhall vita af ofbeldinu sem þau sættu. Á þessum tíma hafði félagsmálastjóri Akureyrar þegar látið barnaverndarnefnd Arnarneshrepps og Barnaverndarráð Íslands vita af áhyggjum sínum af barnaheimilinu. Þórhallur sem var einnig í barnaverndarnefnd Arnarneshrepps hafði ásamt þeirri nefnd vísað þeim áhyggjum á bug. „Við segjum honum frá öllu því sem við vorum að lenda í. Stúlkan sagði honum miklu meira en ég því hún hafði verið lengur,“ segir Ragnar. Þórhallur hafi látið þau bíða og sagt þeim að setjast inn á skrifstofuna hans. „ Við stúlkan vorum orðin kappsfull nú væri pabbi að koma að sækja mig og okkur og við undirbjuggum okkur undir það,“ segir Ragnar. Þau hafi hins vegar verið svikin um það. „Við heyrðum í bíl og þá var það Einar á jeppanum sínum. Ég byrjaði að gráta og henti mér í gólfið, stúlkan gerði það líka og við neituðum að fara með honum en hann tók okkur bæði og keyrði okkur aftur niður eftir,“ segir Ragnar. Ragnari og stúlkunni var refsað fyrir þetta. „Þetta kostaði mikið ofbeldi og dvölin versnaði mikið og við vorum pyntuð daglega,“ segir hann. Ég heyri ennþá örvæntingarópin Ragnar segir að yfirleitt hafi verið léttara yfir þá sjaldan það komu gestir á barnaheimilið. Hann og stúlkan hafi sætt lagi í eitt skipti sem svo var og fengið leyfi til að fara á jólaleikrit í skólanum. Á leið heim hittu þau konu úr þorpinu. „ Við vorum þá búin að taka ákvörðun um að við yrðum að treysta einhverjum í þorpinu fyrir hryllingnum. Við vorum svo heppin þennan dag að þegar við gengum heim frá jólaleikritinu þetta kvöld rákumst við á konu sem var nýflutt í þorpið. Stúlkan byrjar bara að hágráta fyrir framan hana og byrjar að segja henni allt saman og þar að leiðandi opna ég mig líka,“ segir Ragnar. Eva Hauksdóttir lýsir sambærilegu í grein á netinu og því líklegt að umrædd kona hafi verið móðir hennar. Ragnar segir að fósturfaðir sinn hafi svo komið og sótt sig um leið og hann hafi frétt af málinu. Því miður hafi ekki náðst í aðstandendur stúlkan í það skiptið. „Hún byrjar að öskra ekki skilja mig eftir og rígheldur utan um mig þegar ég pabbi sótti mig en því miður hafði hann ekki leyfi til að taka hana með sér. Ég heyri ennþá örvæntingarópin í stúlkunni,“ segir Ragnar og strýkur burt tár. Ragnar segir að er heim var komið hafi hann verið lengi að ná áttum. „Ég svaf undir rúmi í marga marga mánuði eftir Hjalteyrardvölina. Ég var svo hræddur um að hjónin kæmu og leið best í myrkrinu enda orðinn vanur því að dúsa í myrkrakompunni á Hjalteyri,“ segir Ragnar. Engin hafi viljað vita af þessu Síðan þetta var segist Ragnar margítrekað hafa reynt að láta yfirvöld og eða sveitastjórnir vita af ofbeldinu. Fyrst eftir að hann kom heim til Grindavíkur frá Hjalteyri snemma árið 1979 en þá trúði hann kennara fyrir allri reynslunni. „Ég fer að segja honum frá Hjalteyrarmálinu þessi kennari talar svo við móður mína. Við kölluðum hann alltaf Ragnar kenn. Hann kærði þetta mál og það upphófust mikil læti í Grindavík út af þessu máli, það mál var í fjölmiðlum á sínum tíma og var m.a. kallað Skólastjóramálið,“ segir Ragnar. Ragnar segir hins vegar að engin hafi skipt sér af Hjalteyrarhjónunum þrátt fyrir kæru sem kennarinn sendi. Ragnar telur að kæran gæti hafa dagað uppi á lögreglustöðinni í Grindavík. „Ætli kæran hafi nokkuð farið lengra en á lögreglustöðina í Grindavík. Ragnar kenn fór í þetta mál en hann missti vinnuna og þurfti að fara að vinna annars staðar, hann sagði mér það seinna meir,“ segir Ragnar. Hér að neðan má sjá frásagnir fleira fólks af dvöl sinni á Hjalteyri. Hafi látið Garðabæ vita 2005 Ragnar segist hafa reynt að láta næst vita eftir heimsókn til hjónanna í Garðabæ þar sem hann var í þeim erindagjörðum að reyna að fyrirgefa þeim. Hann segir að sér hafi brugðið verulega þegar hann komst að því að hjónin voru dagforeldrar á þeim tíma en eins fram hefur komið önnuðust Beverly og Einar börn sem dagforeldrar og leikskólastjórar í Garðabæ frá 1998 -2015. Ragnar segir að hjónin hafi í þetta skipti látið eins og Hjalteyrarárin hafi verið dásamleg. „Þau tala eins og þetta hafi verið alveg æðislegt og yndislegt,“ segir Ragnar. Hann segist hins vegar hafa verið áhyggjufullur yfir að hjónin voru enn með börn og sendi í september 2005 bréf til að láta vita af ofbeldinu sem þau beittu til Garðabæjar og Reykjavíkurborgar. „Það truflaði mig að þau væru með barnaheimili og ég sendi bréf á Garðabæ og Reykjavíkurborg. Mig minnir að ég hafi sent á einhvern ráðherrann líka í bréfformi. Mér þætti svolítið skrítið að fólk sem hefði orðið uppvíst að svona miklu ofbeldi gegn börnum væri með dagvistun. Svo þegar Breiðavíkurmálið kom upp sendi ég aftur bréf um Hjalteyrarheimilið það þyrfti að skoða það því hjónin væru með barnaheimili. Ég reyndi líka að hringja í einhvern en fékk engin svör með það,“ segir Ragnar. Þegar grein birtist í DV 2012 þar sem menn sögðu frá ofbeldi sem þeir hefðu verið beittir af hjónunum segir Ragnar að hann hafi aftur reynt að láta vita af hjónunum. „Þá sendi ég tölvupósta á ráðuneytin, það yrði að skoða þetta Hjalteyrarmál. Það væru ekki bara drengirnir í DV það væri líka ég og Agnes og svo væru hjónin ennþá með barnaheimili. En ég fékk aldrei nein svör neins staðar frá,“ segir Ragnar. Ragnar segir að þó þessi hræðilega reynsla hafi markað líf sitt hafi hann reynt að ná sátt. „Ég ákvað að jarða þennan dreng, þennan reiða dreng og margbrotna og ég jarðaði hann með móður minni þegar hún dó fyrir nokkrum árum,“ segir Ragnar. Hefur sent þingmönnum og ráðherra lýsingarnar Eftir að Hjalteyrarmálið kom upp rifjaðist hin hræðilega reynsla sem Ragnar varð fyrir aftur upp fyrir honum. Hann skrifaði bréf um dvöl sína sem hann byggði á dagbókum sem hann hélt sem drengur. Ragnar segist hafa sent þingmönnum og ráðherrum tölvupóst með bréfinu í þessari viku og vonar að Hjalteyrarárin verði gerð upp á sannfærandi máta hjá hinu opinbera. Barnaheimilið á Hjalteyri Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Hörgársveit Garðabær Reykjavík Réttindi barna Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skipar starfshóp til að rannsaka Hjalteyrarmálið Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp til að fara yfir málefni barnaheimilisins á Hjalteyri strax eftir helgi. 4. desember 2021 14:56 Tíu haft samband vegna Hjalteyrarhjónanna: Gættu að minnsta kosti 170 barna í Garðabæ Hjónin sem sökuð hafa verið um alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri á síðustu öld að minnsta kosti á annað hundrað barna í Garðabæ á sautján ára tímabili á þessari öld. Tíu einstaklingar hafa þegar óskað eftir upplýsingum eða samtölum vegna starfa hjónanna í bænum. 3. desember 2021 19:00 Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 22. nóvember 2021 18:40 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ragnar Gunnarsson var sendur ellefu ára gamall á barnaheimilið á Hjalteyri árið 1977 og var þar í um og yfir ár. Hann segist hafa þurft að þola hræðilegar pyntingar af hálfu Einars og Beverlyar, sem ráku heimilið. Þá hafi stúlka sem hét Agnes og var einu ári yngri en hann mátt þola það sama. Þau voru síðustu börnin sem hjónin önnuðust á Hjalteyri. Lýsingar mannsins eru svipaðar þeim sem þegar hafa komið fram hjá fólki sem dvaldi sem börn hjá hjónunum. Á þeim tíma sem Ragnar var hjá hjónunum voru þegar komnar fram áhyggjur af barnaheimilinu hjá félagsmálastjóra Akureyrar. Barnaverndarnefnd Arnarneshrepps og Barnaverndarráð Íslands vottuðu hins vegar starfsemina. Skólastjórinn mælti með hjónunum „Ég var ungur krakki í Grindavík og var í skóla þar. Stundum gleymdi maður hlutum heima. Þar var kennari sem átti það til að ráðast að fólki og átti til að berja nemendur. Hann barði mig einu sinni mjög illa og henti mér í veggina á leið til skólastjóra. Ég hafði nokkrum sinnum áður lent í honum en þetta var alvarlegasta árásin ,“ segir Ragnar. Skólastjórinn ráðlagði Ragnari þá að fara á barnaheimilið á Hjalteyri en þá var hann 11 ára og árið 1977. „Hann segir að hann viti af góðu sveitaheimili og þar væru yndisleg hjón. Hann vissi að ég myndi verða mjög sáttur þar. Ég samþykkti bara að fara. Það varð ofan á og móðir mín var vön því að ég vildi vera í sveit,“ segir hann. Allt leit vel út í fyrstu svo hófst vítisvistin Ragnar var hann feginn að hitta stúlku sem var einu ári yngri en hann þegar hann kom til Hjalteyrar. Stúlkan hafði líka verið send frá Grindavík á heimilið. Þá leist honum vel á Einar og Beverly til að byrja með. Barnaheimilið þar sem börn sættu pyntingum og ofbeldi árum saman.Vísir/Minjasafnið á Akureyri „Beverly heilsaði mér mjög hlý og bauð mig velkominn,“ segir Ragnar. Þetta hlýja viðmót breyttist strax fyrstu nóttina þegar Ragnar vegna myrkfælni var með kveikt ljós og opna hurð. „Hún kom um nóttina og öskraði á mig að á þessu heimili væru ljósin slökkt á nóttunni og hurðir lokaðar. Ég sagði henni að ég væri myrkfælinn, hún svaraði að það væri frá djöflinum, ég væri barn djöfulsins. Það væri ekki nema von djöfullinn væri faðir minn. Eins og gefur að skilja svaf ég lítið þessa nótt,“ segir Ragnar. Hann segir að fyrsti dagurinn hafi líka verið skelfilegur „Í morgunmatnum daginn eftir urðu einhver orðaskipti milli okkar Beverlyar, hvort að ég hafi sagt eitthvað sem varð til þess að hún reif í eyrað á mér og fór með mig niður. Fyrst var mér hent inn í herbergi en svo kom hún og fór með mig inn í vaskahúsið. Þar var bali með köldu vatni , ég var látinn hátta og krjúpa ofan í hann. Þar skrúbbaði hún mig allan. Þennan djöful úr mér eins og hún sagði. Ég öskraði eins og brjálæðingur. Síðan var ég tannburstaður með sápu. Ég hef örugglega sagt eitthvað ljótt. Svo var ég settur í myrkrakompuna sem átti eftir að vera mitt annað heimili, balinn líka. Þetta var martröð alveg frá upphafi. Líka fyrir Agnesi, stúlkuna sem kom þarna á undan mér en maður heyrði oft þegar hún var að pína hana,“ segir hann. Ragnari var harðbannað að leika sér við krakka í skólanum eða í þorpinu á Hjalteyri. Hjónin komust eitt sinn að því og honum var refsað á hræðilegan hátt. „Þá tók hún mig og barði mig mjög illa með belti. En þegar við áttum að finna sem mest fyrir barsmíðunum þá braut hún beltið alltaf saman svo það yrði þykkara. Þetta var eins og lítil leðurkylfa þegar þetta lenti á manni. Þá skrúbbaði hún mig líka í þessum bala, ég var allur eldrauður. Honum hafi svo verið hent inn í myrkrakompuna. „Mig minnir að það hafi líka verið af því að ég hafði pissað undir því ég var svo myrkfælinn og ég var pissublautur í tvö sólarhringa í kompunni í þetta skiptið,“ segir Ragnar. Ragnar fékk ekki að fara á salerni meðan hann var í kompunni. „Mér skilst að einhverjir hafi fengið fötu en ég man aldrei eftir því að hafa fengið neitt, annað hvort hélt maður í sér eða gerði þarfir sínar á gólfið,“ segir hann. Ragnar segir að höggin frá Einari hafi ekki verið eins sár og frá Beverly. „Ég þoldi nú ágætlega höggin hans þó þau væru föst og hörð. Ég fékk oft að kynnast höndunum hans og reglustikunni. En refsingarnar hennar Beverly voru alveg skelfilegar,“ segir Einar. „Við játuðum allt, jafnvel að djöfullinn væri í okkur“ Þau Ragnar og stúlkan sættu fleiri pyntingum. Í eitt skipti vegna appelsínu sem hafði horfið. Ragnar segir að þó höggin hans Einars hafi verið þung hafi refsingar Beverlyar verið skelfilegar og andlega ofbeldið yfirgengilegt.Hér eru þau Einar og Beverly við Richardshús á Hjalteyri. Mynd úr Íslendingi. „Þá kom Beverly með volgt vatn og við vorum látin setja hendurnar ofan í það. Síðan var hún með hraðsuðuketil með sjóðandi vatni. Svo hellti hún vatninu alveg þar til við brunnum á höndunum og við vorum farin að öskra. Við þurftum alltaf að horfa á hana meða á þessu stóð. Við játuðum bæði að hafa tekið appelsínuna þó að við hefðum ekki gert það. Þannig að við játuðum allt, jafnvel að djöfullinn væri í okkur,“ segir Ragnar. Það var eins og hún nyti að pína okkur Ragnar segir að hann og stúlkan hafi jafnvel átt erfiðarar með andlega ofbeldið sem Beverly beitti en það líkamlega. „Það var þessi grimmd í augunum á henni og svipur. Svona vandlæting eins og við værum einskis virði. Þegar hún lamdi okkur t.d. með skójárni áttum við að horfa í augun á henni á meðan og það var eins og hún nyti þess að pína okkur. Svo talaði hún svo niður til manns. Við vorum ógeðslegu börnin, við vorum vondir krakkar. Satan var í okkur. Við vorum einskis virði foreldrar okkar vildu okkur ekki, engin vildi okkur. Þess vegna værum við hjá þeim. Þessi orð bara fylgdu mér alla ævi,“ segir Ragnar. Aðspurður hvort að hann hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi svarar Ragnar „Stúlkan varð örugglega fyrir einhverju svoleiðis. Það komu kvöld þar sem að okkur var gefið svefnmeðal og þá var ég alltaf látin sofa uppi. Þá svaf ég mjög vel en var svo hent beint niður í herbergið mitt daginn eftir .Ég veit ekkert hvort eitthvað gerðist þær nætur sem ég fékk meðalið. Hjónin neyddu okkur stúlkuna líka til að fara í sturtu saman og þá sat Einar hjá okkur á meðan og horfði á okkur. Mér fannst svo niðurlægjandi að vera með stúlkunni í sturtu,“ segir Ragnar. Skólastjórinn, kennarinn og presturinn hafi svikið þau Ragnar og stúlkan voru í grunnskóla Arnarneshrepps. Á þeim tíma var Þórhallur Höskuldsson prestur, kennari og skólastjóri þar um tíma. Þau Ragnar og Agnes reyndu að láta Þórhall vita af ofbeldinu sem þau sættu. Á þessum tíma hafði félagsmálastjóri Akureyrar þegar látið barnaverndarnefnd Arnarneshrepps og Barnaverndarráð Íslands vita af áhyggjum sínum af barnaheimilinu. Þórhallur sem var einnig í barnaverndarnefnd Arnarneshrepps hafði ásamt þeirri nefnd vísað þeim áhyggjum á bug. „Við segjum honum frá öllu því sem við vorum að lenda í. Stúlkan sagði honum miklu meira en ég því hún hafði verið lengur,“ segir Ragnar. Þórhallur hafi látið þau bíða og sagt þeim að setjast inn á skrifstofuna hans. „ Við stúlkan vorum orðin kappsfull nú væri pabbi að koma að sækja mig og okkur og við undirbjuggum okkur undir það,“ segir Ragnar. Þau hafi hins vegar verið svikin um það. „Við heyrðum í bíl og þá var það Einar á jeppanum sínum. Ég byrjaði að gráta og henti mér í gólfið, stúlkan gerði það líka og við neituðum að fara með honum en hann tók okkur bæði og keyrði okkur aftur niður eftir,“ segir Ragnar. Ragnari og stúlkunni var refsað fyrir þetta. „Þetta kostaði mikið ofbeldi og dvölin versnaði mikið og við vorum pyntuð daglega,“ segir hann. Ég heyri ennþá örvæntingarópin Ragnar segir að yfirleitt hafi verið léttara yfir þá sjaldan það komu gestir á barnaheimilið. Hann og stúlkan hafi sætt lagi í eitt skipti sem svo var og fengið leyfi til að fara á jólaleikrit í skólanum. Á leið heim hittu þau konu úr þorpinu. „ Við vorum þá búin að taka ákvörðun um að við yrðum að treysta einhverjum í þorpinu fyrir hryllingnum. Við vorum svo heppin þennan dag að þegar við gengum heim frá jólaleikritinu þetta kvöld rákumst við á konu sem var nýflutt í þorpið. Stúlkan byrjar bara að hágráta fyrir framan hana og byrjar að segja henni allt saman og þar að leiðandi opna ég mig líka,“ segir Ragnar. Eva Hauksdóttir lýsir sambærilegu í grein á netinu og því líklegt að umrædd kona hafi verið móðir hennar. Ragnar segir að fósturfaðir sinn hafi svo komið og sótt sig um leið og hann hafi frétt af málinu. Því miður hafi ekki náðst í aðstandendur stúlkan í það skiptið. „Hún byrjar að öskra ekki skilja mig eftir og rígheldur utan um mig þegar ég pabbi sótti mig en því miður hafði hann ekki leyfi til að taka hana með sér. Ég heyri ennþá örvæntingarópin í stúlkunni,“ segir Ragnar og strýkur burt tár. Ragnar segir að er heim var komið hafi hann verið lengi að ná áttum. „Ég svaf undir rúmi í marga marga mánuði eftir Hjalteyrardvölina. Ég var svo hræddur um að hjónin kæmu og leið best í myrkrinu enda orðinn vanur því að dúsa í myrkrakompunni á Hjalteyri,“ segir Ragnar. Engin hafi viljað vita af þessu Síðan þetta var segist Ragnar margítrekað hafa reynt að láta yfirvöld og eða sveitastjórnir vita af ofbeldinu. Fyrst eftir að hann kom heim til Grindavíkur frá Hjalteyri snemma árið 1979 en þá trúði hann kennara fyrir allri reynslunni. „Ég fer að segja honum frá Hjalteyrarmálinu þessi kennari talar svo við móður mína. Við kölluðum hann alltaf Ragnar kenn. Hann kærði þetta mál og það upphófust mikil læti í Grindavík út af þessu máli, það mál var í fjölmiðlum á sínum tíma og var m.a. kallað Skólastjóramálið,“ segir Ragnar. Ragnar segir hins vegar að engin hafi skipt sér af Hjalteyrarhjónunum þrátt fyrir kæru sem kennarinn sendi. Ragnar telur að kæran gæti hafa dagað uppi á lögreglustöðinni í Grindavík. „Ætli kæran hafi nokkuð farið lengra en á lögreglustöðina í Grindavík. Ragnar kenn fór í þetta mál en hann missti vinnuna og þurfti að fara að vinna annars staðar, hann sagði mér það seinna meir,“ segir Ragnar. Hér að neðan má sjá frásagnir fleira fólks af dvöl sinni á Hjalteyri. Hafi látið Garðabæ vita 2005 Ragnar segist hafa reynt að láta næst vita eftir heimsókn til hjónanna í Garðabæ þar sem hann var í þeim erindagjörðum að reyna að fyrirgefa þeim. Hann segir að sér hafi brugðið verulega þegar hann komst að því að hjónin voru dagforeldrar á þeim tíma en eins fram hefur komið önnuðust Beverly og Einar börn sem dagforeldrar og leikskólastjórar í Garðabæ frá 1998 -2015. Ragnar segir að hjónin hafi í þetta skipti látið eins og Hjalteyrarárin hafi verið dásamleg. „Þau tala eins og þetta hafi verið alveg æðislegt og yndislegt,“ segir Ragnar. Hann segist hins vegar hafa verið áhyggjufullur yfir að hjónin voru enn með börn og sendi í september 2005 bréf til að láta vita af ofbeldinu sem þau beittu til Garðabæjar og Reykjavíkurborgar. „Það truflaði mig að þau væru með barnaheimili og ég sendi bréf á Garðabæ og Reykjavíkurborg. Mig minnir að ég hafi sent á einhvern ráðherrann líka í bréfformi. Mér þætti svolítið skrítið að fólk sem hefði orðið uppvíst að svona miklu ofbeldi gegn börnum væri með dagvistun. Svo þegar Breiðavíkurmálið kom upp sendi ég aftur bréf um Hjalteyrarheimilið það þyrfti að skoða það því hjónin væru með barnaheimili. Ég reyndi líka að hringja í einhvern en fékk engin svör með það,“ segir Ragnar. Þegar grein birtist í DV 2012 þar sem menn sögðu frá ofbeldi sem þeir hefðu verið beittir af hjónunum segir Ragnar að hann hafi aftur reynt að láta vita af hjónunum. „Þá sendi ég tölvupósta á ráðuneytin, það yrði að skoða þetta Hjalteyrarmál. Það væru ekki bara drengirnir í DV það væri líka ég og Agnes og svo væru hjónin ennþá með barnaheimili. En ég fékk aldrei nein svör neins staðar frá,“ segir Ragnar. Ragnar segir að þó þessi hræðilega reynsla hafi markað líf sitt hafi hann reynt að ná sátt. „Ég ákvað að jarða þennan dreng, þennan reiða dreng og margbrotna og ég jarðaði hann með móður minni þegar hún dó fyrir nokkrum árum,“ segir Ragnar. Hefur sent þingmönnum og ráðherra lýsingarnar Eftir að Hjalteyrarmálið kom upp rifjaðist hin hræðilega reynsla sem Ragnar varð fyrir aftur upp fyrir honum. Hann skrifaði bréf um dvöl sína sem hann byggði á dagbókum sem hann hélt sem drengur. Ragnar segist hafa sent þingmönnum og ráðherrum tölvupóst með bréfinu í þessari viku og vonar að Hjalteyrarárin verði gerð upp á sannfærandi máta hjá hinu opinbera.
Barnaheimilið á Hjalteyri Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Hörgársveit Garðabær Reykjavík Réttindi barna Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skipar starfshóp til að rannsaka Hjalteyrarmálið Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp til að fara yfir málefni barnaheimilisins á Hjalteyri strax eftir helgi. 4. desember 2021 14:56 Tíu haft samband vegna Hjalteyrarhjónanna: Gættu að minnsta kosti 170 barna í Garðabæ Hjónin sem sökuð hafa verið um alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri á síðustu öld að minnsta kosti á annað hundrað barna í Garðabæ á sautján ára tímabili á þessari öld. Tíu einstaklingar hafa þegar óskað eftir upplýsingum eða samtölum vegna starfa hjónanna í bænum. 3. desember 2021 19:00 Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 22. nóvember 2021 18:40 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Skipar starfshóp til að rannsaka Hjalteyrarmálið Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp til að fara yfir málefni barnaheimilisins á Hjalteyri strax eftir helgi. 4. desember 2021 14:56
Tíu haft samband vegna Hjalteyrarhjónanna: Gættu að minnsta kosti 170 barna í Garðabæ Hjónin sem sökuð hafa verið um alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri á síðustu öld að minnsta kosti á annað hundrað barna í Garðabæ á sautján ára tímabili á þessari öld. Tíu einstaklingar hafa þegar óskað eftir upplýsingum eða samtölum vegna starfa hjónanna í bænum. 3. desember 2021 19:00
Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 22. nóvember 2021 18:40
„Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01
Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56