„Við skulum bara láta verkin tala“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2021 18:15 Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra þegar ný ríkisstjórn tók við keflinu á dögunum. Vísir/Vilhelm Jóni Gunnarssyni innanríkisráðherra þykir umræða í tengslum við undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forsætisráðherra að víkja Jóni úr embætti vera ómálaefnanleg og ekki svaraverð. Hann segist ætla að láta verkin tala. Greint var frá því dag að hópur sem berst gegn ofbeldismenningu hafi hafið undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra víki Jóni Gunnarssyni úr starfi sem ráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telur ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með Jón í brúnni. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 1.700 manns skrifað undir listann. Jón var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við undirskriftarsöfnunni. „Ég segi bara eitt um þessi mál almennt. Það er gríðarlega mikilvægt að við öll tökumst á við þennan vágest í íslensku samfélagi, sem kynferðisafbrotamál eru. Ég mun ekki draga af mér á þeim vettvangi,“ sagði Jón. Segist hann ætla að láta verkin tala og þolendur ofbeldis þurfi ekki að hafa áhyggjur að því að málefnum þeirra verði sópað undir teppið. „Mér finnst þessi umræða hafa verið ómálefnanlegt og mér finnst hún ekki svaraverð. Ég ætla ekki að elta ólar við hana. Við skulum bara láta verkin tala, það er það sem við ætlum að gera hér. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að við séum að fara að sópa einhverjum slíkum málaflokkum undir teppið. Það er ekki í kortunum,“ sagði Jón. Fyrr í þættinum greindi hann frá því að hann hafi í morgun átt fund með ríkislögreglustjóra og starfsmönnum þar sem þessi mál voru rædd. Benti Jón á að aðeins væri talið að um tuttugu prósent af kynferðisbrotum væru tilkynnt til lögreglunnar. „Það þarf auðvitað að auka traust þeirra sem standa frammi fyrir slíkum málum, brotaþolum og annarra, einfalda kannski leiðir þeirra til að tilkynna þetta inn,“ sagði Jón sem reiknar með að tilkynningum um brot muni fara fjölgandi. „Með auknu viðbragði og auknu trausti á því kerfi sem tekur við þessum málum gerum við ráð fyrir að það muni fjölga mjög brotum sem verða tilkynnt inn til lögreglunnar. Þá þarf auðvitað að fylgja því eftir með fjármagni svo hún geti brugðist og málsmeðferðartíminn verði ekki alltof langur. Það hefur verið gagnrýnt og það er réttmæt gagnrýni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi MeToo Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Greint var frá því dag að hópur sem berst gegn ofbeldismenningu hafi hafið undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra víki Jóni Gunnarssyni úr starfi sem ráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telur ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með Jón í brúnni. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 1.700 manns skrifað undir listann. Jón var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við undirskriftarsöfnunni. „Ég segi bara eitt um þessi mál almennt. Það er gríðarlega mikilvægt að við öll tökumst á við þennan vágest í íslensku samfélagi, sem kynferðisafbrotamál eru. Ég mun ekki draga af mér á þeim vettvangi,“ sagði Jón. Segist hann ætla að láta verkin tala og þolendur ofbeldis þurfi ekki að hafa áhyggjur að því að málefnum þeirra verði sópað undir teppið. „Mér finnst þessi umræða hafa verið ómálefnanlegt og mér finnst hún ekki svaraverð. Ég ætla ekki að elta ólar við hana. Við skulum bara láta verkin tala, það er það sem við ætlum að gera hér. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að við séum að fara að sópa einhverjum slíkum málaflokkum undir teppið. Það er ekki í kortunum,“ sagði Jón. Fyrr í þættinum greindi hann frá því að hann hafi í morgun átt fund með ríkislögreglustjóra og starfsmönnum þar sem þessi mál voru rædd. Benti Jón á að aðeins væri talið að um tuttugu prósent af kynferðisbrotum væru tilkynnt til lögreglunnar. „Það þarf auðvitað að auka traust þeirra sem standa frammi fyrir slíkum málum, brotaþolum og annarra, einfalda kannski leiðir þeirra til að tilkynna þetta inn,“ sagði Jón sem reiknar með að tilkynningum um brot muni fara fjölgandi. „Með auknu viðbragði og auknu trausti á því kerfi sem tekur við þessum málum gerum við ráð fyrir að það muni fjölga mjög brotum sem verða tilkynnt inn til lögreglunnar. Þá þarf auðvitað að fylgja því eftir með fjármagni svo hún geti brugðist og málsmeðferðartíminn verði ekki alltof langur. Það hefur verið gagnrýnt og það er réttmæt gagnrýni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi MeToo Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53