Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Snorri Másson skrifar 7. desember 2021 19:46 Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir segir alvarleg veikindi ekki tíð á meðal barna með Covid-19. Aðeins fimm hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Valtýr telur að rökin með því að ráðast í bólusetningu 5-11 ára séu meiri en á móti því. Vísir/Arnar Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. Allt er óbreytt í tvær vikur: 50 mega koma saman, 500 með hraðprófum og veitingastaðir og öldurhús loka klukkan ellefu á kvöldin. Fylgst er náið með öllum nýjustu upplýsingum um omíkron-afbrigðið og verið er að undirbúa hágæslurými. Fréttastofa fjallaði um faraldurinn á meðal barna í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Um leið og við höfum fast land undir fótum með vísindum og gögnum til að slaka á þá gerum við það,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Hlutverk barna er breytt Á þessari stundu er það þannig að óbólusett börn bera í miklum mæli smit sín á milli inni í skólunum og fara svo inn á heimili sín. „Nú þegar stór hluti samfélagsins hefur ýmist verið bólusettur eða fengið smit er stærsti hópurinn sem er móttækilegur fyrir smitinu óbólusett börn. Þannig að hlutverk þeirra hefur mögulega breyst örlítið í faraldrinum,“ segir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir í samtali við fréttastofu. Börn 12-17 ára hafa þegar fjölmörg fengið bóluefni við Covid-19, en ekki 5-11. Lyfjastofnun Evrópu hefur samþykkt Pfizer fyrir þennan yngsta aldurshóp en Íslendingar eru enn ekki farnir að sprauta. Danmörk og Austurríki eru þó byrjaðir.Vísir/Vilhelm Um þessar mundir eru óbólusett börn að bera smit sín á milli inni í skólunum og fara svo inn á heimili sín. Í ljósi þessa væri bólusetningarherferð á meðal barna ekki aðeins til að vernda þeirra heilsu, heldur einnig raunar lýðheilsuaðgerð. Talið er að það myndi slá verulega á útbreiðslu faraldursins hjá öllum að draga úr tilfellum hjá börnum. Tölfræðin er sláandi og ef litið er á þetta graf má sjá að óbólusett börn hífa meðaltalið í nýgengni verulega upp. Á vissum tímapunktum í nóvember voru börn með hátt í 28-falt nýgengi á við fullorðna með örvunarskammt.Stöð 2 „Ef sú ákvörðun yrði tekin af sóttvarnaryfirvöldum að bólusetja þennan aldurshóp, og það eru mörg rök sem mæla með því, myndi það hafa talsverð áhrif á nýgengi í þessum aldurshópi. Það myndi forða stórum hópi barna frá því að lenda í sóttkví, einangrun og lokun skóla og frístundastarfs,“ segir Valtýr. Sóttvarnalæknir er enn að meta hvort ráðist verði í bólusetningu hjá þessum hópi, en Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós. Heilsugæslan hefur þá þegar hafið undirbúning. Málin ættu að skýrast í þessum mánuði. Sérréttindi fyrir bólusetta Sóttvarnalæknir segir í minnisblaði sínu að ef omíkron-afbrigðið reynist ekki valda skæðum sjúkdómi og bóluefnin halda áfram að virka, séu komnar faglegar forsendur til að ræða sérréttindi til handa þeim sem fengið hafa örvunarskammt. Þórólfur nefnir dæmi: Fullörvaðir einstaklingar gætu losnað við sýnatöku fyrir viðburði, þeir gætu fengið undanþágu frá fjöldatakmörkunum, þeir gætu fengið þægilegri sóttkvíarreglur. Aðrar undanþágur koma þá einnig til greina eins og að veita tvíbólusettum börnum yngri en 16 sérréttindi og fullbólusettum börnum ákveðnar undanþágur frá sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur kominn með örvunarskammt: „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit“ Þriðja vika örvunarbólusetningarátaks yfirvalda hófst í dag í Laugardalshöll. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir bólusetningarnar ganga vel en sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem fengu sinn þriðja skammt í dag. 29. nóvember 2021 12:31 Aldrei fleiri börn með Covid-19: „Ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand“ Aldrei hafa fleiri börn verið í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans en nú og enn annað met var slegið í gær þegar 178 greindust með veiruna innanlands. Sóttvarnalæknir segir að herða þurfi sóttvarnaaðgerðir til að fækka þeim sem greinast með kórónuveiruna. 10. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira
Allt er óbreytt í tvær vikur: 50 mega koma saman, 500 með hraðprófum og veitingastaðir og öldurhús loka klukkan ellefu á kvöldin. Fylgst er náið með öllum nýjustu upplýsingum um omíkron-afbrigðið og verið er að undirbúa hágæslurými. Fréttastofa fjallaði um faraldurinn á meðal barna í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Um leið og við höfum fast land undir fótum með vísindum og gögnum til að slaka á þá gerum við það,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Hlutverk barna er breytt Á þessari stundu er það þannig að óbólusett börn bera í miklum mæli smit sín á milli inni í skólunum og fara svo inn á heimili sín. „Nú þegar stór hluti samfélagsins hefur ýmist verið bólusettur eða fengið smit er stærsti hópurinn sem er móttækilegur fyrir smitinu óbólusett börn. Þannig að hlutverk þeirra hefur mögulega breyst örlítið í faraldrinum,“ segir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir í samtali við fréttastofu. Börn 12-17 ára hafa þegar fjölmörg fengið bóluefni við Covid-19, en ekki 5-11. Lyfjastofnun Evrópu hefur samþykkt Pfizer fyrir þennan yngsta aldurshóp en Íslendingar eru enn ekki farnir að sprauta. Danmörk og Austurríki eru þó byrjaðir.Vísir/Vilhelm Um þessar mundir eru óbólusett börn að bera smit sín á milli inni í skólunum og fara svo inn á heimili sín. Í ljósi þessa væri bólusetningarherferð á meðal barna ekki aðeins til að vernda þeirra heilsu, heldur einnig raunar lýðheilsuaðgerð. Talið er að það myndi slá verulega á útbreiðslu faraldursins hjá öllum að draga úr tilfellum hjá börnum. Tölfræðin er sláandi og ef litið er á þetta graf má sjá að óbólusett börn hífa meðaltalið í nýgengni verulega upp. Á vissum tímapunktum í nóvember voru börn með hátt í 28-falt nýgengi á við fullorðna með örvunarskammt.Stöð 2 „Ef sú ákvörðun yrði tekin af sóttvarnaryfirvöldum að bólusetja þennan aldurshóp, og það eru mörg rök sem mæla með því, myndi það hafa talsverð áhrif á nýgengi í þessum aldurshópi. Það myndi forða stórum hópi barna frá því að lenda í sóttkví, einangrun og lokun skóla og frístundastarfs,“ segir Valtýr. Sóttvarnalæknir er enn að meta hvort ráðist verði í bólusetningu hjá þessum hópi, en Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós. Heilsugæslan hefur þá þegar hafið undirbúning. Málin ættu að skýrast í þessum mánuði. Sérréttindi fyrir bólusetta Sóttvarnalæknir segir í minnisblaði sínu að ef omíkron-afbrigðið reynist ekki valda skæðum sjúkdómi og bóluefnin halda áfram að virka, séu komnar faglegar forsendur til að ræða sérréttindi til handa þeim sem fengið hafa örvunarskammt. Þórólfur nefnir dæmi: Fullörvaðir einstaklingar gætu losnað við sýnatöku fyrir viðburði, þeir gætu fengið undanþágu frá fjöldatakmörkunum, þeir gætu fengið þægilegri sóttkvíarreglur. Aðrar undanþágur koma þá einnig til greina eins og að veita tvíbólusettum börnum yngri en 16 sérréttindi og fullbólusettum börnum ákveðnar undanþágur frá sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur kominn með örvunarskammt: „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit“ Þriðja vika örvunarbólusetningarátaks yfirvalda hófst í dag í Laugardalshöll. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir bólusetningarnar ganga vel en sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem fengu sinn þriðja skammt í dag. 29. nóvember 2021 12:31 Aldrei fleiri börn með Covid-19: „Ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand“ Aldrei hafa fleiri börn verið í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans en nú og enn annað met var slegið í gær þegar 178 greindust með veiruna innanlands. Sóttvarnalæknir segir að herða þurfi sóttvarnaaðgerðir til að fækka þeim sem greinast með kórónuveiruna. 10. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira
Þórólfur kominn með örvunarskammt: „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit“ Þriðja vika örvunarbólusetningarátaks yfirvalda hófst í dag í Laugardalshöll. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir bólusetningarnar ganga vel en sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem fengu sinn þriðja skammt í dag. 29. nóvember 2021 12:31
Aldrei fleiri börn með Covid-19: „Ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand“ Aldrei hafa fleiri börn verið í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans en nú og enn annað met var slegið í gær þegar 178 greindust með veiruna innanlands. Sóttvarnalæknir segir að herða þurfi sóttvarnaaðgerðir til að fækka þeim sem greinast með kórónuveiruna. 10. nóvember 2021 19:00