Þetta er er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar fyrirtækisins á upprunalegu bóluefni Pfizer og sagt er frá í tilkynningu á vef Pfizer.
Pfizer vill meina að örvunarskammturinn virki álíka vel gegn ómíkronafbrigðinu og tveir skammtar gerðu gegn upprunalegu kórónuveirunni sem olli COVID-19.
Haft er eftir Albert Bourla, forstjóra Pfizer, að tvær sprautur geti áfram verndað ágætlega gegn alvarlegum veikindum, en að ljóst sé á þessum nýju rannsóknum að verndin aukist enn frekar með örvunarskammti, það er þriðju sprautunni.
„Að tryggja að eins margir og hægt er fái tvo skammta og svo örvunarskammt, er besta leiðin til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19,“ segir Bourla.
Í tilkynningu Pfizer kemur jafnframt fram að fyrirtækið vinni áfram að þróun bóluefnis gegn ómíkronafbrigðinu og er reiknað með að það verði tilbúið í mars næstkomandi.