Bentu lögreglu á mögulegt vitni í Kaupmannahafnarmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2021 07:01 Leikmenn ganga inn á Parken í Kaupmannahöfn í september 2010. Það var í kringum þennan landsleik sem meint kynferðisbrot átti sér stað. Getty/Lars Ronbog Nefndin sem skoðaði viðbrögð KSÍ við ábendingum um kynferðislegt ofbeldi tilkynnti lögreglu um mögulegt vitni í umtöluðu hópnauðgunarmáli frá árinu 2010. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í fyrradag. Nefndin segist hafa rætt við einstaklinga sem tengdust A-landsliði karla á þeim tíma sem meint brot átti sér stað. Var það í kringum landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður FH, eru sakaðir um að hafa brotið á ungri konu umrætt kvöld. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að það var kært í sumar. Báðir hafa gefið skýrslu hjá lögreglu og neita sök. Samkvæmt þeim upplýsingum sem úttektarnefndin fékk í viðtölum munu einstaklingar sem tengdust A-landsliði karla á þessum tíma í kjölfarið hafa fengið vitneskju um „að eitthvað hefði gerst í ferðinni sem átti ekki að gerast“, eins og einn viðmælandinn orðaði það, og að það hefði lotið að því að tveir landsliðsmenn hefðu verið með stelpu uppi á herbergi hjá sér. Nefndin segir alla einstaklingana hafa lagt áherslu á að þeir hefðu ekki verið í aðstöðu til að fullyrða neitt um hvað hefði gerst í raun. Að því er varði þá einstaklinga sem úttektarnefndin ræddi við um málið og töldu sig geta tjáð sig um atvik málsins af eigin raun hafi nefndin aftur á móti litið til þeirra upplýsinga sem fram hafa komið opinberlega í fjölmiðlum um að hafin sé sakamálarannsókn á málinu. „Til þess að raska ekki þeirri rannsókn hefur nefndin komið þeirri ábendingu á framfæri við umrædda einstaklinga og lögreglu að þeir kunni að hafa stöðu vitnis í málinu. Með því er þó ekki tekin nein afstaða til atvika málsins árið 2010 af hálfu nefndarinnar,“ segir í skýrslunni. Samkvæmt þessu þá hefur nefndin tilkynnt að minnsta kosti einn einstakling til lögreglu vegna málsins og má reikna með að viðkomandi verði kallaður í skýrslutöku. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Segir líðan sína ekki hafa verið þannig að hún myndi hitta neinn á kaffihúsi Fyrrverandi eiginkona Ragnars Sigurðssonar segir fullyrðingu Magnúsar Gylfasonar ranga um að hann hafi hitt þau Ragnar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra sumarið 2016, vegna gruns um heimilisofbeldi. 8. desember 2021 16:09 Vanda treysti sér ekki til að ræða brotthvarf Eiðs: „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu“ „Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um ástæður þess að hún svaraði ekki spurningum fjölmiðla um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen. 8. desember 2021 13:27 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira
Nefndin segist hafa rætt við einstaklinga sem tengdust A-landsliði karla á þeim tíma sem meint brot átti sér stað. Var það í kringum landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður FH, eru sakaðir um að hafa brotið á ungri konu umrætt kvöld. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að það var kært í sumar. Báðir hafa gefið skýrslu hjá lögreglu og neita sök. Samkvæmt þeim upplýsingum sem úttektarnefndin fékk í viðtölum munu einstaklingar sem tengdust A-landsliði karla á þessum tíma í kjölfarið hafa fengið vitneskju um „að eitthvað hefði gerst í ferðinni sem átti ekki að gerast“, eins og einn viðmælandinn orðaði það, og að það hefði lotið að því að tveir landsliðsmenn hefðu verið með stelpu uppi á herbergi hjá sér. Nefndin segir alla einstaklingana hafa lagt áherslu á að þeir hefðu ekki verið í aðstöðu til að fullyrða neitt um hvað hefði gerst í raun. Að því er varði þá einstaklinga sem úttektarnefndin ræddi við um málið og töldu sig geta tjáð sig um atvik málsins af eigin raun hafi nefndin aftur á móti litið til þeirra upplýsinga sem fram hafa komið opinberlega í fjölmiðlum um að hafin sé sakamálarannsókn á málinu. „Til þess að raska ekki þeirri rannsókn hefur nefndin komið þeirri ábendingu á framfæri við umrædda einstaklinga og lögreglu að þeir kunni að hafa stöðu vitnis í málinu. Með því er þó ekki tekin nein afstaða til atvika málsins árið 2010 af hálfu nefndarinnar,“ segir í skýrslunni. Samkvæmt þessu þá hefur nefndin tilkynnt að minnsta kosti einn einstakling til lögreglu vegna málsins og má reikna með að viðkomandi verði kallaður í skýrslutöku. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Segir líðan sína ekki hafa verið þannig að hún myndi hitta neinn á kaffihúsi Fyrrverandi eiginkona Ragnars Sigurðssonar segir fullyrðingu Magnúsar Gylfasonar ranga um að hann hafi hitt þau Ragnar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra sumarið 2016, vegna gruns um heimilisofbeldi. 8. desember 2021 16:09 Vanda treysti sér ekki til að ræða brotthvarf Eiðs: „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu“ „Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um ástæður þess að hún svaraði ekki spurningum fjölmiðla um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen. 8. desember 2021 13:27 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira
Segir líðan sína ekki hafa verið þannig að hún myndi hitta neinn á kaffihúsi Fyrrverandi eiginkona Ragnars Sigurðssonar segir fullyrðingu Magnúsar Gylfasonar ranga um að hann hafi hitt þau Ragnar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra sumarið 2016, vegna gruns um heimilisofbeldi. 8. desember 2021 16:09
Vanda treysti sér ekki til að ræða brotthvarf Eiðs: „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu“ „Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um ástæður þess að hún svaraði ekki spurningum fjölmiðla um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen. 8. desember 2021 13:27
Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36