Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2021 10:39 Minnst eitt evrópskt fyrirtæki er sagt hafa slitið tengsl sín við Litháen. Þessi mynd var tekin í Vilnius í gær. AP/Mindaugas Kulbis Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. Eyríkið, sem Kína gerir tilkall til og hefur heitið að sameina meginlandinu, rekur sambærilegar skrifstofur víða um Evrópu í Bandaríkjunum en þær bera nafn Taipei, höfuðborgar landsins. Stjórnarflokkar Litháens samþykktu fyrir rúmu ári síðan að styðja „þá sem berjast fyrir frelsi í Taívan,“ eins og það var orðað. Í kjölfar opnunar skrifstofunnar kvörtuðu Kínverjar yfir því að Litháar hefðu hunsað viðvaranir þeirra og takmörkuðu samskipti ríkjanna. Háttsettur embættismaður frá Litháen sagði Reuters fréttaveitunni nýverið frá kröfum Kínverja og að alþjóðleg fyrirtæki hafi þegar slitið samningum við fyrirtæki í Litháen. „Þeir [Kínverjar] hafa sent þau skilaboð til alþjóðlegra fyrirtækja að ef þau noti vörur eða birgðir frá Litháen, muni þau ekki geta selt vörur sínar á kínverskum mörkuðum eða keypt vörur þar,“ sagði Mantas Adomenas, aðstoðarutanríkisráðherra Litháens. Hann vildi hvorki nefna þau fyrirtæki sem eiga að hafa slitið tengsl við fyrirtæki í Litháen, né þau fyrirtæki sem hafi misst samninga. Né vildi hann segja hve mörg þau væru. Fréttaveitan segir bein viðskipti Litháens og Kína tiltölulega lítil. Mikill fjöldi litháenskra fyrirtækja framleiði hins vegar vörur og annað fyrir alþjóðleg fyrirtæki sem selji þær svo í Kína. Fyrr í haust ráðlögðu stjórnvöld í Litháen íbúum að farga kínverskum símum og kaupa ekki nýja síma frá kínverskum framleiðendum. Það væri meðal annars vegna öryggisgalla og sjálfvirks ritskoðunarbúnaðar. Samkvæmt skýrslu öryggismálastofnunar Litháen fannst ritskoðunarbúnaður á vinsælasta síma fyrirtækisins Xiaomi, sem nam meðal annars og eyddi texta á borð við „Frelsið Tíbet“, „Lengi lifi sjálfstætt Taívan“ og „lýðræðishreyfing“. Sjá einnig: Stjórnvöld í Litháen hvetja landsmenn til að farga kínverskum símum Minnst eitt fyrirtæki slitið tengsl Samtök atvinnulífsins í Lithaáen staðfestu frásögn Adomenas við Reuters. Vidmantas Janulevicius, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði að fyrsta alþjóðlega fyrirtækið hefði slitið tengsl við Litháen í þessari viku. Hótanir um að slíkt gæti gerst höfðu borist áður en nú hafi það raungerst. „Fyrir okkur er það versta að þetta er evrópskt fyrirtæki,“ sagði Janulevicius. Hann sagði mörg litháísk fyrirtæki framleiða fyrir fyrirtæki eins og það sem um ræðir. Ríkisstjórn landsins á í viðræðum við fyrirtæki sem eiga á hættu að tapa viðskiptum og hefur meðal annars verið rætt um mögulega fjárhagslegan stuðning. Þá hefur ríkisstjórnin leitað stuðnings frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og í bréfi til stjórnarinnar stóð að Evrópa þyrfti að gera Kínverjum ljóst að þrýstingur sem þessi væri óásættanlegur. Adomenas sagði að Litháar myndu ekki gefa eftir og láta undan þrýstingi Kínverja. „Við ákveðum hvað við gerum, að kalla Taívan Taívan. Ekki Peking.“ Litháen Kína Evrópusambandið Taívan Tengdar fréttir Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans. 15. nóvember 2021 09:04 Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Eyríkið, sem Kína gerir tilkall til og hefur heitið að sameina meginlandinu, rekur sambærilegar skrifstofur víða um Evrópu í Bandaríkjunum en þær bera nafn Taipei, höfuðborgar landsins. Stjórnarflokkar Litháens samþykktu fyrir rúmu ári síðan að styðja „þá sem berjast fyrir frelsi í Taívan,“ eins og það var orðað. Í kjölfar opnunar skrifstofunnar kvörtuðu Kínverjar yfir því að Litháar hefðu hunsað viðvaranir þeirra og takmörkuðu samskipti ríkjanna. Háttsettur embættismaður frá Litháen sagði Reuters fréttaveitunni nýverið frá kröfum Kínverja og að alþjóðleg fyrirtæki hafi þegar slitið samningum við fyrirtæki í Litháen. „Þeir [Kínverjar] hafa sent þau skilaboð til alþjóðlegra fyrirtækja að ef þau noti vörur eða birgðir frá Litháen, muni þau ekki geta selt vörur sínar á kínverskum mörkuðum eða keypt vörur þar,“ sagði Mantas Adomenas, aðstoðarutanríkisráðherra Litháens. Hann vildi hvorki nefna þau fyrirtæki sem eiga að hafa slitið tengsl við fyrirtæki í Litháen, né þau fyrirtæki sem hafi misst samninga. Né vildi hann segja hve mörg þau væru. Fréttaveitan segir bein viðskipti Litháens og Kína tiltölulega lítil. Mikill fjöldi litháenskra fyrirtækja framleiði hins vegar vörur og annað fyrir alþjóðleg fyrirtæki sem selji þær svo í Kína. Fyrr í haust ráðlögðu stjórnvöld í Litháen íbúum að farga kínverskum símum og kaupa ekki nýja síma frá kínverskum framleiðendum. Það væri meðal annars vegna öryggisgalla og sjálfvirks ritskoðunarbúnaðar. Samkvæmt skýrslu öryggismálastofnunar Litháen fannst ritskoðunarbúnaður á vinsælasta síma fyrirtækisins Xiaomi, sem nam meðal annars og eyddi texta á borð við „Frelsið Tíbet“, „Lengi lifi sjálfstætt Taívan“ og „lýðræðishreyfing“. Sjá einnig: Stjórnvöld í Litháen hvetja landsmenn til að farga kínverskum símum Minnst eitt fyrirtæki slitið tengsl Samtök atvinnulífsins í Lithaáen staðfestu frásögn Adomenas við Reuters. Vidmantas Janulevicius, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði að fyrsta alþjóðlega fyrirtækið hefði slitið tengsl við Litháen í þessari viku. Hótanir um að slíkt gæti gerst höfðu borist áður en nú hafi það raungerst. „Fyrir okkur er það versta að þetta er evrópskt fyrirtæki,“ sagði Janulevicius. Hann sagði mörg litháísk fyrirtæki framleiða fyrir fyrirtæki eins og það sem um ræðir. Ríkisstjórn landsins á í viðræðum við fyrirtæki sem eiga á hættu að tapa viðskiptum og hefur meðal annars verið rætt um mögulega fjárhagslegan stuðning. Þá hefur ríkisstjórnin leitað stuðnings frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og í bréfi til stjórnarinnar stóð að Evrópa þyrfti að gera Kínverjum ljóst að þrýstingur sem þessi væri óásættanlegur. Adomenas sagði að Litháar myndu ekki gefa eftir og láta undan þrýstingi Kínverja. „Við ákveðum hvað við gerum, að kalla Taívan Taívan. Ekki Peking.“
Litháen Kína Evrópusambandið Taívan Tengdar fréttir Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans. 15. nóvember 2021 09:04 Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40
Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48
Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans. 15. nóvember 2021 09:04
Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30