Samningar á lokametrum um kaup ríkisins á hótel Sögu Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2021 19:20 Tæplega sextíu ára hótelrekstri er lokið á hótel Sögu sem hóf starfsemi árið 1962. Nú lítur út fyrir að byggingin verði að hluta nýtt sem stúdentagarður fyrir Háskóla Íslands en að mestum hluta til kennslu. Vísir/Vilhelm Samningar eru á lokametrunum milli Bændasamtaka Íslands og Háskóla Íslands um kaup þeirra síðarnefndu á hótel Sögu. Formaður Bændasamtakanna segir söluna þó ekki í höfn fyrr en skrifað verði undir samninga. Eftir miklar fjárfestingar á undanförnum árum lifði rekstur hótels Sögu ekki kórónukreppuna af og var rekstrarfélag þess úrskurðað gjaldþrota í lok september. Bændasamtökin eiga hins vegar húseignina þar sem eitt helsta hótel borgarinnar var starfrækt allt frá árinu 1962. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir nokkra aðila hafa sýnt byggingunni áhuga undanfarið ár. Nú virðist vera að ganga saman með Bændasamtökunum og Háskóla Íslands. „Við höfum verið í viðræðum við Háskóla Íslands eins og kemur fram í fjárlagafrumvarpi sem birtist í síðustu viku. Á þeim grunni erum við að reyna að ná þessu heim og saman á grundvelli tilboðs sem ríkið hefur gert í húsið,“ segir formaður Bændasamtakanna. Þarna vísar Gunnar í heimild sem óskað er eftir í fjárlagafrumvarpinu um kaup fasteigna upp á allt að fimm milljörðum króna og tekið fram að þar muni mest um möguleg kaup á Sögu. Nú væri unnið að útfærslu á skiptingu lausamuna í hótelinu í samstarfi við þrotabú rekstrarfélagsins sem ætti hluta búnaðarins. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna er vongóður um að samningar séu loks að takast um sölu á byggingu hótels Sögu.Stöð 2/Egill Þá þurfi að skoða hvort dæmið gangi upp varðandi þær kröfur sem lægju fyrir í fasteignina. „Auðvitað er bankinn hluti af þessu samkomulagi því hann á langstærstu kröfuna í eignina. Þannig að það skiptir dálitlu máli hvernig niðurstaðan verði á því uppgjöri,“ segir Gunnar. Samningar með fyrirvara um samþykki Alþingis gæti legið fyrir á næstu dögum. „Eins og þetta lítur út í dag er verið að tala um að þrjátíu prósent af húsinu fari til Félagsstofnunar stúdenta. Restin fari til háskólans,“ segir Gunnar Þorgeirsson. Það væri hins vegar háskólans að útfæra það þegar þar að kæmi. Fjárlagafrumvarp 2022 Ferðamennska á Íslandi Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 11:00 Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. 1. október 2021 19:58 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Eftir miklar fjárfestingar á undanförnum árum lifði rekstur hótels Sögu ekki kórónukreppuna af og var rekstrarfélag þess úrskurðað gjaldþrota í lok september. Bændasamtökin eiga hins vegar húseignina þar sem eitt helsta hótel borgarinnar var starfrækt allt frá árinu 1962. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir nokkra aðila hafa sýnt byggingunni áhuga undanfarið ár. Nú virðist vera að ganga saman með Bændasamtökunum og Háskóla Íslands. „Við höfum verið í viðræðum við Háskóla Íslands eins og kemur fram í fjárlagafrumvarpi sem birtist í síðustu viku. Á þeim grunni erum við að reyna að ná þessu heim og saman á grundvelli tilboðs sem ríkið hefur gert í húsið,“ segir formaður Bændasamtakanna. Þarna vísar Gunnar í heimild sem óskað er eftir í fjárlagafrumvarpinu um kaup fasteigna upp á allt að fimm milljörðum króna og tekið fram að þar muni mest um möguleg kaup á Sögu. Nú væri unnið að útfærslu á skiptingu lausamuna í hótelinu í samstarfi við þrotabú rekstrarfélagsins sem ætti hluta búnaðarins. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna er vongóður um að samningar séu loks að takast um sölu á byggingu hótels Sögu.Stöð 2/Egill Þá þurfi að skoða hvort dæmið gangi upp varðandi þær kröfur sem lægju fyrir í fasteignina. „Auðvitað er bankinn hluti af þessu samkomulagi því hann á langstærstu kröfuna í eignina. Þannig að það skiptir dálitlu máli hvernig niðurstaðan verði á því uppgjöri,“ segir Gunnar. Samningar með fyrirvara um samþykki Alþingis gæti legið fyrir á næstu dögum. „Eins og þetta lítur út í dag er verið að tala um að þrjátíu prósent af húsinu fari til Félagsstofnunar stúdenta. Restin fari til háskólans,“ segir Gunnar Þorgeirsson. Það væri hins vegar háskólans að útfæra það þegar þar að kæmi.
Fjárlagafrumvarp 2022 Ferðamennska á Íslandi Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 11:00 Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. 1. október 2021 19:58 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 11:00
Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. 1. október 2021 19:58