Ætla að stórefla Konukot: Heimilislausar konur fá glæný smáhýsi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2021 19:01 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots segja að stórefla eigi starfsemi Konukots. Vísir/Egill Stórefla á starfsemi Konukots og tvær heimilislausar konur flytja brátt í glæný smáhýsi á vegum borgarinnar. Reykjavíkurborg áætlar að kostnaður vegna heimilislausra í borginni verði einn komma fjórir milljarða króna sem er tvöfalt meira en árið 2019. Á sama tíma hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa í borginni tvöfaldast og eru nú tæplega hundrað. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að aðstæður heimilislausra hafi stórbatnað á síðustu árum. „Fólk veit af neyðarskýlunum og er að nýta þau og nú er aldrei neinum vísað frá,“ segir Heiða. Velferðarráð ákvað að auki við styrki til Rótarinnar sem rekur Konukot um tæplega 30 milljónir á næsta ári. Framlag borgarinnar til verkefnisins verður því alls um 122 milljónir króna. „Við erum að stórefla þjónustuna í Konukoti. Við erum að endurhanna húsnæðið og endurhugsa þjónustuna. Hér eru konur á öllum aldri og við viljum reyna að mæta þörfum þeirra betur,“ segir Heiða. Endurhanna á Konukot en um 40-50 konur leita þangað daglega.Vísir/Egill Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots segir þetta aukaframlag hafa gríðarlega jákvæð áhrif á starfsemina. Í hverjum mánuði leita um 40-50 konur í Konukot og um tólf sofa þar að jafnaði á hverjum degi. „Þetta er mikill fengur. Með þessu getum við ráðið inn fleiri starfsmenn og hætt að reiða okkur á sjálfboðaliða sem skiptir miklu máli. Þá verður hægt að lagfæra húsnæðið. Það mun hafa afar jákvæð áhrif og konurnar verða ekki alveg ofan í hvor annarri eins og nú er,“ segir Halldóra. Tvær heimilislausar konur flytja brátt inn í tvö glæný smáhýsi.Vísir/Egill Konukot mun einnig sinna þjónustu við konur sem flytja brátt í tvö glæný smáhýsi á sömu lóð. Fjöldi heimilislausra kvenna sótti um að fá að búa sér heimili í smáhýsunum og er verið að ákveða hverjar hreppa þau þessa dagana að sögn Halldóru. Smáhýsin við KonukotVísir/Egill Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. 9. desember 2021 13:33 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Reykjavíkurborg áætlar að kostnaður vegna heimilislausra í borginni verði einn komma fjórir milljarða króna sem er tvöfalt meira en árið 2019. Á sama tíma hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa í borginni tvöfaldast og eru nú tæplega hundrað. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að aðstæður heimilislausra hafi stórbatnað á síðustu árum. „Fólk veit af neyðarskýlunum og er að nýta þau og nú er aldrei neinum vísað frá,“ segir Heiða. Velferðarráð ákvað að auki við styrki til Rótarinnar sem rekur Konukot um tæplega 30 milljónir á næsta ári. Framlag borgarinnar til verkefnisins verður því alls um 122 milljónir króna. „Við erum að stórefla þjónustuna í Konukoti. Við erum að endurhanna húsnæðið og endurhugsa þjónustuna. Hér eru konur á öllum aldri og við viljum reyna að mæta þörfum þeirra betur,“ segir Heiða. Endurhanna á Konukot en um 40-50 konur leita þangað daglega.Vísir/Egill Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots segir þetta aukaframlag hafa gríðarlega jákvæð áhrif á starfsemina. Í hverjum mánuði leita um 40-50 konur í Konukot og um tólf sofa þar að jafnaði á hverjum degi. „Þetta er mikill fengur. Með þessu getum við ráðið inn fleiri starfsmenn og hætt að reiða okkur á sjálfboðaliða sem skiptir miklu máli. Þá verður hægt að lagfæra húsnæðið. Það mun hafa afar jákvæð áhrif og konurnar verða ekki alveg ofan í hvor annarri eins og nú er,“ segir Halldóra. Tvær heimilislausar konur flytja brátt inn í tvö glæný smáhýsi.Vísir/Egill Konukot mun einnig sinna þjónustu við konur sem flytja brátt í tvö glæný smáhýsi á sömu lóð. Fjöldi heimilislausra kvenna sótti um að fá að búa sér heimili í smáhýsunum og er verið að ákveða hverjar hreppa þau þessa dagana að sögn Halldóru. Smáhýsin við KonukotVísir/Egill
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. 9. desember 2021 13:33 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. 9. desember 2021 13:33