Jafnréttismál eru mannréttindamál – útrýmum ofbeldi í íþróttum og samfélaginu Ellen Calmon skrifar 10. desember 2021 14:31 Í dag, 10. desember er Alþjóðlegi mannréttindadagurinn en 73 ár eru liðin frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á þessum degi árið 1948. Íþróttir – leikvangur karlmennskunnar? Í tilefni dagsins hélt mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkur opna málstofu í Ráðhúsi Reykjavíkur um jafnrétti í íþróttum sem bar yfirskriftina: Íþróttir leikvangur karlmennskunnar? Í erindunum sem þar voru flutt mátti heyra að almennt virðist almenningur og íþróttahreyfingin vera að vakna til lífsins er varðar að jafna þurfi stöðu allra kynja þegar kemur að aðgengi og þátttöku í íþróttum. Þátttaka barna með annað móðurmál en íslensku Talað var um mikilvægi þess að virkja börn og fullorðna með annað móðurmál en íslensku til þátttöku í hvers kyns hefðbundnu eða óhefðbundnu íþróttastarfi þar sem þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi er mikilvægur liður í samfélagsþátttöku og félagatengslamyndun. Jasmina Vajzovic Crnac, verkefnastjóri hverfisverkefna í Breiðholti fór yfir átak sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir í Breiðholti þar sem börnum og foreldrum með annað móðurmál en íslensku er boðið upp á einstaklingsþjónustu. Þar er boðið upp á viðtöl með það að markmiði að finna út úr því hvaða íþróttir börnin hafa áhuga á að stunda þar geta þau einnig fengið aðstoð við skráningu og jafnvel fylgd í fyrstu skrefunum í þátttöku í skipulögðu íþrótta- og/eða tómstundastarfi. Hefur þetta verkefni gefist mjög vel og sífellt fleiri börn með annað móðurmál en íslensku taka nú þátt. Jafnréttisúttekt er mikilvægt tól til úrbóta Samkvæmt jafnréttisúttekt á störfum hverfisíþróttafélaga sem kynnt var á fundinum í morgun mátti sjá að sum íþróttafélög virðast standa nokkuð vel hvað varðar jafnt kynjahlutfall í skipan starfsfólks og stjórna en önnur félög mega bæta sig verulega. Jafnréttisúttekt er mikilvægur liður í því að félögin fái rýni á störf sín og geti þannig bætt úr. Varðandi launakjörin þá segjast félögin að kynin fái greidd jöfn laun en fram kom í máli Sigríðar Finnborgadóttir verkefnisstjóra í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá Reykjavíkurborg að greina þarf betur hvaða forsendur og breytur liggja þar að baki. Hinsegin og kynsegin fyrirmyndir í íþróttum Einnig var farið yfir málefni hinsegin og kynsegin fólks og fræðslu í íþróttum. Enn eimir af því að gert er grín að hinsegin fólki í íþróttastarfi og notaðar eru setningar eins og „síðastur þangað er hommi“ eins og þegar um kapphlaup er að ræða. Þá er hinsegin fólk ekki mjög sýnilegt í íþróttaheiminum og þar vantar fleiri fyrirmyndir. Enn vantar upp á fræðslu og taka þarf betur á fordómum og þá er einnig töluverð vanþekking á stöðu transbarna eins og kom fram í erindi Svandísar Önnu Sigurðardóttur sérfræðings í hinsegin- og jafnréttismálum Reykjavíkurborgar. Bæta þarf menningu í íþróttahreyfingunni Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur og fulltrúi í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fór yfir skýrslu um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Í máli hennar kom fram að nú er verið að skoða viðhorf, vinnulag og menningu. Þar er meðal annars verið að skoða hvernig eiga formlegar tilkynningar að berast, hverjir eru verkferlarnir og verið er að vinna að tillögum að úrbótum varðandi viðhorf, vinnulag og menningu. Skýrt þarf að vera hver viðurlögin eru og hvenær fólk á afturkvæmt og hvort fólk á afturkvæmt ef brot hefur átt sér stað. Kolbrún skýrði frá fjórum tillögum þar sem uppfæra þarf siðareglur og í þeim á að vera skýrt kveðið á um ofbeldismál. Að skýra þurfi leiðir og viðbrögð Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) í ofbeldismálum og að forysta KSÍ taki skýra afstöðu gegn ofbeldi, einnig að KSÍ verði leiðandi á sviði jafnréttismála innan íþróttahreyfingarinnar. Kynferðisofbeldismálum gagnvart börnum fjölgað um 65% Þá kom einnig fram í pallborði í lok málstofnunnar að hvers kyns ofbeldi gegn börnum er að finna alls staðar í samfélaginu og að við þurfum öll að taka höndum saman til að berjast gegn því. Þar er umfjöllun og fræðsla okkar helsta vopn. Í máli Kolbrúnar kom einnig fram að kynferðisofbeldismálum gegn börnum hefur fjölgað um 65% á síðastliðnum tveimur árum. Í þessu ljósi finnst mér mikilvægt að árétta að það er borgaraleg skylda okkar allra að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn sé beitt ofbeldi eða vanrækslu. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að jafnréttismál eru mannréttindamál. Iðkum mannréttindi og stöndum saman gegn öllu ofbeldi! Hægt er að sjá upptöku af málstofunni hér á Facebook Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Samfylkingin Jafnréttismál Mannréttindi Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 10. desember er Alþjóðlegi mannréttindadagurinn en 73 ár eru liðin frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á þessum degi árið 1948. Íþróttir – leikvangur karlmennskunnar? Í tilefni dagsins hélt mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkur opna málstofu í Ráðhúsi Reykjavíkur um jafnrétti í íþróttum sem bar yfirskriftina: Íþróttir leikvangur karlmennskunnar? Í erindunum sem þar voru flutt mátti heyra að almennt virðist almenningur og íþróttahreyfingin vera að vakna til lífsins er varðar að jafna þurfi stöðu allra kynja þegar kemur að aðgengi og þátttöku í íþróttum. Þátttaka barna með annað móðurmál en íslensku Talað var um mikilvægi þess að virkja börn og fullorðna með annað móðurmál en íslensku til þátttöku í hvers kyns hefðbundnu eða óhefðbundnu íþróttastarfi þar sem þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi er mikilvægur liður í samfélagsþátttöku og félagatengslamyndun. Jasmina Vajzovic Crnac, verkefnastjóri hverfisverkefna í Breiðholti fór yfir átak sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir í Breiðholti þar sem börnum og foreldrum með annað móðurmál en íslensku er boðið upp á einstaklingsþjónustu. Þar er boðið upp á viðtöl með það að markmiði að finna út úr því hvaða íþróttir börnin hafa áhuga á að stunda þar geta þau einnig fengið aðstoð við skráningu og jafnvel fylgd í fyrstu skrefunum í þátttöku í skipulögðu íþrótta- og/eða tómstundastarfi. Hefur þetta verkefni gefist mjög vel og sífellt fleiri börn með annað móðurmál en íslensku taka nú þátt. Jafnréttisúttekt er mikilvægt tól til úrbóta Samkvæmt jafnréttisúttekt á störfum hverfisíþróttafélaga sem kynnt var á fundinum í morgun mátti sjá að sum íþróttafélög virðast standa nokkuð vel hvað varðar jafnt kynjahlutfall í skipan starfsfólks og stjórna en önnur félög mega bæta sig verulega. Jafnréttisúttekt er mikilvægur liður í því að félögin fái rýni á störf sín og geti þannig bætt úr. Varðandi launakjörin þá segjast félögin að kynin fái greidd jöfn laun en fram kom í máli Sigríðar Finnborgadóttir verkefnisstjóra í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá Reykjavíkurborg að greina þarf betur hvaða forsendur og breytur liggja þar að baki. Hinsegin og kynsegin fyrirmyndir í íþróttum Einnig var farið yfir málefni hinsegin og kynsegin fólks og fræðslu í íþróttum. Enn eimir af því að gert er grín að hinsegin fólki í íþróttastarfi og notaðar eru setningar eins og „síðastur þangað er hommi“ eins og þegar um kapphlaup er að ræða. Þá er hinsegin fólk ekki mjög sýnilegt í íþróttaheiminum og þar vantar fleiri fyrirmyndir. Enn vantar upp á fræðslu og taka þarf betur á fordómum og þá er einnig töluverð vanþekking á stöðu transbarna eins og kom fram í erindi Svandísar Önnu Sigurðardóttur sérfræðings í hinsegin- og jafnréttismálum Reykjavíkurborgar. Bæta þarf menningu í íþróttahreyfingunni Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur og fulltrúi í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fór yfir skýrslu um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Í máli hennar kom fram að nú er verið að skoða viðhorf, vinnulag og menningu. Þar er meðal annars verið að skoða hvernig eiga formlegar tilkynningar að berast, hverjir eru verkferlarnir og verið er að vinna að tillögum að úrbótum varðandi viðhorf, vinnulag og menningu. Skýrt þarf að vera hver viðurlögin eru og hvenær fólk á afturkvæmt og hvort fólk á afturkvæmt ef brot hefur átt sér stað. Kolbrún skýrði frá fjórum tillögum þar sem uppfæra þarf siðareglur og í þeim á að vera skýrt kveðið á um ofbeldismál. Að skýra þurfi leiðir og viðbrögð Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) í ofbeldismálum og að forysta KSÍ taki skýra afstöðu gegn ofbeldi, einnig að KSÍ verði leiðandi á sviði jafnréttismála innan íþróttahreyfingarinnar. Kynferðisofbeldismálum gagnvart börnum fjölgað um 65% Þá kom einnig fram í pallborði í lok málstofnunnar að hvers kyns ofbeldi gegn börnum er að finna alls staðar í samfélaginu og að við þurfum öll að taka höndum saman til að berjast gegn því. Þar er umfjöllun og fræðsla okkar helsta vopn. Í máli Kolbrúnar kom einnig fram að kynferðisofbeldismálum gegn börnum hefur fjölgað um 65% á síðastliðnum tveimur árum. Í þessu ljósi finnst mér mikilvægt að árétta að það er borgaraleg skylda okkar allra að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn sé beitt ofbeldi eða vanrækslu. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að jafnréttismál eru mannréttindamál. Iðkum mannréttindi og stöndum saman gegn öllu ofbeldi! Hægt er að sjá upptöku af málstofunni hér á Facebook Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun