Hressandi viðhorf Hildar Kristján Þorsteinsson skrifar 14. desember 2021 06:02 Nú kann ég að hljóma fjörgamall í eyrum sumra, en staðreyndin er sú að ég hef nú staðið í veitingarekstri í Reykjavík í rúma þrjá áratugi. Í dag rek ég einn veitingastað í miðborg Reykjavíkur, og annan í Hafnarfirði. Stóra myndin í Reykjavík er sú að ásýnd borgarinnar hefur að mörgu leyti stórbatnað. Með komu ferðamanna varð bærinn okkar að borg og ekki er hægt að líta framhjá framlagi núverandi borgarstjóra í þeim efnum. Það er einfaldlega skemmtilegra að búa í Reykjavík nú en það var fyrir nokkrum árum. Mannlífið fjölbreyttara og valkostirnir fleiri. Hitt er svo annað mál að rekstrarumhverfi í borginni hefur snarversnað. Borgarstjóri virðist gleyma því að til þess að standa undir skemmtilegheitunum þarf að vera raunhæft að reka fyrirtæki svo vel sé. Upplifunin í dag er því miður sú að svo sé ekki, borgin virðist rekin með vinstri hendinni, og treyst á að rekstraraðilar og borgarbúar stoppi í götin með fullkreistu útsvari og þöndum fasteignagjöldum. Ofan á það bætast svo kröfur frá heilbrigðis- og skipulagsyfirvöldum sem fremur virðast ætlaðar skurðstofum en veitingastöðum. Hver þarf annars níu vaska, og af hverju níu, en ekki sjö? Þrátt fyrir þessa stöðu hefur alvarlega vantað annan valkost í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið fram sundurleita sveit fólks sem ekki virðist hafa aðrar áherslur en að vera á móti öllu því sem kemur frá Degi og hans fólki. Aukaatriði fá mest vægi í umræðunni. Ekkert málefnalegt og ekkert uppbyggilegt. Síðast þegar ég vissi var engin stjórnmálastefna kennd við að vera fúll á móti. Þess vegna hefur verið frískandi að fá heyra nýja rödd í borgarmálunum. Hildur Björnsdóttir hefur komið fram með skýra sýn og ekki nema von að hún fái öflugan meðbyr meðal atvinnurekenda í borginni, nú síðast frá Svövu í 17 sem hefur meiri reynslu en flestir af því að reka fyrirtæki í borginni. Staðreyndin er nefnilega sú að það er kominn tími til að Sjálfstæðismenn taki völdin í borginni. Nú loksins með frambjóðanda sem sætt getur ólík sjónarmið, og látið af fúll á móti pólítík sem skilað hefur flokknum akkúrat engu. Áfram Hildur. Höfundur er veitingamaður í miðborginni til fjölda ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Veitingastaðir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Nú kann ég að hljóma fjörgamall í eyrum sumra, en staðreyndin er sú að ég hef nú staðið í veitingarekstri í Reykjavík í rúma þrjá áratugi. Í dag rek ég einn veitingastað í miðborg Reykjavíkur, og annan í Hafnarfirði. Stóra myndin í Reykjavík er sú að ásýnd borgarinnar hefur að mörgu leyti stórbatnað. Með komu ferðamanna varð bærinn okkar að borg og ekki er hægt að líta framhjá framlagi núverandi borgarstjóra í þeim efnum. Það er einfaldlega skemmtilegra að búa í Reykjavík nú en það var fyrir nokkrum árum. Mannlífið fjölbreyttara og valkostirnir fleiri. Hitt er svo annað mál að rekstrarumhverfi í borginni hefur snarversnað. Borgarstjóri virðist gleyma því að til þess að standa undir skemmtilegheitunum þarf að vera raunhæft að reka fyrirtæki svo vel sé. Upplifunin í dag er því miður sú að svo sé ekki, borgin virðist rekin með vinstri hendinni, og treyst á að rekstraraðilar og borgarbúar stoppi í götin með fullkreistu útsvari og þöndum fasteignagjöldum. Ofan á það bætast svo kröfur frá heilbrigðis- og skipulagsyfirvöldum sem fremur virðast ætlaðar skurðstofum en veitingastöðum. Hver þarf annars níu vaska, og af hverju níu, en ekki sjö? Þrátt fyrir þessa stöðu hefur alvarlega vantað annan valkost í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið fram sundurleita sveit fólks sem ekki virðist hafa aðrar áherslur en að vera á móti öllu því sem kemur frá Degi og hans fólki. Aukaatriði fá mest vægi í umræðunni. Ekkert málefnalegt og ekkert uppbyggilegt. Síðast þegar ég vissi var engin stjórnmálastefna kennd við að vera fúll á móti. Þess vegna hefur verið frískandi að fá heyra nýja rödd í borgarmálunum. Hildur Björnsdóttir hefur komið fram með skýra sýn og ekki nema von að hún fái öflugan meðbyr meðal atvinnurekenda í borginni, nú síðast frá Svövu í 17 sem hefur meiri reynslu en flestir af því að reka fyrirtæki í borginni. Staðreyndin er nefnilega sú að það er kominn tími til að Sjálfstæðismenn taki völdin í borginni. Nú loksins með frambjóðanda sem sætt getur ólík sjónarmið, og látið af fúll á móti pólítík sem skilað hefur flokknum akkúrat engu. Áfram Hildur. Höfundur er veitingamaður í miðborginni til fjölda ára.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun