Upplýsingar um landsmenn í hættu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. desember 2021 12:01 Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir gríðarlega mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja og stofnana séu meðvitaðir um algengan veikleika í tölvukerfum fyrirtækja en hann geti valdið miklum skaða. Vísir/Egill Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. Ríkislögreglustjóri ákvað í gær samráði við Cert-is og Fjarskiptastofu að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna svokallaðs Log4j veikleika sem getur valdið verulegum skaða í tölvu-og netkerfum fyrirtækja. Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir tölvudeildir fyrirtækja nú á fullu að reyna að finna út hvort að veikleikinn sé búinn að koma sér fyrir í þeirra kerfum. Þegar séu komnar tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi hér á landi. Vilja upplýsa landsmenn um hættuna „Þetta er grafalvarlegt og ástæðan fyrir því að farið er á óvissustig almannavarna er að upplýsingar um landsmenn eru í hættu. Mestar líkur eru á að gögn fyrirtækja séu tekin í gíslatöku og menn þurfi þá að leysa þau úr gíslingu. Eða sem er verra að persónugreinanlegum gögnum er lekið eins og t.d. sjúkraskrám. Við sjáum að það er verið að reyna að misnota þennan veikleika hjá okkar viðskiptavinum enn sem komið er hefur það hins vegar ekki heppnast en það er bara tímaspursmál,“ segir Valdimar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að verið sé að fara yfir öll kerfi ríkisins vegna vandans. Það sé kostnaðarsamt en marg borgi sig. Unnið sé að því að byggja upp varnir. Valdimar segir gríðarlega mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja séu meðvitaðir um vandann. Við erum að búa til ákveðna spurningalista fyrir stjórnendur sem þeir geta þá spurt sína tæknimenn til að ganga úr skugga um að hlutirnir séu á réttri leið,“ segir hann. Valdimar segir mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir séu alltaf á vaktinni vegna vandans. Getur leynst djúpt í kerfum „Árásirnar gerast oft þannig að þessir aðilar velja sér tíma þar sem er minnst eftirlit og sem minnst viðbragð því viðbragðið við árásinni skiptir gríðarlega miklu máli. Ég hvet fyrirtæki til að vera virkilega mikið á varðbergi næstu vikurnar alla vega. Menn þurfa að vera að vakta kerfin sín helst allan sólarhringinn alla daga vikunnar,“ segir Valdimar. Aðspurður hvort ekki sé nóg að uppfæra tölvur og tölvukerfi svarar hann. „Ef að meinfýsinn aðili er búinn að koma sínum kóða fyrir í tölvuneti fyrirtækis þá er hann þar til staðar þó að kerfið sé uppfært. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að eitthvað gerist er að fara í gegnum atvikaskrá og greina hvort að óeðlilegum hugbúnaði hafi verið komið fyrir á kerfunum. Fara þá í vinnu að fjarlægja hann. Þetta er mjög erfitt því að þessi kóðaklasi log 4j getur leynst mjög djúpt í kerfunum og því er erfitt að finna hann.“ Minecraft er vinsæll tölvuleikur sem getur borðið veikleikann í heimilistölvur. „Minecraft- spilari náði að taka yfir tölvu mótspilara og náði fullum yfirráðum á þeirri vél. Þetta segir okkur það að heimilistölvur geta verið veikar og því afar mikilvægt að uppfæra þær,“ segir Valdimar. Tölvuárásir Lögreglumál Netöryggi Fjarskipti Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ríkislögreglustjóri ákvað í gær samráði við Cert-is og Fjarskiptastofu að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna svokallaðs Log4j veikleika sem getur valdið verulegum skaða í tölvu-og netkerfum fyrirtækja. Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir tölvudeildir fyrirtækja nú á fullu að reyna að finna út hvort að veikleikinn sé búinn að koma sér fyrir í þeirra kerfum. Þegar séu komnar tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi hér á landi. Vilja upplýsa landsmenn um hættuna „Þetta er grafalvarlegt og ástæðan fyrir því að farið er á óvissustig almannavarna er að upplýsingar um landsmenn eru í hættu. Mestar líkur eru á að gögn fyrirtækja séu tekin í gíslatöku og menn þurfi þá að leysa þau úr gíslingu. Eða sem er verra að persónugreinanlegum gögnum er lekið eins og t.d. sjúkraskrám. Við sjáum að það er verið að reyna að misnota þennan veikleika hjá okkar viðskiptavinum enn sem komið er hefur það hins vegar ekki heppnast en það er bara tímaspursmál,“ segir Valdimar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að verið sé að fara yfir öll kerfi ríkisins vegna vandans. Það sé kostnaðarsamt en marg borgi sig. Unnið sé að því að byggja upp varnir. Valdimar segir gríðarlega mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja séu meðvitaðir um vandann. Við erum að búa til ákveðna spurningalista fyrir stjórnendur sem þeir geta þá spurt sína tæknimenn til að ganga úr skugga um að hlutirnir séu á réttri leið,“ segir hann. Valdimar segir mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir séu alltaf á vaktinni vegna vandans. Getur leynst djúpt í kerfum „Árásirnar gerast oft þannig að þessir aðilar velja sér tíma þar sem er minnst eftirlit og sem minnst viðbragð því viðbragðið við árásinni skiptir gríðarlega miklu máli. Ég hvet fyrirtæki til að vera virkilega mikið á varðbergi næstu vikurnar alla vega. Menn þurfa að vera að vakta kerfin sín helst allan sólarhringinn alla daga vikunnar,“ segir Valdimar. Aðspurður hvort ekki sé nóg að uppfæra tölvur og tölvukerfi svarar hann. „Ef að meinfýsinn aðili er búinn að koma sínum kóða fyrir í tölvuneti fyrirtækis þá er hann þar til staðar þó að kerfið sé uppfært. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að eitthvað gerist er að fara í gegnum atvikaskrá og greina hvort að óeðlilegum hugbúnaði hafi verið komið fyrir á kerfunum. Fara þá í vinnu að fjarlægja hann. Þetta er mjög erfitt því að þessi kóðaklasi log 4j getur leynst mjög djúpt í kerfunum og því er erfitt að finna hann.“ Minecraft er vinsæll tölvuleikur sem getur borðið veikleikann í heimilistölvur. „Minecraft- spilari náði að taka yfir tölvu mótspilara og náði fullum yfirráðum á þeirri vél. Þetta segir okkur það að heimilistölvur geta verið veikar og því afar mikilvægt að uppfæra þær,“ segir Valdimar.
Tölvuárásir Lögreglumál Netöryggi Fjarskipti Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07