Reyna að kaupa bíl en leggja milljónir inn á erlenda glæpahópa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. desember 2021 19:24 Jökull Gíslason sérhæfir sig í netglæpum hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. vísir/skjáskot/sigurjón Lögregla er með nokkur mál til rannsóknar þar sem fólk hefur millifært milljónir á erlenda glæpahópa í trú um að það sé að kaupa sér bíl. Oftast er ómögulegt að fá peninginn til baka. Æ oftar verslar fólk hluti í gegn um erlendar vefverslanir, meira að segja bíla. En í því er fólgin ákveðin áhætta. Fjársvik og svindl á netinu aukast nefnilega sífellt samhliða þessu og nú eru erlendir glæpahópar búnir að koma sér fyrir á viðurkenndum sölusíðum. „Svindlarar eru farnir að nota sömu síður, eru með lögformlegar skráningar eins og það sé alvöru fyrirtæki á bak við það. Eru jafnvel með heimasíður og alla umgjörðina rétta. En eru síðan aldrei að fara að selja þér bíl. Þeir eru einfaldlega að taka peningana og láta sig hverfa,“ segir Jökull Gíslason, rannsóknarmaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lítið hægt að gera Lögregla er nú með fjögur mál til rannsóknar þar sem Íslendingar hafa gengið í gildru erlendra glæpahópa og millifært á þá milljónir í trú um að þeir væru að kaupa bíla eða jafnvel vinnuvélar. Klippa: Lögregla rannsakar nokkur fjársvikamál „Svindlararnir eru mjög skipulagðir og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig þeir eru að selja kannski bíl sem að kostar kannski fimm til tólf milljónirog fólk telur sig vera að gera kjarakaup í þessum bílum. En síðan er ekkert á bak við það og þetta eru náttúrulega góðar tekjur fyrir skipulögð glæpasamtök að vera að fá inn svona mikla innkomu á einu og einu svindli,“ segir Jökull. Og það er afskaplega erfitt fyrir lögregluna að gera nokkuð í málinu. „Það er mjög erfitt ða ná þessum pening til baka því það er líka hluti af þessum skipulögðu glæpasamtökum að fyrsti viðtökureikningur, peningarnir staldra aldrei við þar,“ segir Jökull. Algengast er að honum sé samstundis breytt í rafmynt. Og þá er alger ógerningur að nálgast hann aftur. Hægt að gera ýmislegt til að sjá við svindli Því hefur lögregla sett mikið púður í forvarnir í þessum málum og Jökull bendir okkur á aðferð sem getur nýst fólki. Allir ættu nefnilega að kynna sér síðuna Domaintools.com því hún getur verið gagnleg þegar við erum í vafa um hvort vefsíða sé raunveruleg eða ekki. Ef að einhver ætti til dæmis í viðskiptum við síðu honum þykir vafasöm getur hann afritað lén hennar og rennt því í gegn um Domaintools.com. Hér sjáum við upplýsingar sem Domaintools gefur okkur um aðra netsíðu. Þar sem stendur Dates: 64 days old, sjáum við að síðan er ekki nema tveggja mánaða gömul.SKJÁSKOT Þá birtast þessar upplýsingar á borð við þær sem sjást á myndinni hér að ofan. Þær segja okkur meðal annars hversu gömul síðan er. Og viti menn - síðan hér að ofan er ekki nema tveggja mánaða gömul og það ætti að hringja viðvörunarbjöllum. „Fólk þarf bara að temja sér hæfilega tortryggni í svona málum. Og hæfileg tortryggni í viðskiptum á netinu er eiginlega sú að ganga út frá því að þetta sé svindl þar og þangað til að þú ert nokkuð viss um annað“ segir Jökull. Lögreglumál Netöryggi Fjártækni Netglæpir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Æ oftar verslar fólk hluti í gegn um erlendar vefverslanir, meira að segja bíla. En í því er fólgin ákveðin áhætta. Fjársvik og svindl á netinu aukast nefnilega sífellt samhliða þessu og nú eru erlendir glæpahópar búnir að koma sér fyrir á viðurkenndum sölusíðum. „Svindlarar eru farnir að nota sömu síður, eru með lögformlegar skráningar eins og það sé alvöru fyrirtæki á bak við það. Eru jafnvel með heimasíður og alla umgjörðina rétta. En eru síðan aldrei að fara að selja þér bíl. Þeir eru einfaldlega að taka peningana og láta sig hverfa,“ segir Jökull Gíslason, rannsóknarmaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lítið hægt að gera Lögregla er nú með fjögur mál til rannsóknar þar sem Íslendingar hafa gengið í gildru erlendra glæpahópa og millifært á þá milljónir í trú um að þeir væru að kaupa bíla eða jafnvel vinnuvélar. Klippa: Lögregla rannsakar nokkur fjársvikamál „Svindlararnir eru mjög skipulagðir og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig þeir eru að selja kannski bíl sem að kostar kannski fimm til tólf milljónirog fólk telur sig vera að gera kjarakaup í þessum bílum. En síðan er ekkert á bak við það og þetta eru náttúrulega góðar tekjur fyrir skipulögð glæpasamtök að vera að fá inn svona mikla innkomu á einu og einu svindli,“ segir Jökull. Og það er afskaplega erfitt fyrir lögregluna að gera nokkuð í málinu. „Það er mjög erfitt ða ná þessum pening til baka því það er líka hluti af þessum skipulögðu glæpasamtökum að fyrsti viðtökureikningur, peningarnir staldra aldrei við þar,“ segir Jökull. Algengast er að honum sé samstundis breytt í rafmynt. Og þá er alger ógerningur að nálgast hann aftur. Hægt að gera ýmislegt til að sjá við svindli Því hefur lögregla sett mikið púður í forvarnir í þessum málum og Jökull bendir okkur á aðferð sem getur nýst fólki. Allir ættu nefnilega að kynna sér síðuna Domaintools.com því hún getur verið gagnleg þegar við erum í vafa um hvort vefsíða sé raunveruleg eða ekki. Ef að einhver ætti til dæmis í viðskiptum við síðu honum þykir vafasöm getur hann afritað lén hennar og rennt því í gegn um Domaintools.com. Hér sjáum við upplýsingar sem Domaintools gefur okkur um aðra netsíðu. Þar sem stendur Dates: 64 days old, sjáum við að síðan er ekki nema tveggja mánaða gömul.SKJÁSKOT Þá birtast þessar upplýsingar á borð við þær sem sjást á myndinni hér að ofan. Þær segja okkur meðal annars hversu gömul síðan er. Og viti menn - síðan hér að ofan er ekki nema tveggja mánaða gömul og það ætti að hringja viðvörunarbjöllum. „Fólk þarf bara að temja sér hæfilega tortryggni í svona málum. Og hæfileg tortryggni í viðskiptum á netinu er eiginlega sú að ganga út frá því að þetta sé svindl þar og þangað til að þú ert nokkuð viss um annað“ segir Jökull.
Lögreglumál Netöryggi Fjártækni Netglæpir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira