Nokkur hálka var á veginum en engin slys urðu á fólki, að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
„Björgunarsveitarfólk á fór á tveimur bílum á vettvang, flutti farþegana í Staðarskála sem haldið var opnum lengur á meðan beðið var eftir bíl sem kom og sótti farþegana.
Um miðnætti fóru þeir frá Staðarskála og héldu allir för sinni áfram suður til Reykjavíkur.
Vegagerðin var kölluð til, til að hálkuverja veginn og björgunarsveitar fólk var komið til síns heima upp úr miðnætti.“