Enginn leki reyndist kominn að Masilik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 19:59 Varðskipið Freyja var í kvöld kallað út vegna grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Vísir/Vilhelm Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Áhöfnin verður samt sem áður ferjuð frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Uppfært klukkan 00:00. Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni og biðst hún velverðingar á misskilningnum. Segir í tilkynningu að stærstur hluti áhafnar verði samt sem áður fluttur frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Uppfært klukkan 23:40. Sjódælur úr Freyju hafa verið sendar um borð í Masilik og að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, hafa þær undan. Björgunarskip á vegum Landsbjargar munu sækja áhöfn Masilik úr Freyju og koma henni til hafnar í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að koma fiskiskipinu af strandstað í nótt. Enginn olíuleki er sjáanlegur. Varðskipið Freyja var í kvöld kallað út vegna grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sömuleiðis kölluð út og flaug hún yfir svæðið til að meta aðstæður. Áhöfnin á Freyju undirbýr nú að koma dráttartaug á milli varðskipsins og Masilik en það er um 500 metra frá landi. Þetta segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Aðstæður á strandstað eru sagðar ágætar, aflandsvindur og ekki mikill sjógangur, eins og má kannski sjá á myndunum sem fylgja fréttinni og voru teknar í kvöld. Vind mun þá lægja eftir því sem líður á nóttina og er gert ráð fyrir að Freyja muni taka fiskiskipið í tog seinna í nótt en flóð verður um klukkan fimm. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að áhafnarmeðlimir Freyju hafi farið um borð í Masilik til að kanna skammdir og hvort leki væri kominn í skipið. Þeir hafi gengið um skipið hátt og lágt og farið niður í vélarrúm. Engin merki hafi verið um það að leki sé kominn að skipinu, sem sé strand á grynningum. Leki er kominn upp í skipinu.Vísir/Vilhelm Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um að skipið væri strandað um klukkan sjö í kvöld og óskaði skipstjóri þá eftir dráttarbát. Við nánari eftirgrennslan Gæslunnar kom í ljós að skipið væri strandað og þá tekin ákvörðun um að senda varðskip á staðinn. Nítján eru um borð í skipinu. Umhverfisstofnun og lögreglu var þá gert viðvart en eins og áður segir flaug þyrla Gæslunnar yfir svæðið í kvöld og varð, samkvæmt tilkynningu, áhöfnin ekki vör við olíu í sjónum. Miðað við aðstæður á strandstað var ákveðið að áhöfn þyrlunnar færi aftur inn á flugvöll og væri þar í viðbragðsstöðu. Engin hætta er talin steðja að skipinu eða áhöfn þess. Björgunarsveitir Landsbjargar eru einnig til taks á svæðinu og er vettvangsstjórn í höndum skipherra varðskipsins Freyju. Hér að neðan má sjá staðsetningu skipsins. Bláu punktarnir eru björgunarbátarnir og appelsínuguli er Masilik. Landhelgisgæslan Vogar Björgunarsveitir Grænland Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Sjá meira
Uppfært klukkan 00:00. Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni og biðst hún velverðingar á misskilningnum. Segir í tilkynningu að stærstur hluti áhafnar verði samt sem áður fluttur frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Uppfært klukkan 23:40. Sjódælur úr Freyju hafa verið sendar um borð í Masilik og að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, hafa þær undan. Björgunarskip á vegum Landsbjargar munu sækja áhöfn Masilik úr Freyju og koma henni til hafnar í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að koma fiskiskipinu af strandstað í nótt. Enginn olíuleki er sjáanlegur. Varðskipið Freyja var í kvöld kallað út vegna grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sömuleiðis kölluð út og flaug hún yfir svæðið til að meta aðstæður. Áhöfnin á Freyju undirbýr nú að koma dráttartaug á milli varðskipsins og Masilik en það er um 500 metra frá landi. Þetta segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Aðstæður á strandstað eru sagðar ágætar, aflandsvindur og ekki mikill sjógangur, eins og má kannski sjá á myndunum sem fylgja fréttinni og voru teknar í kvöld. Vind mun þá lægja eftir því sem líður á nóttina og er gert ráð fyrir að Freyja muni taka fiskiskipið í tog seinna í nótt en flóð verður um klukkan fimm. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að áhafnarmeðlimir Freyju hafi farið um borð í Masilik til að kanna skammdir og hvort leki væri kominn í skipið. Þeir hafi gengið um skipið hátt og lágt og farið niður í vélarrúm. Engin merki hafi verið um það að leki sé kominn að skipinu, sem sé strand á grynningum. Leki er kominn upp í skipinu.Vísir/Vilhelm Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um að skipið væri strandað um klukkan sjö í kvöld og óskaði skipstjóri þá eftir dráttarbát. Við nánari eftirgrennslan Gæslunnar kom í ljós að skipið væri strandað og þá tekin ákvörðun um að senda varðskip á staðinn. Nítján eru um borð í skipinu. Umhverfisstofnun og lögreglu var þá gert viðvart en eins og áður segir flaug þyrla Gæslunnar yfir svæðið í kvöld og varð, samkvæmt tilkynningu, áhöfnin ekki vör við olíu í sjónum. Miðað við aðstæður á strandstað var ákveðið að áhöfn þyrlunnar færi aftur inn á flugvöll og væri þar í viðbragðsstöðu. Engin hætta er talin steðja að skipinu eða áhöfn þess. Björgunarsveitir Landsbjargar eru einnig til taks á svæðinu og er vettvangsstjórn í höndum skipherra varðskipsins Freyju. Hér að neðan má sjá staðsetningu skipsins. Bláu punktarnir eru björgunarbátarnir og appelsínuguli er Masilik.
Landhelgisgæslan Vogar Björgunarsveitir Grænland Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Sjá meira