Norsku stelpurnar spila þar við heimakonur frá Spáni í seinni undanúrslitaleik dagsins en áður mætast Danmörk og Frakkland í hinum undanúrslitaleiknum. Spænska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu til þessa en norsku stelpurnar hafa ekki tapað leik.
' #Spain2021!
— Women's Handball WCh Spain 2021 (@SheLOVsHandball) December 15, 2021
? #SheLovesHanball pic.twitter.com/B27jfTIswy
Þórir hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá árinu 2009 og getur náð tímamótum í kvöld komi hann sínum í stelpum í gegnum þetta sterka spænska lið.
Hann hefur nefnilega þegar komið norska liðinu í níu úrslitaleiki á stórmótum, fimm úrslitaleiki á EM, þrjá úrslitaleiki á HM og einn úrslitaleik á Ólympíuleikum. Vinnist leikurinn í kvöld þá verður hann einnig öruggur með sín þrettándu verðlaun sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins.
I kveld møter Håndballjentene vertsnasjon Spania til semifinale! Tar de revansj for semifinale-tapet i 2019? Kampen om finaleplassen skjer 20.30 på TV3! Følg med pic.twitter.com/hLXLBZWFeK
— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 17, 2021
Norska liðið hefur spilað þrettán undanúrslitaleiki undir hans stjórn og unnið níu þeirra.
Norska liðið er ríkjandi Evrópumeistari síðan í fyrra en tapaði einmitt á móti Spáni í undanúrslitaleiknum á síðasta HM sem fram fór í Japan í desember 2019.
Norsku stelpurnar eiga því harma að hefna frá því í þeim leik sem tapaðist með sex marka mun, 22-28, eftir að það var jafnt í hálfleik, 13-13.
Undanúrslitaleikur Noregs og Spánar hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma.
Have a look at the reactions of the players after Norway defeated the @rushandball team to make it through the semifinals!
— Women's Handball WCh Spain 2021 (@SheLOVsHandball) December 15, 2021
Camilla Herrem, player of @NORhandball: "I think it will be so much fun playing against Spain with the full arena" #SheLovesHandball pic.twitter.com/xoBUVBOQiG