Áningarstaður við Laufskálavörðu eitt af bestu verkefnum ársins að mati Archilovers Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. desember 2021 14:31 STÁSS arkitektar eiga heiðurinn að áningastaðnum. STÁSS Einstakur áningastaður við Laufskálavörðu úr smiðju Stáss arkitekta er eitt besta verkefni ársins að mati fagmiðilsins Archilovers, fyrir fagurfræði sína, sköpun og notkunarmöguleika. „Markmiðið í hönnun þjónustuhúsins við Laufskálavörðu var að færa þessa nauðsynlegu þjónustu við þjóðveginn upp á hærra plan. Gestir hafa heillast af áningastaðnum þar sem fjöldi umfjallana hafa birst í erlendum miðlum,“ segir í frétt á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. „Oft á tíðum er salernisaðstaða í umhverfi einstakra náttúruperla ábótavön og ef hún er til staðar er hún jafnvel í “plastboxum” sem eiga ekkert erindi í umhverfi sínu og draga jafnvel upplifun ferðamannsins niður. Því er okkur umhugað um að byggingar í náttúru Íslands séu hannaðar þannig að sómi sé af og þær þannig útfærðar að þær auki á náttúruupplifunina frekar en hið gagnstæða.“ Á vef Archilovers má skoða margar myndir af verkefninu en umfjallanir hafa einnig birst á miðlum eins og Divisare, Pendulum, Archisearch, Archello, Åvontuura og Home World Design. Á þakinu er útsýnispallur.STÁSS STÁSS Arkitektar var stofnaði árið 2008 af arkitektunum Árnýju Þórarinsdóttir og Helgu Guðrúnu Vilmundardóttur. Það hefur verið þeim ofarlega í huga að auka gæði mannvirkja á ferðamannastöðum. Þjónustuhúsið var tekið í notkun í byrjun árs 2020. Byggingin 30 fermetrar úr timbri og prýðir útsýnispallur þak hússins sem gerir áningarstaðinn einstakan og í sátt við umhverfið sitt. „Í byggingunni tvinnast saman ólíkir notkunarmöguleikar þ.e. salernisaðstaða, útsýnispallur, þvottaaðstaða, hvíldarbekkur og aðstaða fyrir hjólreiðafólk. Allir þessir ólíku þættir er samtvinnaðir í eina heild á einstakan hátt. Markmið hönnuða var að færa þessa nauðsynlegu þjónustu sem salerni við þjóðveginn er upp á hærra plan. Sú krafa er gerð til arkitektúrsins að vera ekki einungis rammi um aðstöðu heldur einnig órjúfanlegur hluti af umhverfi sínu og færi náttúruupplifun notandans upp á hærra plan, sem samræmist staðnum, náttúrunni og útsýninu. Byggingin stendur stakstæð á sandinum en er hvorki falin í stórbrotinni víðáttunni né að taka af landslaginu of mikla athygli,“ segir um verkefnið. Hönnun sem vakið hefur athygli um allan heim.STÁSS „Árið 2018 náði ferðamannafjöldinn á Íslandi nýjum hæðum og var skortur á salernisaðstöðu vandi sem þurfti að leysa. Því var sóknarfæri þegar við heyrðum útvarpsviðtal við forsvarsmenn Sannra Landvætta þar sem þeir lýstu viðskiptamódeli með tæknilegum lausnum á gjaldtökubúnaði á ferðamannastöðum. Við settum okkur í samband við SL og ræddum ástríðu okkar fyrir því að færa byggingar tengdar ferðaþjónustu upp á hærra plan. Meginhlutverk byggingarinnar er salerni með gjaldtökubúnaði en ásamt því er þvottavél og þurrkari til afnota fyrir ferðamenn. Utanhúss er yfirbyggður bekkur, aðstaða fyrir hjólreiðamenn og útsýnispallur á þaki. Við hönnun byggingarinnar voru nokkur meginatriði höfð til hliðsjónar. Helst ber að nefna virðing við einstakt umhverfið. Laufskálavarða er sérstakur staður þar sem manngerðar vörður skaga upp úr svörtum sandinum en áður fyrr var sá siður að hver sá sem fór í fyrsta sinn um Mýrdalssand skyldi hlaða vörðu sér til fararheilla. Útsýni er til fjalla í allar áttir og með því að gefa ferðamanninum tækifæri til að fara hærra upp í annars sléttu landslagi eykur það á upplifunina og mikilfenglega víðáttu áningastaðarins. Lagt var af stað í þessa vegferð með þá hugsjón að fleiri byggingar af svipuðum toga myndu fylgja í kjölfarið þar sem unnið væri með svipuð verkefni og markmið en ávallt tekið tillit til landslags, þarfa og þeirra aðstæðna sem byggingin ætti að rísa í.“ Tíska og hönnun Arkitektúr Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sumarhús við Þingvallavatn á meðal þeirra flottustu í heimi Sumarhús tónlistarhjónanna Tinu Dickow og Helga Hrafns Jónssonar við Þingvallavatn er á meðal tíu flottustu húsa ársins að mati arkítektúrveftímaritsins Designboom. 4. desember 2021 08:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Markmiðið í hönnun þjónustuhúsins við Laufskálavörðu var að færa þessa nauðsynlegu þjónustu við þjóðveginn upp á hærra plan. Gestir hafa heillast af áningastaðnum þar sem fjöldi umfjallana hafa birst í erlendum miðlum,“ segir í frétt á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. „Oft á tíðum er salernisaðstaða í umhverfi einstakra náttúruperla ábótavön og ef hún er til staðar er hún jafnvel í “plastboxum” sem eiga ekkert erindi í umhverfi sínu og draga jafnvel upplifun ferðamannsins niður. Því er okkur umhugað um að byggingar í náttúru Íslands séu hannaðar þannig að sómi sé af og þær þannig útfærðar að þær auki á náttúruupplifunina frekar en hið gagnstæða.“ Á vef Archilovers má skoða margar myndir af verkefninu en umfjallanir hafa einnig birst á miðlum eins og Divisare, Pendulum, Archisearch, Archello, Åvontuura og Home World Design. Á þakinu er útsýnispallur.STÁSS STÁSS Arkitektar var stofnaði árið 2008 af arkitektunum Árnýju Þórarinsdóttir og Helgu Guðrúnu Vilmundardóttur. Það hefur verið þeim ofarlega í huga að auka gæði mannvirkja á ferðamannastöðum. Þjónustuhúsið var tekið í notkun í byrjun árs 2020. Byggingin 30 fermetrar úr timbri og prýðir útsýnispallur þak hússins sem gerir áningarstaðinn einstakan og í sátt við umhverfið sitt. „Í byggingunni tvinnast saman ólíkir notkunarmöguleikar þ.e. salernisaðstaða, útsýnispallur, þvottaaðstaða, hvíldarbekkur og aðstaða fyrir hjólreiðafólk. Allir þessir ólíku þættir er samtvinnaðir í eina heild á einstakan hátt. Markmið hönnuða var að færa þessa nauðsynlegu þjónustu sem salerni við þjóðveginn er upp á hærra plan. Sú krafa er gerð til arkitektúrsins að vera ekki einungis rammi um aðstöðu heldur einnig órjúfanlegur hluti af umhverfi sínu og færi náttúruupplifun notandans upp á hærra plan, sem samræmist staðnum, náttúrunni og útsýninu. Byggingin stendur stakstæð á sandinum en er hvorki falin í stórbrotinni víðáttunni né að taka af landslaginu of mikla athygli,“ segir um verkefnið. Hönnun sem vakið hefur athygli um allan heim.STÁSS „Árið 2018 náði ferðamannafjöldinn á Íslandi nýjum hæðum og var skortur á salernisaðstöðu vandi sem þurfti að leysa. Því var sóknarfæri þegar við heyrðum útvarpsviðtal við forsvarsmenn Sannra Landvætta þar sem þeir lýstu viðskiptamódeli með tæknilegum lausnum á gjaldtökubúnaði á ferðamannastöðum. Við settum okkur í samband við SL og ræddum ástríðu okkar fyrir því að færa byggingar tengdar ferðaþjónustu upp á hærra plan. Meginhlutverk byggingarinnar er salerni með gjaldtökubúnaði en ásamt því er þvottavél og þurrkari til afnota fyrir ferðamenn. Utanhúss er yfirbyggður bekkur, aðstaða fyrir hjólreiðamenn og útsýnispallur á þaki. Við hönnun byggingarinnar voru nokkur meginatriði höfð til hliðsjónar. Helst ber að nefna virðing við einstakt umhverfið. Laufskálavarða er sérstakur staður þar sem manngerðar vörður skaga upp úr svörtum sandinum en áður fyrr var sá siður að hver sá sem fór í fyrsta sinn um Mýrdalssand skyldi hlaða vörðu sér til fararheilla. Útsýni er til fjalla í allar áttir og með því að gefa ferðamanninum tækifæri til að fara hærra upp í annars sléttu landslagi eykur það á upplifunina og mikilfenglega víðáttu áningastaðarins. Lagt var af stað í þessa vegferð með þá hugsjón að fleiri byggingar af svipuðum toga myndu fylgja í kjölfarið þar sem unnið væri með svipuð verkefni og markmið en ávallt tekið tillit til landslags, þarfa og þeirra aðstæðna sem byggingin ætti að rísa í.“
Tíska og hönnun Arkitektúr Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sumarhús við Þingvallavatn á meðal þeirra flottustu í heimi Sumarhús tónlistarhjónanna Tinu Dickow og Helga Hrafns Jónssonar við Þingvallavatn er á meðal tíu flottustu húsa ársins að mati arkítektúrveftímaritsins Designboom. 4. desember 2021 08:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Sumarhús við Þingvallavatn á meðal þeirra flottustu í heimi Sumarhús tónlistarhjónanna Tinu Dickow og Helga Hrafns Jónssonar við Þingvallavatn er á meðal tíu flottustu húsa ársins að mati arkítektúrveftímaritsins Designboom. 4. desember 2021 08:00