Norskir fjölmiðlar fjalla um meintan ritstuld seðlabankastjóra Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2021 10:39 Ásakanir Bergsveins á hendur Ásgeiri Jónssyni eru farnar að vekja athygli út fyrir landsteina. Í Noregi þykir það tíðindum sæta að íslenski seðlabankastjórinn skuli mega sæta öðru eins og því að vera sakaður um ritstuld. En bók Bergsveins, Svarti víkingurinn, kom út í Noregi 2013 og naut mikilla vinsælda þar í landi, seldist í 25 þúsund eintökum. vísir/vilhelm Ásakanir Bergsveins Birgissonar rithöfundar á hendur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra þess efnis að hann hafi farið ránshendi um bók hans Leitinni af svarta víkingnum við ritun Eyjunnar hans Ingólfs hafa vakið athygli erlendra fjölmiðla. Norska dagblaðið Klassekampen fjallar málið og þar á bæ vekur það helst athygli að Bergsveinn fari fram með ásakanir sínar um ritstuld gegn seðlabankastjóra Íslands. „Ut mot sentralbanksjef“ eða „Fer fram gegn seðlabankastjóra“. Þar segir að Bergsveinn staðhæfi að íslenski seðlabankastjórinn hafi gerst sekur um ritstuld, fengið kenningar að láni úr bókinni Svarta víkingnum sem kom út í Noregi 2013 og naut þar mikillla vinsælda. Vísað er til greinargerðar Bergsveins þess efnis sem hann birti á Vísi og hefur dregið dilk á eftir sér. Bergsveinn segir, í samtali við Vísi, að vinur hans sé nú að þýða greinargerðina yfir á norsku og þá megi þess vænta að málið muni vekja enn meiri athygli utan landsteina en þegar er orðið. Eins og fram hefur komið hefur siðanefnd Háskóla Íslands málið nú til umfjöllunar innan sinna vébanda en greinargerðar Ásgeirs um málið er vænst en hann hefur boðað að hann muni fara í og svara ásökunum Bergsveins lið fyrir lið. Ásgeir hefur alfarið hafnað ásökunum Bergsveins. Þá hefur hið norska Morgunbladed fjallað ítarlega um málið undir fyrirsögninni „Forfatter meinar han er utsett for plagiat – af Islands sentralbanksjef“ Þar er vitnað í Bergsvein í undirfyrirsögn sem segir að óheppilegt sé að viðkomandi gegni svo hárri stöðu innan íslenska ríkisins. Þar er einnig vísað til umfjöllunar Vísis en Bergsveinn segir í samtali við Helene Hovden Hardeide að sér hafi brugðið í brún þegar hann las bók Ásgeirs; slík hafi samsvörunin verið milli bókar sinnar og svo þess sem hann las í Eyjunni hans Ingólfs. Noregur Bókaútgáfa Höfundarréttur Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir „Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Norska dagblaðið Klassekampen fjallar málið og þar á bæ vekur það helst athygli að Bergsveinn fari fram með ásakanir sínar um ritstuld gegn seðlabankastjóra Íslands. „Ut mot sentralbanksjef“ eða „Fer fram gegn seðlabankastjóra“. Þar segir að Bergsveinn staðhæfi að íslenski seðlabankastjórinn hafi gerst sekur um ritstuld, fengið kenningar að láni úr bókinni Svarta víkingnum sem kom út í Noregi 2013 og naut þar mikillla vinsælda. Vísað er til greinargerðar Bergsveins þess efnis sem hann birti á Vísi og hefur dregið dilk á eftir sér. Bergsveinn segir, í samtali við Vísi, að vinur hans sé nú að þýða greinargerðina yfir á norsku og þá megi þess vænta að málið muni vekja enn meiri athygli utan landsteina en þegar er orðið. Eins og fram hefur komið hefur siðanefnd Háskóla Íslands málið nú til umfjöllunar innan sinna vébanda en greinargerðar Ásgeirs um málið er vænst en hann hefur boðað að hann muni fara í og svara ásökunum Bergsveins lið fyrir lið. Ásgeir hefur alfarið hafnað ásökunum Bergsveins. Þá hefur hið norska Morgunbladed fjallað ítarlega um málið undir fyrirsögninni „Forfatter meinar han er utsett for plagiat – af Islands sentralbanksjef“ Þar er vitnað í Bergsvein í undirfyrirsögn sem segir að óheppilegt sé að viðkomandi gegni svo hárri stöðu innan íslenska ríkisins. Þar er einnig vísað til umfjöllunar Vísis en Bergsveinn segir í samtali við Helene Hovden Hardeide að sér hafi brugðið í brún þegar hann las bók Ásgeirs; slík hafi samsvörunin verið milli bókar sinnar og svo þess sem hann las í Eyjunni hans Ingólfs.
Noregur Bókaútgáfa Höfundarréttur Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir „Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
„Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46
Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52
Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43