Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 23. desember 2021 08:32 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. „Við gerum ráð fyrir að endurbótakostnaður og ýmsar viðgerðir og þess háttar muni vera upp á þrjá milljarða. Það er það mat sem við höfum en við getum í sjálfu sér stýrt þessu svolítið miðað við hvað við setjum miklar kröfur,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu. Hann segir það mikið gleðiefni að þessi áfangi hafi loks náðst í höfn. „Það er bara alveg frábært. Við erum búin að vera að vinna með þetta í tæplega ár og þetta er flókið mál vitaskuld en það er bara einstaklega gott að klára þetta og líka finna allan þennan stuðning sem við fengum í þessu verkefni frá stjórnvöldum og líka bara almenningi. Við sjáum ekkert nema jákvæða hluti fram undan,“ segir hann. Menntavísindasvið loks á háskólasvæðinu eftir 13 ára bið Stærstur hluti nýja húsnæðisins verður nýttur fyrir Menntavísindasvið, sem nú er staðsett í Stakkahlíð en löngum hefur verið kvartað undan húsnæðinu, sem mygla hefur fundist í. „Það er stærsti hlutinn af þessu en svo erum við með ýmis konar annars konar starfsemi eins og upplýsingatæknisviðið okkar, við miðum við að það fari líka þarna inn og síðan gerum við ráð fyrir ýmiskonar þjónusta verði þarna, og svo erum við bara hreinlega að fara yfir hvernig við komum hlutum best fyrir í þessari byggingu.“ Það hefur lengi verið markmið háskólans að koma Menntavísindasviði úr Hlíðunum og á háskólasvæðið. „Já, það hefur verið markmið hjá okkur frá árinu 2008 og ég vil segja að það hafi tekið allt of langan tíma en þetta mun gera hlutina miklu betri og núna með því að fá þessa byggingu og þá gera hana upp fyrir sviðið mun flýta því frekar en að fara í nýbyggingu núna, sem er líka bara miklu flóknari framkvæmd.“ FS greiði 1,4 milljarð fyrir kaupin Minni kostnaður ætti að fylgja því að mati Jóns Atla að kaupa Bændahöllina og færa starfsemina þangað en að byggja nýtt húsnæði fyrir Menntavísindasvið. „Já, við metum það þannig. Samkvæmt okkar útreikningum þá er það þannig og fyrir utan það að hitt hefði tekið miklu lengri tíma.“ Eins og áður segir er heildarkostnaður kaupanna 4,9 milljarðar sem skiptast milli Háskóla Íslands og Félagsstofnunar Stúdenta. „Þetta er ríkissjóður sem hefur samið og gerir þetta upp en fyrir þennan hlut sem háskólinn mun fá þá er upphæðin svona tæplega 3,5 milljarðar,“ segir Jón Atli. Háskólinn muni greiða fyrir 73% og Félagsstofnun Stúdenta fyrir 27%, sem mun þá greiða 1,4 milljarða fyrir sinn hlut. Jón segir ekki búið að ganga alveg frá eignarskiptum en kröfur um húsnæðið séu miklar. „Við leggjum áherslu á að það sé gott að vera í þessari byggingu en það sem skiptir svo miklu máli er að staðsetningin er svo góð, þetta er inn á háskólasvæðinu með tengingu með margs konar aðra starfsemi sem Menntavísindasvið mun njóta góðs af og náttúrulega hin fræðasviðin sem vinna með Menntavísindasviðinu munu líka njóta góðs af, svo við sjáum líka mikla samlegð fræðilega,“ segir Jón Atli. „Við lítum svo á að með þessum gjörningi og síðan allri þeirri vinnu sem fer núna af stað til þess að ganga frá málinu þá séum við að komast að þeim punkti sem við ætluðum að komast á 2008 en hugsunin var sú að sameiningin hefði í rauninni ekki alveg gengið í gildi fyrr en Menntavísindasviðið væri komið á aðalsvæði háskólans. Við sjáum þarna mjög spennandi tækifæri í samstarfi sviðanna varðandi kennaramenntun og ýmislegt annað.“ Stefnt á að háskólinn flytji inn að fullu haustið2024 Stefnt er að því að endurbótum á húsnæði Bændahallarinnar verði lokið á tveimur til tveimur og hálfu ári. „Við þurfum bara að skipuleggja okkur vel varðandi þetta, þetta er nýgert og það sem við höfum lagt upp með er að þessu verði lokið á tveimur til tveimur og hálfu ári að fullu og við munum geta gert eitthvað í skrefum en það er ýmislegt sem þarfa að gera og það mun taka einhvern tíma en það væri spennandi að þetta væri að fullu komið í gang haustið 2024,“ segir Jón. Það fari þó eftir því hvernig skilmálar kaupanna séu. Ekki sé hægt að fullyrða verklokin nákvæmlega eða að verkið gangi svo hratt fyrir sig. En á meðan verður hluti Hagskælinga í húsinu eftir að mygla fannst í álmu skólans. Mygla hefur gert vart við sig í Hagaskóla. Áttundu og níundu bekkir hafa undanfarnar vikur sótt skóla í Háskólabíó og á Hótel Sögu.Vísir/Vilhelm „Já, við höfum boðið það. Við vitum að Hagaskóli er í miklum vanda og borgin leitaði til okkar og teljum það vera alveg sjálfsagt að verða við því,“ segir Jón Atli. Enn sé óljóst hvort byggingar Menntavísindasviðs í Skipholti og Stakkahlíð verði seldar. „Ég get ekki fullyrt það, það er eiginlega bara ríkisins að ákveða það. Við þurfum að sjálfsögðu þennan tíma til þess að geta flutt, það tekur einhvern tíma að ganga frá því en við höfum ekki neinar ákveðnar hugmyndir varðandi það, hins vegar munum við alveg verða til ráðgjafar um hvernig væri hægt að gera það ef þess er óskað. Það sem sagt bara færist til ríkisins, Ríkiseigna,“ segir Jón. Háskólar Alþingi Reykjavík Skóla - og menntamál Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Skrifað undir kaupin á Hótel Sögu Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta hafa fest kaup á Hótel Sögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Félagsstofnun stúdenta. 22. desember 2021 11:57 Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14. desember 2021 07:05 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir að endurbótakostnaður og ýmsar viðgerðir og þess háttar muni vera upp á þrjá milljarða. Það er það mat sem við höfum en við getum í sjálfu sér stýrt þessu svolítið miðað við hvað við setjum miklar kröfur,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu. Hann segir það mikið gleðiefni að þessi áfangi hafi loks náðst í höfn. „Það er bara alveg frábært. Við erum búin að vera að vinna með þetta í tæplega ár og þetta er flókið mál vitaskuld en það er bara einstaklega gott að klára þetta og líka finna allan þennan stuðning sem við fengum í þessu verkefni frá stjórnvöldum og líka bara almenningi. Við sjáum ekkert nema jákvæða hluti fram undan,“ segir hann. Menntavísindasvið loks á háskólasvæðinu eftir 13 ára bið Stærstur hluti nýja húsnæðisins verður nýttur fyrir Menntavísindasvið, sem nú er staðsett í Stakkahlíð en löngum hefur verið kvartað undan húsnæðinu, sem mygla hefur fundist í. „Það er stærsti hlutinn af þessu en svo erum við með ýmis konar annars konar starfsemi eins og upplýsingatæknisviðið okkar, við miðum við að það fari líka þarna inn og síðan gerum við ráð fyrir ýmiskonar þjónusta verði þarna, og svo erum við bara hreinlega að fara yfir hvernig við komum hlutum best fyrir í þessari byggingu.“ Það hefur lengi verið markmið háskólans að koma Menntavísindasviði úr Hlíðunum og á háskólasvæðið. „Já, það hefur verið markmið hjá okkur frá árinu 2008 og ég vil segja að það hafi tekið allt of langan tíma en þetta mun gera hlutina miklu betri og núna með því að fá þessa byggingu og þá gera hana upp fyrir sviðið mun flýta því frekar en að fara í nýbyggingu núna, sem er líka bara miklu flóknari framkvæmd.“ FS greiði 1,4 milljarð fyrir kaupin Minni kostnaður ætti að fylgja því að mati Jóns Atla að kaupa Bændahöllina og færa starfsemina þangað en að byggja nýtt húsnæði fyrir Menntavísindasvið. „Já, við metum það þannig. Samkvæmt okkar útreikningum þá er það þannig og fyrir utan það að hitt hefði tekið miklu lengri tíma.“ Eins og áður segir er heildarkostnaður kaupanna 4,9 milljarðar sem skiptast milli Háskóla Íslands og Félagsstofnunar Stúdenta. „Þetta er ríkissjóður sem hefur samið og gerir þetta upp en fyrir þennan hlut sem háskólinn mun fá þá er upphæðin svona tæplega 3,5 milljarðar,“ segir Jón Atli. Háskólinn muni greiða fyrir 73% og Félagsstofnun Stúdenta fyrir 27%, sem mun þá greiða 1,4 milljarða fyrir sinn hlut. Jón segir ekki búið að ganga alveg frá eignarskiptum en kröfur um húsnæðið séu miklar. „Við leggjum áherslu á að það sé gott að vera í þessari byggingu en það sem skiptir svo miklu máli er að staðsetningin er svo góð, þetta er inn á háskólasvæðinu með tengingu með margs konar aðra starfsemi sem Menntavísindasvið mun njóta góðs af og náttúrulega hin fræðasviðin sem vinna með Menntavísindasviðinu munu líka njóta góðs af, svo við sjáum líka mikla samlegð fræðilega,“ segir Jón Atli. „Við lítum svo á að með þessum gjörningi og síðan allri þeirri vinnu sem fer núna af stað til þess að ganga frá málinu þá séum við að komast að þeim punkti sem við ætluðum að komast á 2008 en hugsunin var sú að sameiningin hefði í rauninni ekki alveg gengið í gildi fyrr en Menntavísindasviðið væri komið á aðalsvæði háskólans. Við sjáum þarna mjög spennandi tækifæri í samstarfi sviðanna varðandi kennaramenntun og ýmislegt annað.“ Stefnt á að háskólinn flytji inn að fullu haustið2024 Stefnt er að því að endurbótum á húsnæði Bændahallarinnar verði lokið á tveimur til tveimur og hálfu ári. „Við þurfum bara að skipuleggja okkur vel varðandi þetta, þetta er nýgert og það sem við höfum lagt upp með er að þessu verði lokið á tveimur til tveimur og hálfu ári að fullu og við munum geta gert eitthvað í skrefum en það er ýmislegt sem þarfa að gera og það mun taka einhvern tíma en það væri spennandi að þetta væri að fullu komið í gang haustið 2024,“ segir Jón. Það fari þó eftir því hvernig skilmálar kaupanna séu. Ekki sé hægt að fullyrða verklokin nákvæmlega eða að verkið gangi svo hratt fyrir sig. En á meðan verður hluti Hagskælinga í húsinu eftir að mygla fannst í álmu skólans. Mygla hefur gert vart við sig í Hagaskóla. Áttundu og níundu bekkir hafa undanfarnar vikur sótt skóla í Háskólabíó og á Hótel Sögu.Vísir/Vilhelm „Já, við höfum boðið það. Við vitum að Hagaskóli er í miklum vanda og borgin leitaði til okkar og teljum það vera alveg sjálfsagt að verða við því,“ segir Jón Atli. Enn sé óljóst hvort byggingar Menntavísindasviðs í Skipholti og Stakkahlíð verði seldar. „Ég get ekki fullyrt það, það er eiginlega bara ríkisins að ákveða það. Við þurfum að sjálfsögðu þennan tíma til þess að geta flutt, það tekur einhvern tíma að ganga frá því en við höfum ekki neinar ákveðnar hugmyndir varðandi það, hins vegar munum við alveg verða til ráðgjafar um hvernig væri hægt að gera það ef þess er óskað. Það sem sagt bara færist til ríkisins, Ríkiseigna,“ segir Jón.
Háskólar Alþingi Reykjavík Skóla - og menntamál Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Skrifað undir kaupin á Hótel Sögu Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta hafa fest kaup á Hótel Sögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Félagsstofnun stúdenta. 22. desember 2021 11:57 Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14. desember 2021 07:05 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Skrifað undir kaupin á Hótel Sögu Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta hafa fest kaup á Hótel Sögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Félagsstofnun stúdenta. 22. desember 2021 11:57
Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29
Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14. desember 2021 07:05
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf