Skreyttustu hús bæjarins: „Þetta er bara okkar fyllerí“ Óttar Kolbeinsson Proppé og Árni Sæberg skrifa 25. desember 2021 22:30 Hjónin Helgi Hafsteinsson og Hildur Elfa Björnsdóttir eru skreytingarmeistarar Kópavogs. Stöð 2 Íbúar Hafnarfjarðar og Kópavogs hafa margir gengið alla leið í jólaskreytingunum í ár. Við kíktum á nokkur hús þar sem engu hefur verið til sparað. Jólaskreytingar eru ekki fyrir alla en þær virðast sannarlega fyrir íbúa á Völlunum í Hafnarfirði sem hafa gengið ansi langt í jólaskreytingunum. Sumir ganga lengra en aðrir, á Völlunum ríkir mikil ljósadýrð sem sést langar leiðir. Stærðarinnar snjókallar og aðrar upplýstar skreytingar, bláar, grænar og rauðar seríur lýsa upp alla götuna. Snjókarlar eru velkomnir á Vellina í Hafnarfirði.Stöð 2 Þar má meira að segja finna frumlegar skreytingar en sjálfur jólasveinninn situr rólegur í bíl, upplýstum af jólaseríum, fyrir utan hús eitt. Þessi jólasveinn hefur skipt sleðanum út fyrir hefðbundinn fjölskyldubíl.Stöð 2 Jólahöll í Kópavogi Kópavogsbúar eru enginn eftirbátur Hafnfirðinga þegar kemur að jólaskreytingum. Þegar keyrt er inn í Lindahverfið tekur á móti manni sannkölluð jólahöll. Höllin er skreytt smekklegum hvítum jólaljósum og greni. Á stétt við húsið taka myndarleg jólahreindýr á móti gestum. Jólahöllin er smekklega skreytt.Stöð 2 Í hverfinu er mikið lagt upp úr jólaskreytingum og í miðjum tökum greip fréttamaður sjálfan trölla sem reynir að stela jólaseríum sem metnaðarfullir íbúar hafa sett upp við bílskúrinn sinn. Þó var ákveðið að skipta sér ekki af honum. Trölli er samur við sig og reynir að stela jólunum.Stöð 2 Bjórpeningur fer í jólaskraut Hjónin Helgi Hafsteinsson og Hildur Elfa Björnsdóttir eru skreytingarmeistarar Kópavogs. Þau búa á Digranesvegi og hafa dundað sér við að setja upp jólaljós ásamt afabarni sínu síðustu daga. Samtals eru um tólf þúsund perur í garðinum og sex þúsund inni í húsinu. Hjónin telja fjármunum betur varið í jólaskraut en sígarettur og áfengi.Stöð 2 Í samtali við fréttastofu segjast þau hafa farið hægt af stað í jólaskreytingum en þær hafi undið upp á sig í gegn um árin. „Alltaf bætt í á hverju ári og það er bara komið upp í þetta. Við bara elskum þetta jólastúss,“ segja þau. Þau neita ekki að svo íburðarmiklar jólaskreytingar kosti sinn skilding. Fjármunum sem annars væri varið í eitthvað annað og verra sé eytt í skreytingarnar. „ Jú, við lítum á það svoleiðis að við reykjum ekki og við drekkum ekki. Og þetta er bara okkar fyllerí getum við sagt,“ segir Helgi. Jól Jólaskraut Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Jólaskreytingar eru ekki fyrir alla en þær virðast sannarlega fyrir íbúa á Völlunum í Hafnarfirði sem hafa gengið ansi langt í jólaskreytingunum. Sumir ganga lengra en aðrir, á Völlunum ríkir mikil ljósadýrð sem sést langar leiðir. Stærðarinnar snjókallar og aðrar upplýstar skreytingar, bláar, grænar og rauðar seríur lýsa upp alla götuna. Snjókarlar eru velkomnir á Vellina í Hafnarfirði.Stöð 2 Þar má meira að segja finna frumlegar skreytingar en sjálfur jólasveinninn situr rólegur í bíl, upplýstum af jólaseríum, fyrir utan hús eitt. Þessi jólasveinn hefur skipt sleðanum út fyrir hefðbundinn fjölskyldubíl.Stöð 2 Jólahöll í Kópavogi Kópavogsbúar eru enginn eftirbátur Hafnfirðinga þegar kemur að jólaskreytingum. Þegar keyrt er inn í Lindahverfið tekur á móti manni sannkölluð jólahöll. Höllin er skreytt smekklegum hvítum jólaljósum og greni. Á stétt við húsið taka myndarleg jólahreindýr á móti gestum. Jólahöllin er smekklega skreytt.Stöð 2 Í hverfinu er mikið lagt upp úr jólaskreytingum og í miðjum tökum greip fréttamaður sjálfan trölla sem reynir að stela jólaseríum sem metnaðarfullir íbúar hafa sett upp við bílskúrinn sinn. Þó var ákveðið að skipta sér ekki af honum. Trölli er samur við sig og reynir að stela jólunum.Stöð 2 Bjórpeningur fer í jólaskraut Hjónin Helgi Hafsteinsson og Hildur Elfa Björnsdóttir eru skreytingarmeistarar Kópavogs. Þau búa á Digranesvegi og hafa dundað sér við að setja upp jólaljós ásamt afabarni sínu síðustu daga. Samtals eru um tólf þúsund perur í garðinum og sex þúsund inni í húsinu. Hjónin telja fjármunum betur varið í jólaskraut en sígarettur og áfengi.Stöð 2 Í samtali við fréttastofu segjast þau hafa farið hægt af stað í jólaskreytingum en þær hafi undið upp á sig í gegn um árin. „Alltaf bætt í á hverju ári og það er bara komið upp í þetta. Við bara elskum þetta jólastúss,“ segja þau. Þau neita ekki að svo íburðarmiklar jólaskreytingar kosti sinn skilding. Fjármunum sem annars væri varið í eitthvað annað og verra sé eytt í skreytingarnar. „ Jú, við lítum á það svoleiðis að við reykjum ekki og við drekkum ekki. Og þetta er bara okkar fyllerí getum við sagt,“ segir Helgi.
Jól Jólaskraut Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira