Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2021 09:43 Ásmundur Friðriksson telur að sú mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni sé fyrir neðan allar hellur og hefur hana til marks um landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. Fyrsti þáttur Verbúðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar sem Vesturport framleiðir í samstarfi við Arte, Turbine Studios og RÚV, var sýndur í gær. Sé litið almennt til viðbragða á samfélagsmiðlum hafa undirtektir verið með miklum ágætum en væntingar voru miklar. Verbúðin var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Seris Mania-hátíðinni í Lille í Frakklandi fyrr í vetur. Þættirnir, sem eru átta, fjalla á dramatískan hátt og skoplegan öðrum þræði um hversu afdrifarík áhrif kvótakerfið hefur á sjávarþorp. Nema Ásmundur er ekki hrifinn. Satt best að segja telur hann fyrsta þáttinn fyrir neðan allar hellur og greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Undirmálsfólk á landsbyggðinni „Það er ekki oft sem ég sest við sjónvarpið. Gerði það þó í kvöld og horfði á Verbúðina á Ríkisútvarpinu. Ég verð að segja eins og er að ég er orðinn leiður á þessum landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins,“ segir Ásmundur í pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Ásmundur les mikla fyrirlitningu á landsbyggðinni sem hann telur hafa hreiðrað um sig í Ríkissjónvarpinu. „Í þessu framlagi ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu er dregin upp sú mynd af fólki í sjávarplássi að þar sé meira og minna um undirmálsfólk. Topp skipstjórar séu drykkjusjúklingar sem láti troða amfetamíni í óæðri endann á sér. Samfarir þar sem ekkert er dregið undan en ljótleikinn í aðalhlutverki. Þá er fiskvinnslufólkið ekki látið líta vel út eins ég upplifði það.“ Fáránlegt stripl sem engum tilgangi þjónar Þá telur Ásmundur Metoo-hreyfinguna fá kaldar kveðjur í þessum fyrsta þætti. Hann segir konur lítillækkaðar „með fáránlegu stripli sem engan tilgang hefur. Er þetta er menningarframlag Ríkisútvarpsins til Me too hreyfingarinnar“ spyr þingmaðurinn og lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi orðum: „Er ekki komin tími til að landbyggðarrasisma menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni. Baráttumálum Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess má koma á framfæri á annan hátt en gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapand störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kjördæmaskipan Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Verbúðin frumsýnd við mikla lukku netverja Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna. 26. desember 2021 23:14 Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins Verbúðin er einn fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Nordisk Film & TV Fond verðlaunar árlega það besta í handritagerð fyrir dramaþáttaraðir. 15. desember 2021 09:56 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Fyrsti þáttur Verbúðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar sem Vesturport framleiðir í samstarfi við Arte, Turbine Studios og RÚV, var sýndur í gær. Sé litið almennt til viðbragða á samfélagsmiðlum hafa undirtektir verið með miklum ágætum en væntingar voru miklar. Verbúðin var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Seris Mania-hátíðinni í Lille í Frakklandi fyrr í vetur. Þættirnir, sem eru átta, fjalla á dramatískan hátt og skoplegan öðrum þræði um hversu afdrifarík áhrif kvótakerfið hefur á sjávarþorp. Nema Ásmundur er ekki hrifinn. Satt best að segja telur hann fyrsta þáttinn fyrir neðan allar hellur og greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Undirmálsfólk á landsbyggðinni „Það er ekki oft sem ég sest við sjónvarpið. Gerði það þó í kvöld og horfði á Verbúðina á Ríkisútvarpinu. Ég verð að segja eins og er að ég er orðinn leiður á þessum landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins,“ segir Ásmundur í pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Ásmundur les mikla fyrirlitningu á landsbyggðinni sem hann telur hafa hreiðrað um sig í Ríkissjónvarpinu. „Í þessu framlagi ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu er dregin upp sú mynd af fólki í sjávarplássi að þar sé meira og minna um undirmálsfólk. Topp skipstjórar séu drykkjusjúklingar sem láti troða amfetamíni í óæðri endann á sér. Samfarir þar sem ekkert er dregið undan en ljótleikinn í aðalhlutverki. Þá er fiskvinnslufólkið ekki látið líta vel út eins ég upplifði það.“ Fáránlegt stripl sem engum tilgangi þjónar Þá telur Ásmundur Metoo-hreyfinguna fá kaldar kveðjur í þessum fyrsta þætti. Hann segir konur lítillækkaðar „með fáránlegu stripli sem engan tilgang hefur. Er þetta er menningarframlag Ríkisútvarpsins til Me too hreyfingarinnar“ spyr þingmaðurinn og lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi orðum: „Er ekki komin tími til að landbyggðarrasisma menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni. Baráttumálum Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess má koma á framfæri á annan hátt en gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapand störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kjördæmaskipan Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Verbúðin frumsýnd við mikla lukku netverja Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna. 26. desember 2021 23:14 Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins Verbúðin er einn fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Nordisk Film & TV Fond verðlaunar árlega það besta í handritagerð fyrir dramaþáttaraðir. 15. desember 2021 09:56 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Verbúðin frumsýnd við mikla lukku netverja Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna. 26. desember 2021 23:14
Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins Verbúðin er einn fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Nordisk Film & TV Fond verðlaunar árlega það besta í handritagerð fyrir dramaþáttaraðir. 15. desember 2021 09:56