Huggun harmi gegn að vera í góðum hópi kollega sem hafði rangt fyrir sér Eiður Þór Árnason skrifar 28. desember 2021 11:55 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Efnahagsþróun á árinu 2021 hefur að mörgu leyti verið jákvæðari en vænst var í ársbyrjun, að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Til að mynda hafi hagvöxtur glæðst meira, atvinnuleysi hjaðnað hraðar og krónan styrkst nokkuð umfram það sem Greining Íslandsbanka gerði ráð fyrir. Verðbólga hefur hins vegar reynst þrálátari og vaxtahækkunarferli Seðlabankans er fyrr á ferðinni en búist var við. Aukinn hagvöxtur er sagður skýrast af líflegri vexti innlendrar eftirspurnar en gert var ráð fyrir. „Til að mynda spáðum við 1,9% einkaneysluvexti í janúarspánni. Vöxturinn var hins vegar 5,4% á fyrstu þremur ársfjórðungunum og tölur á borð við kortaveltu og innflutning neysluvara gefa til kynna að vöxturinn á árinu öllu gæti jafnvel reynst aðeins meiri. Einkaneysluþróun vegur þungt í hagvaxtartaktinum og þessi munur er að sama skapi stór hluti skýringarinnar á vanmati okkar á hagvexti ársins í janúarspánni,“ segir í samantekt Jóns Bjarka Bentssonar aðalhagfræðings á vef Íslandsbanka. Svipaða sögu megi segja af fjárfestingu en fjármunamyndun jókst um ríflega 13% á fyrstu níu mánuðum ársins. Til samanburðar spáði Greining Íslandsbanka tæplega 4% vexti í janúar síðastliðnum. Hins vegar er útlit fyrir að útflutningsvöxtur verði álíka mikill og spáð var í ársbyrjun. Minna atvinnuleysi Störfum hefur sömuleiðis fjölgað hraðar en útlit var fyrir í ársbyrjun. Í janúarspá Íslandsbanka var gert ráð fyrir að atvinnuleysi yrði að jafnaði 9,4% í ár en myndi hjaðna í 4,6% að jafnaði á næsta ári. Atvinnuleysi var hins vegar komið niður í 5% á haustdögum og hefur haldist í því hlutfalli síðan. Á sama tíma hefur verðbólga reynst þrálátari en búist var við. Í janúar átti Greining Íslandsbanka von á því að verðbólga yrði tiltölulega skapleg í ár þar sem vísbendingar væru um að innflutti verðbólgukúfurinn sem kom í kjölfar krónuveikingar á árinu 2020 yrði brátt að baki. Raunin varð hins vegar önnur og árið 2021 hefur verið mesta verðbólguár á Íslandi frá árinu 2012. Var verðbólga að meðaltali 4,4% á árinu. Samhliða þessu fór vaxtahækkunarferli Seðlabankans fyrr af stað en bankinn átti von á en í ársbyrjun spáði hann óbreyttum 0,75% stýrivöxtum út árið 2021. Seðlabankinn hefur alls hækkað stýrivexti um 1,25 prósentur frá því í ársbyrjun og eru meginvextir bankans nú 2,0%. Í góðum hópi kollega „Segja má að vanmat okkar á verðbólgu ársins hafi að talsverðu leyti endurspeglað of hóflegar væntingar okkar framan af ári til innlendrar eftirspurnar og stöðu íslenskra heimila á árinu. Sér í lagi áttum við ekki frekar en flestir aðrir von á því að íbúðamarkaður myndi taka eins hressilega við sér og raunin varð. Við spáðum í ársbyrjun að íbúðaverð myndi að jafnaði verða 6,5% hærra á árinu 2021 en á árinu á undan. Raunin er hins vegar tæplega 13% hærra verð að meðaltali á árinu en í fyrra. Þar sem íbúðaverð vegur allþungt í vísitölu neysluverðs hefur þessi þróun heldur betur sett mark sitt á verðbólguþróun ársins,“ segir Jón Bjarki. Þar að auki hafi verðþróun erlendis og þróun flutningskostnaðar verið töluvert óhagstæðari en gert var ráð fyrir. Almennt sé verðbólga nú víðast meiri en hún hafi verið um árabil og mun meiri en almennt var spáð á heimsvísu fyrr á árinu. „Við erum því í góðum hópi innlendra sem erlendra kollega sem hafa vanmetið áhrif mótvægisaðgerða stjórnvalda við faraldrinum, breytinga á eftirspurn heimila og ójafnvægis í framleiðslu- og flutningakerfum jarðarkringlunnar á verðbólguna undanfarna fjórðunga. Er það eilítil huggun harmi gegn.“ Jón Bjarki Bentsson ræddi stöðu fasteignamarkaðarins og efnahagshorfur næsta árs í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Efnahagsmál Íslenska krónan Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Verðbólga hefur hins vegar reynst þrálátari og vaxtahækkunarferli Seðlabankans er fyrr á ferðinni en búist var við. Aukinn hagvöxtur er sagður skýrast af líflegri vexti innlendrar eftirspurnar en gert var ráð fyrir. „Til að mynda spáðum við 1,9% einkaneysluvexti í janúarspánni. Vöxturinn var hins vegar 5,4% á fyrstu þremur ársfjórðungunum og tölur á borð við kortaveltu og innflutning neysluvara gefa til kynna að vöxturinn á árinu öllu gæti jafnvel reynst aðeins meiri. Einkaneysluþróun vegur þungt í hagvaxtartaktinum og þessi munur er að sama skapi stór hluti skýringarinnar á vanmati okkar á hagvexti ársins í janúarspánni,“ segir í samantekt Jóns Bjarka Bentssonar aðalhagfræðings á vef Íslandsbanka. Svipaða sögu megi segja af fjárfestingu en fjármunamyndun jókst um ríflega 13% á fyrstu níu mánuðum ársins. Til samanburðar spáði Greining Íslandsbanka tæplega 4% vexti í janúar síðastliðnum. Hins vegar er útlit fyrir að útflutningsvöxtur verði álíka mikill og spáð var í ársbyrjun. Minna atvinnuleysi Störfum hefur sömuleiðis fjölgað hraðar en útlit var fyrir í ársbyrjun. Í janúarspá Íslandsbanka var gert ráð fyrir að atvinnuleysi yrði að jafnaði 9,4% í ár en myndi hjaðna í 4,6% að jafnaði á næsta ári. Atvinnuleysi var hins vegar komið niður í 5% á haustdögum og hefur haldist í því hlutfalli síðan. Á sama tíma hefur verðbólga reynst þrálátari en búist var við. Í janúar átti Greining Íslandsbanka von á því að verðbólga yrði tiltölulega skapleg í ár þar sem vísbendingar væru um að innflutti verðbólgukúfurinn sem kom í kjölfar krónuveikingar á árinu 2020 yrði brátt að baki. Raunin varð hins vegar önnur og árið 2021 hefur verið mesta verðbólguár á Íslandi frá árinu 2012. Var verðbólga að meðaltali 4,4% á árinu. Samhliða þessu fór vaxtahækkunarferli Seðlabankans fyrr af stað en bankinn átti von á en í ársbyrjun spáði hann óbreyttum 0,75% stýrivöxtum út árið 2021. Seðlabankinn hefur alls hækkað stýrivexti um 1,25 prósentur frá því í ársbyrjun og eru meginvextir bankans nú 2,0%. Í góðum hópi kollega „Segja má að vanmat okkar á verðbólgu ársins hafi að talsverðu leyti endurspeglað of hóflegar væntingar okkar framan af ári til innlendrar eftirspurnar og stöðu íslenskra heimila á árinu. Sér í lagi áttum við ekki frekar en flestir aðrir von á því að íbúðamarkaður myndi taka eins hressilega við sér og raunin varð. Við spáðum í ársbyrjun að íbúðaverð myndi að jafnaði verða 6,5% hærra á árinu 2021 en á árinu á undan. Raunin er hins vegar tæplega 13% hærra verð að meðaltali á árinu en í fyrra. Þar sem íbúðaverð vegur allþungt í vísitölu neysluverðs hefur þessi þróun heldur betur sett mark sitt á verðbólguþróun ársins,“ segir Jón Bjarki. Þar að auki hafi verðþróun erlendis og þróun flutningskostnaðar verið töluvert óhagstæðari en gert var ráð fyrir. Almennt sé verðbólga nú víðast meiri en hún hafi verið um árabil og mun meiri en almennt var spáð á heimsvísu fyrr á árinu. „Við erum því í góðum hópi innlendra sem erlendra kollega sem hafa vanmetið áhrif mótvægisaðgerða stjórnvalda við faraldrinum, breytinga á eftirspurn heimila og ójafnvægis í framleiðslu- og flutningakerfum jarðarkringlunnar á verðbólguna undanfarna fjórðunga. Er það eilítil huggun harmi gegn.“ Jón Bjarki Bentsson ræddi stöðu fasteignamarkaðarins og efnahagshorfur næsta árs í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Efnahagsmál Íslenska krónan Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira