Um er að ræða 302,6 fermetra eign með fimm svefnherbergjum en ásett verð er
184.900.000. Innréttingar eru allar dökkar og grái liturinn er líka áberandi. Mikil lofthæð er í húsinu og hurðir því í yfirstærð. Á húsinu eru hundrað fermetra þaksvalir og á pallinum í garðinum er bæði heitur og kaldur pottur.
Nokkrar myndir af þessari áhugaverðu eign má sjá hér fyrir neðan en nánari upplýsingar má finna á fasteignavefnum.










