Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2022 08:47 Landamæri Norður- og Suður-Kóreu eru mjög víggirt og þakin girðingum, gaddavír, varðstöðvum og jafnvel jarðsprengjum. AP/Ahn Young-joon Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. Ekki er talið að maðurinn hafi upprunalega flúið suður til njósna, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Maðurinn sást á öryggismyndavélum og var reynt að stöðva hann en án árangurs. Þá greindu Suður-Kóreumenn hreyfingar norðan megin við landamærin sem talið er að hafi verið hermenn sem tóku á móti flóttamanninum tvöfalda. Fyrir kemur að fólk flýr frá Norður-Kóreu til suðurs en flestir gera það með því að fara fyrst til Kína og þaðan til Suður-Kóreu. Sjaldgæft er að fólk komist yfir landamæri ríkjanna, þar sem þau eru gífurlega víggirt. Þá er sérstaklega sjaldgæft að fólk fari norður yfir landamærin. Sjá einnig: Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Yonhap segir manninn sem fór norður hafa unnið við hreingerningar í Suður-Kóreu og það sé til marks um að hann hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum eftir að hafa flúið frá Norður-Kóreu í fyrra. Enginn hafði heyrt frá honum síðan á fimmtudaginn en flóttamenn frá Norður-Kóreu eru undir töluverðu eftirliti í Suður-Kóreu á meðan verið er að reyna að ganga úr skugga um að þeir séu ekki njósnarar. Eins og áður segir hafa engin ummerki fundist um að þessi maður hafi stundað njósnir en samkvæmt heimildum Yonhap hafði hann fylgt öllum reglum eftir. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hétu því í fyrra að girða sig í brók varðandi eftirlit með landamærunum. Hér má sjá myndefni frá South-China Morning Post um atvikið. Þar kemur fram að rúmlega 33 þúsund manns hafi flúið frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu á síðustu áratugum. Fannst eftir fjórtán tíma Þegar þessi sami maður flúði frá Norður-Kóreu var hann ekki gómaður fyrr en fjórtán klukkustundum eftir að hann fór yfir landamærin. Um helgina sást hann á myndavélum þremur tímum áður en upp komst um ferðalag hans. Eins og áður segir var reynt að stöðva hann en án árangurs. Maðurinn er sagður vera fyrrverandi fimleikamaður og er talið að það hafi hjálpað honum að komast yfir girðingar á landamærunum. Eitt atvik í fyrra þótti sérstaklega vandræðalegt fyrir herinn þegar upp komst um að sjómaður á þrítugsaldri synti til Suður-Kóreu en hann hefði átt að sjást átta sinnum á öryggismyndavélum og setti viðvörunarkerfi í gang, án þess að upp komst um hann. Sjá einig: Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Reuters fréttaveitan segir að Suður-Kóreumenn hafi sent skilaboð til norðurs um manninn og fengið meldingu um að skilaboðin hafi verið móttekin. Engar fregnir hafa borist af örlögum mannsins. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Ekki er talið að maðurinn hafi upprunalega flúið suður til njósna, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Maðurinn sást á öryggismyndavélum og var reynt að stöðva hann en án árangurs. Þá greindu Suður-Kóreumenn hreyfingar norðan megin við landamærin sem talið er að hafi verið hermenn sem tóku á móti flóttamanninum tvöfalda. Fyrir kemur að fólk flýr frá Norður-Kóreu til suðurs en flestir gera það með því að fara fyrst til Kína og þaðan til Suður-Kóreu. Sjaldgæft er að fólk komist yfir landamæri ríkjanna, þar sem þau eru gífurlega víggirt. Þá er sérstaklega sjaldgæft að fólk fari norður yfir landamærin. Sjá einnig: Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Yonhap segir manninn sem fór norður hafa unnið við hreingerningar í Suður-Kóreu og það sé til marks um að hann hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum eftir að hafa flúið frá Norður-Kóreu í fyrra. Enginn hafði heyrt frá honum síðan á fimmtudaginn en flóttamenn frá Norður-Kóreu eru undir töluverðu eftirliti í Suður-Kóreu á meðan verið er að reyna að ganga úr skugga um að þeir séu ekki njósnarar. Eins og áður segir hafa engin ummerki fundist um að þessi maður hafi stundað njósnir en samkvæmt heimildum Yonhap hafði hann fylgt öllum reglum eftir. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hétu því í fyrra að girða sig í brók varðandi eftirlit með landamærunum. Hér má sjá myndefni frá South-China Morning Post um atvikið. Þar kemur fram að rúmlega 33 þúsund manns hafi flúið frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu á síðustu áratugum. Fannst eftir fjórtán tíma Þegar þessi sami maður flúði frá Norður-Kóreu var hann ekki gómaður fyrr en fjórtán klukkustundum eftir að hann fór yfir landamærin. Um helgina sást hann á myndavélum þremur tímum áður en upp komst um ferðalag hans. Eins og áður segir var reynt að stöðva hann en án árangurs. Maðurinn er sagður vera fyrrverandi fimleikamaður og er talið að það hafi hjálpað honum að komast yfir girðingar á landamærunum. Eitt atvik í fyrra þótti sérstaklega vandræðalegt fyrir herinn þegar upp komst um að sjómaður á þrítugsaldri synti til Suður-Kóreu en hann hefði átt að sjást átta sinnum á öryggismyndavélum og setti viðvörunarkerfi í gang, án þess að upp komst um hann. Sjá einig: Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Reuters fréttaveitan segir að Suður-Kóreumenn hafi sent skilaboð til norðurs um manninn og fengið meldingu um að skilaboðin hafi verið móttekin. Engar fregnir hafa borist af örlögum mannsins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira