Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2022 13:27 Dýrast er að leigja í Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/Egill Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. Talið er að aukin kaupgeta fólks, einkum vegna vaxtalækkana, skýri þessa þróun en hlutfall fyrstu kaupenda á húsnæðismarkaði hefur aldrei mælst hærra. Við þær aðstæður dróst eftirspurn eftir leiguhúsnæði saman á sama tíma og minna var um skammtímaleigu til erlendra ferðamanna eftir að þeim fækkaði. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en samkvæmt nýjustu gögnum Þjóðskrár um leiguverð sem ná til þinglýstra samninga á höfuðborgarsvæðinu í nóvember hækkaði leiguverð þar um 1,2% milli mánaða. Þetta er talsvert meiri hækkun en á síðustu mánuðum en í október stóð verðið í stað og í september lækkaði það örlítið. Tólf mánaða hækkun leiguverðs mælist 3,4% á sama tíma og kaupverð íbúða í fjölbýli hefur hækkað um 16%. „Til samanburðar hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,0%. Raunhækkun leigu, þ.e. hækkun á leigu umfram annað verðlag, mælist því innan við hálft prósentustig, sem hefur einkennt stöðuna núna fjóra mánuði í röð. Það má því segja að stöðugleiki ríki á leigumarkaði þar sem leiga þróist í takt við annað verðlag, ólíkt því sem hefur sést á íbúðamarkaði undanfarið,“ segir í Hagsjánni. Munurinn á þróun leigu- og kaupverðs hafi aldrei mælst jafn mikill og nú og bendi til þess að hækkanir íbúðaverðs séu komnar fram úr því sem æskilegt geti talist. Verð lækkað í Hafnarfirði og Garðabæ Það sem af er ári hefur að jafnaði 547 leigusamningum verið þinglýst í hverjum mánuði. Það er heldur færra en í fyrra þegar 590 samningum var að jafnaði þinglýst, en þá hafði fjöldinn aukist talsvert frá fyrra ári. Samanburður á fermetraverði samkvæmt nýjum þinglýstum samningum í nóvember gefur til kynna að fermetraverð tveggja herbergja íbúða sé hæst í vesturhluta Reykjavíkur. Þar leigist slík íbúð að meðaltali á 3.441 krónur á fermetra og hækkar um 4% frá því í nóvember í fyrra. Lægsta fermetraverð tveggja herbergja íbúða á höfuðborgarsvæðinu er að finna í Garðabæ og Hafnarfirði, eða 2.679 krónur á fermetra að meðaltali. Lækkar verð þar um 9% milli ára samkvæmt þeim samningum sem þinglýst var í nóvember. Fasteignamarkaður Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Talið er að aukin kaupgeta fólks, einkum vegna vaxtalækkana, skýri þessa þróun en hlutfall fyrstu kaupenda á húsnæðismarkaði hefur aldrei mælst hærra. Við þær aðstæður dróst eftirspurn eftir leiguhúsnæði saman á sama tíma og minna var um skammtímaleigu til erlendra ferðamanna eftir að þeim fækkaði. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en samkvæmt nýjustu gögnum Þjóðskrár um leiguverð sem ná til þinglýstra samninga á höfuðborgarsvæðinu í nóvember hækkaði leiguverð þar um 1,2% milli mánaða. Þetta er talsvert meiri hækkun en á síðustu mánuðum en í október stóð verðið í stað og í september lækkaði það örlítið. Tólf mánaða hækkun leiguverðs mælist 3,4% á sama tíma og kaupverð íbúða í fjölbýli hefur hækkað um 16%. „Til samanburðar hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,0%. Raunhækkun leigu, þ.e. hækkun á leigu umfram annað verðlag, mælist því innan við hálft prósentustig, sem hefur einkennt stöðuna núna fjóra mánuði í röð. Það má því segja að stöðugleiki ríki á leigumarkaði þar sem leiga þróist í takt við annað verðlag, ólíkt því sem hefur sést á íbúðamarkaði undanfarið,“ segir í Hagsjánni. Munurinn á þróun leigu- og kaupverðs hafi aldrei mælst jafn mikill og nú og bendi til þess að hækkanir íbúðaverðs séu komnar fram úr því sem æskilegt geti talist. Verð lækkað í Hafnarfirði og Garðabæ Það sem af er ári hefur að jafnaði 547 leigusamningum verið þinglýst í hverjum mánuði. Það er heldur færra en í fyrra þegar 590 samningum var að jafnaði þinglýst, en þá hafði fjöldinn aukist talsvert frá fyrra ári. Samanburður á fermetraverði samkvæmt nýjum þinglýstum samningum í nóvember gefur til kynna að fermetraverð tveggja herbergja íbúða sé hæst í vesturhluta Reykjavíkur. Þar leigist slík íbúð að meðaltali á 3.441 krónur á fermetra og hækkar um 4% frá því í nóvember í fyrra. Lægsta fermetraverð tveggja herbergja íbúða á höfuðborgarsvæðinu er að finna í Garðabæ og Hafnarfirði, eða 2.679 krónur á fermetra að meðaltali. Lækkar verð þar um 9% milli ára samkvæmt þeim samningum sem þinglýst var í nóvember.
Fasteignamarkaður Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira