Skoðun

Út­lendinga­stofnun neitar að fylgja skipu­lagi stjórn­sýslunnar

Jón Frímann Jónsson skrifar

Það er í fréttum núna hvernig Útlendingastofnun kom í veg fyrir að Alþingi gæti veitt ríkisborgararétt samkvæmt lögum. Þetta er ríkisstofnun sem neitar að fylgja skipulagi stjórnsýslunnar á Íslandi og á ekki að gerast. Þar sem ríkisstofnanir eiga að vera undir stjórnun þeirra ráðuneyta og því stjórnskipulagi sem því fylgir. Það er einnig ljóst að ríkisstofnanir eiga ekki að komast upp með svona hegðun og hver stjórnarmaður og starfsmenn sem standa í svona eiga að vera reknir fyrir brot á lögum og fleiri atriðum án tafar og rannsókn á að hefja á því sem umræddir yfirmenn og starfsmenn voru að gera eftir aðstæðum.

Fólk verður að bera ábyrgð og ef yfirmenn Útlendingastofnunar bera ekki ábyrgð á þessum lögbrotum. Þá munu þessi lögbrot halda áfram og versna með tímanum.

Útlendingastofnun stendur einnig í stjórnlausu útlendingahatri og það er eitthvað sem á ekki að líðast. Útlendingastofnun á að þjónusta útlendinga á Íslandi. Því hlutverki er Útlendingastofnun ekki að sinna í dag og hefur ekki gert núna í marga áratugi.

Höfundur er rithöfundur.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×