Seðlabankastjóri segir fréttaflutning Fréttablaðsins óboðlegan Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2022 14:54 Ásgeir Jónsson segir fréttaflutning af málinu og sakbending hans sem ritþjófs í tveimur forsíðufréttum Fréttablaðsins óboðlega. Sigmundur Ernir ritstjóri og Aðalheiður fréttastjóri líta málið ekki sömu augum og telja fráleitt annað en segja af téðum ásökununum. Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri segir sjálfhætt ef ekki skuli að segja af ásökunum virts sagnfræðings á hendur seðlabankastjóra um ritstuld. Þetta segir hann í samtali við Vísi en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri birti í morgun ádrepu um fréttaflutning blaðsins á Facebook-síðu sinni er varðar ásakanir Árna H. Kristjánssonar sagnfræðings á hendur sér. Árni hélt því fram að Ásgeir væri einn þeirra sem frömdu ritstuld við ritun skýrslu rannsóknarnefndar um hið svokallaða Sparisjóðsmál. Ásgeir birtir samhliða álit frá Alþingi sem hann segir að hreinsi sig algerlega af þeim ásökunum. Máli því ætti þannig að vera lokið hvað sig varðar, engar forsendur séu til að bendla sig við ritstuld í tengslum við Rannsóknarskýrslu um fall sparisjóðanna. Ásgeir beinir þá spjótum sínum að Fréttablaðinu sem greindi frá ásökunum Árna. „Ég verð að segja það frá hjartanu – í ljósi þess sem ég hef hér rakið finnst mér finnst fréttaflutningur af þessu máli og sakbending mín sem ritþjófs í tveimur forsíðufréttum sama dagblaðs vegna starfa minna fyrir Rannsóknarnefndina óvandaður og óboðlegur.“ Gamlir blaðamenn hneykslaðir fyrir hönd Ásgeirs Ýmsir eru til að taka undir þetta með Ásgeiri á Facebook-síðu hans, þeirra á meðal gamlir fjölmiðlamenn og eru þar stóru orðin hvergi spöruð. Ásgeir Friðgeirsson, stofnandi Vísis með meiru, segir: „Framsetning Fréttablaðsins, sem einu sinni átti að vera kurteis gestur sem biði sér inn á heimili allra landsmanna, var fyrir neðan allar hellur. Fimm dálka forsíðufyrirsögn sem byggir á einhliða ásökun með rökstuðningi sem allir gátu séð á fyrsta degi að hélt ekki vatni fer ofarlega í bunkann yfir alvarlegan dómgreindarbrest ritstjórna.“ Óskar Magnússon fyrrverandi forstjóri Árvakurs útgefandi Morgunblaðsins heggur í sama knérunn: „Því miður ert þú ekki eina fórnarlamb vondra vinnubragða fjölmiðla. Vonandi dugar þetta hjá þér nú til að þeir láti af þessari atlögu.“ Hallur Hallsson, Ásgeir Friðgeirsson, Páll Vilhjálmsson og Óskar Magnússon. Fjórir gamlir fjölmiðlamenn eru hneykslaðir fyrir hönd Ásgeirs og tala um subbuleg vinnubrögð og atlögu. Hallur Hallsson fyrrverandi fréttamaður er hjartanlega sammála: „Gangi þér allt í haginn, kæri Ásgeir ... satt best að segja þá eru þessi vinnubrögð Fréttablaðsins subbuleg & atlagan mótuð annars staðar en á ritstjórninni sem lætur etja sér á foraðið …“ Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari, bloggari og fyrrverandi ritstjóri telur þetta staðfesta allt sem hann hefur áður sagt um fjölmiðla á Íslandi: „Fjölmiðlavaldi hér á landi er reglulega misbeitt. Forsíðuuppsláttur Fréttablaðsins var notaður sem átylla fyrir frekari atlögur að þér, Ásgeir, og þær atlögur réttlættu enn annan uppslátt. Vítahringur óverjandi vinnubragða.“ Frétt í öllum skilningi hvarvetna í heiminum Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri telur þessar ásakanir úr vegi. Það sé einfaldlega sitt hlutverk og þeirra á Fréttablaðinu að segja fréttir. „Og þarna er virtur sagnfræðingur að halda því fram að seðlabankastjóri stundi ritstuld. Það er frétt í öllum löndum. Ef það er ekki hlutverk okkar að segja fréttir sem slíkar er sjálflokað.“ Sigmundur Ernir gefur ekkert fyrir ásakanir þess efnis að um atlögu gegn seðlabankastjóra sé að ræða.vísir/vilhelm Sigmundur Ernir hafnar því alfarið að um atlögu sé að ræða. „Þetta er ekkert persónulegt í garð Ásgeirs, við erum einfaldlega að segja þær fréttir sem gerast í landinu. Við erum ekki í því að þagga niður hluti, heldur þvert á móti í að opinbera hluti.“ Ritstjórinn telur þannig engin efni til að rita opinbera afsökunarbeiðni til seðlabankastjóra. „Við erum að skrifa samkvæmt öllum reglum bókarinnar, haft var samband við hann um leið og ásakanir þessa sagnfræðings voru lagðar fram þannig að hann hafði pláss og ráðrúm til að svara þeim. Hann verður fyrst og fremst að eiga það við viðkomandi sagnfræðing hvort afsökunarbeiðni er inni í myndinni.“ Ásgeiri bauðst að koma sínum sjónarmiðum á framfæri Aðalheiður Ámundadóttir er fréttastjóri Fréttablaðsins og hún telur ásakanir af þessu tagi á hendur fjölmiðlum alvarlegar. „Það er auðvitað leiðinlegt að fólk beini iðulega spjótum sínum að fjölmiðlinum sjálfum þegar birt er umfjöllun sem er því óhagfelld. Þetta fer að verða sérstök meinsemd í samfélaginu, að fólk og ekki síst fólk í opinberum ábyrgðarstöðum, geti hlaupist undan ábyrgð með því einu að benda á fjölmiðilinn sjálfan og telja sig fórnarlamb einhverskonar eineltis. Aðalheiður fréttastjóri bendir á að blaðamaður hafi verið í sambandi við Ásgeir áður en fréttin birtist og seðlabankastjóri hljóti því að tala gegn sér betri vitund þegar hann vill gera Fréttablaðið að blóraböggli í þessu máli. Og mér finnst miður að sjá í auknum mæli að almennir borgarar eru að falla fyrir þessu bragði sem æ oftar er dregið upp þegar menn þurfa að standa fyrir máli sínu.“ Aðalheiður segir það sérstök vonbrigði að embættismenn sem vanir eru samskiptum við fjölmiðla og ættu að vita hvernig þeir starfi, beiti þessari aðferð. Það hljóti þeir að gera gegn betri vitund. Fréttastjóri sér ekkert bogið við fréttaflutninginn Líkt og Sigmundur Ernir bendir Aðalheiður á að Ásgeiri hafi verið boðið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Auðvitað. Og blaðamaður sá sem vann fréttina hafi verið í ítrekuðum samskiptum við hann áður en fréttin birtist. „Ég sé ekki að neitt í því sem Ásgeir nefnir í færslunni sinni kalli á sérstök viðbrögð eða breytta afstöðu ritstjórnar til þeirra frétta sem birst hafa í Fréttablaðinu um þessi mál.“ Aðalheiður segir að samhliða forsíðufréttinni sem Ásgeir vísar sérstaklega til hafi verið birt ítarleg frétt þar sem til dæmis haft er eftir Árna hversu ósáttur hann var við hvernig Alþingi afgreiddi málið á sínum tíma. „Og segir það hafa gert allt til að eyða málinu. Hins vegar hafi sérfróðir matsmenn verið fengnir til að skila Alþingi álitsgerð um þessar ávirðingar og þeir komust að þeirri niðurstöðu að texti rannsóknarskýrslunnar hafi verið svo líkur texta Árna H. Kristjánssonar, bæði varðandi orðalag og efni, að telja megi án vafa að um ritstuld sé að ræða,“ segir Aðalheiður. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Seðlabankinn Höfundarréttur Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Þetta segir hann í samtali við Vísi en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri birti í morgun ádrepu um fréttaflutning blaðsins á Facebook-síðu sinni er varðar ásakanir Árna H. Kristjánssonar sagnfræðings á hendur sér. Árni hélt því fram að Ásgeir væri einn þeirra sem frömdu ritstuld við ritun skýrslu rannsóknarnefndar um hið svokallaða Sparisjóðsmál. Ásgeir birtir samhliða álit frá Alþingi sem hann segir að hreinsi sig algerlega af þeim ásökunum. Máli því ætti þannig að vera lokið hvað sig varðar, engar forsendur séu til að bendla sig við ritstuld í tengslum við Rannsóknarskýrslu um fall sparisjóðanna. Ásgeir beinir þá spjótum sínum að Fréttablaðinu sem greindi frá ásökunum Árna. „Ég verð að segja það frá hjartanu – í ljósi þess sem ég hef hér rakið finnst mér finnst fréttaflutningur af þessu máli og sakbending mín sem ritþjófs í tveimur forsíðufréttum sama dagblaðs vegna starfa minna fyrir Rannsóknarnefndina óvandaður og óboðlegur.“ Gamlir blaðamenn hneykslaðir fyrir hönd Ásgeirs Ýmsir eru til að taka undir þetta með Ásgeiri á Facebook-síðu hans, þeirra á meðal gamlir fjölmiðlamenn og eru þar stóru orðin hvergi spöruð. Ásgeir Friðgeirsson, stofnandi Vísis með meiru, segir: „Framsetning Fréttablaðsins, sem einu sinni átti að vera kurteis gestur sem biði sér inn á heimili allra landsmanna, var fyrir neðan allar hellur. Fimm dálka forsíðufyrirsögn sem byggir á einhliða ásökun með rökstuðningi sem allir gátu séð á fyrsta degi að hélt ekki vatni fer ofarlega í bunkann yfir alvarlegan dómgreindarbrest ritstjórna.“ Óskar Magnússon fyrrverandi forstjóri Árvakurs útgefandi Morgunblaðsins heggur í sama knérunn: „Því miður ert þú ekki eina fórnarlamb vondra vinnubragða fjölmiðla. Vonandi dugar þetta hjá þér nú til að þeir láti af þessari atlögu.“ Hallur Hallsson, Ásgeir Friðgeirsson, Páll Vilhjálmsson og Óskar Magnússon. Fjórir gamlir fjölmiðlamenn eru hneykslaðir fyrir hönd Ásgeirs og tala um subbuleg vinnubrögð og atlögu. Hallur Hallsson fyrrverandi fréttamaður er hjartanlega sammála: „Gangi þér allt í haginn, kæri Ásgeir ... satt best að segja þá eru þessi vinnubrögð Fréttablaðsins subbuleg & atlagan mótuð annars staðar en á ritstjórninni sem lætur etja sér á foraðið …“ Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari, bloggari og fyrrverandi ritstjóri telur þetta staðfesta allt sem hann hefur áður sagt um fjölmiðla á Íslandi: „Fjölmiðlavaldi hér á landi er reglulega misbeitt. Forsíðuuppsláttur Fréttablaðsins var notaður sem átylla fyrir frekari atlögur að þér, Ásgeir, og þær atlögur réttlættu enn annan uppslátt. Vítahringur óverjandi vinnubragða.“ Frétt í öllum skilningi hvarvetna í heiminum Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri telur þessar ásakanir úr vegi. Það sé einfaldlega sitt hlutverk og þeirra á Fréttablaðinu að segja fréttir. „Og þarna er virtur sagnfræðingur að halda því fram að seðlabankastjóri stundi ritstuld. Það er frétt í öllum löndum. Ef það er ekki hlutverk okkar að segja fréttir sem slíkar er sjálflokað.“ Sigmundur Ernir gefur ekkert fyrir ásakanir þess efnis að um atlögu gegn seðlabankastjóra sé að ræða.vísir/vilhelm Sigmundur Ernir hafnar því alfarið að um atlögu sé að ræða. „Þetta er ekkert persónulegt í garð Ásgeirs, við erum einfaldlega að segja þær fréttir sem gerast í landinu. Við erum ekki í því að þagga niður hluti, heldur þvert á móti í að opinbera hluti.“ Ritstjórinn telur þannig engin efni til að rita opinbera afsökunarbeiðni til seðlabankastjóra. „Við erum að skrifa samkvæmt öllum reglum bókarinnar, haft var samband við hann um leið og ásakanir þessa sagnfræðings voru lagðar fram þannig að hann hafði pláss og ráðrúm til að svara þeim. Hann verður fyrst og fremst að eiga það við viðkomandi sagnfræðing hvort afsökunarbeiðni er inni í myndinni.“ Ásgeiri bauðst að koma sínum sjónarmiðum á framfæri Aðalheiður Ámundadóttir er fréttastjóri Fréttablaðsins og hún telur ásakanir af þessu tagi á hendur fjölmiðlum alvarlegar. „Það er auðvitað leiðinlegt að fólk beini iðulega spjótum sínum að fjölmiðlinum sjálfum þegar birt er umfjöllun sem er því óhagfelld. Þetta fer að verða sérstök meinsemd í samfélaginu, að fólk og ekki síst fólk í opinberum ábyrgðarstöðum, geti hlaupist undan ábyrgð með því einu að benda á fjölmiðilinn sjálfan og telja sig fórnarlamb einhverskonar eineltis. Aðalheiður fréttastjóri bendir á að blaðamaður hafi verið í sambandi við Ásgeir áður en fréttin birtist og seðlabankastjóri hljóti því að tala gegn sér betri vitund þegar hann vill gera Fréttablaðið að blóraböggli í þessu máli. Og mér finnst miður að sjá í auknum mæli að almennir borgarar eru að falla fyrir þessu bragði sem æ oftar er dregið upp þegar menn þurfa að standa fyrir máli sínu.“ Aðalheiður segir það sérstök vonbrigði að embættismenn sem vanir eru samskiptum við fjölmiðla og ættu að vita hvernig þeir starfi, beiti þessari aðferð. Það hljóti þeir að gera gegn betri vitund. Fréttastjóri sér ekkert bogið við fréttaflutninginn Líkt og Sigmundur Ernir bendir Aðalheiður á að Ásgeiri hafi verið boðið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Auðvitað. Og blaðamaður sá sem vann fréttina hafi verið í ítrekuðum samskiptum við hann áður en fréttin birtist. „Ég sé ekki að neitt í því sem Ásgeir nefnir í færslunni sinni kalli á sérstök viðbrögð eða breytta afstöðu ritstjórnar til þeirra frétta sem birst hafa í Fréttablaðinu um þessi mál.“ Aðalheiður segir að samhliða forsíðufréttinni sem Ásgeir vísar sérstaklega til hafi verið birt ítarleg frétt þar sem til dæmis haft er eftir Árna hversu ósáttur hann var við hvernig Alþingi afgreiddi málið á sínum tíma. „Og segir það hafa gert allt til að eyða málinu. Hins vegar hafi sérfróðir matsmenn verið fengnir til að skila Alþingi álitsgerð um þessar ávirðingar og þeir komust að þeirri niðurstöðu að texti rannsóknarskýrslunnar hafi verið svo líkur texta Árna H. Kristjánssonar, bæði varðandi orðalag og efni, að telja megi án vafa að um ritstuld sé að ræða,“ segir Aðalheiður.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Seðlabankinn Höfundarréttur Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira