Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2022 18:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni og Kamilla Sigríður Jósefsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni Vísir Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. Þrjátíu sjúklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid-19 og af þeim eru átta með omíkron afbrigði veirunnar. Átta eru á gjörgæslu þar af fimm í öndunarvél. „Allir sem lagst hafa inn á gjörgæslu undanfarið eru með smit af völdum delta-afbrigðisins og nánast allir eru óbólusettir. Einn lést á Landspítala í gær karlmaður á sjötugs aldri óbólusettur,“ sagði Þórólfur Guðnason á fundi almannavarna í dag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri spítalans segir ástandið á spítalanum eiga eftir að þyngjast. „Eins og Covid spáin lítur út þá erum við að fara upp mjög bratta brekku og hún líkist veðurspánni í dag,“ sagði Guðlaug við sama tækifæri. Í gær greindust alls 1238 með Covid-19. Nú eru alls næstum tvö þúsund börn með Covid-19 og er delta- afbrigðið algengasta afbrigðið hjá þeim. Nú þegar hafa 250 börn á aldrinum 5-11 verið bólusett. „Bólusetning barna hefst í næstu viku og vil ég hvetja foreldra til að mæta með börn sín,“ segir Þórólfur Guðnason. Heilsugæslan sér um framkvæmdina í samráði við yfirvöld. Í dag kom fram að vegna manneklu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu verði börnin bólusett í Laugardalshöll. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sér um framkvæmdina. „Við getum þar dregið aðeins úr mönnuninni því við erum þarna allar saman. Við verðum þarna frá tólf til sex á daginn í næstu viku og gerum ráð fyrir að klára bólusetningu barna á þessum aldri þá. Við munum reyna að hafa rýmið eins þægilegt og hægt er fyrir börnin. Við verðum til að mynda með 20-30 sérrými þar sem hvert og eitt barn fær sinn starfsmann heilsugæslunnar með sér. Þá ætlum við að hafa sjónvarp og tónlist þannig að vonandi verður þetta eins þægilegt og unnt er fyrir börnin,“ segir Ragnheiður. Hún segir að nokkrir hafi haft samband í dag og haft áhyggjur af því að mótmælendur myndu safnast saman við höllina. „Við vonum bara að þetta séu óþarfa áhyggjur og mótmælendur fari annað svo börnin fái frið,“ segir Ragnheiður. Forsjáraðilar fá skilaboð gegnum Heilsuveru í lok viku og ef þeir eru tveir þurfa báðir að veita samþykki sitt. „Ef það er misræmi í afstöðu forsjáraðila verður barnið ekki bólusett og ef verður ekki tekin afstaða verður barnið ekki bólusett,“ segir Kamilla Dóra Jósefsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni. Þórólfur segir til skoðunar að endurskoða reglur um sóttkví. „Nú er til skoðunnar hvort ekki hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum og verður það kynnt á næstu dögum,“ segir Þórólfur að lokum. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þrjátíu sjúklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid-19 og af þeim eru átta með omíkron afbrigði veirunnar. Átta eru á gjörgæslu þar af fimm í öndunarvél. „Allir sem lagst hafa inn á gjörgæslu undanfarið eru með smit af völdum delta-afbrigðisins og nánast allir eru óbólusettir. Einn lést á Landspítala í gær karlmaður á sjötugs aldri óbólusettur,“ sagði Þórólfur Guðnason á fundi almannavarna í dag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri spítalans segir ástandið á spítalanum eiga eftir að þyngjast. „Eins og Covid spáin lítur út þá erum við að fara upp mjög bratta brekku og hún líkist veðurspánni í dag,“ sagði Guðlaug við sama tækifæri. Í gær greindust alls 1238 með Covid-19. Nú eru alls næstum tvö þúsund börn með Covid-19 og er delta- afbrigðið algengasta afbrigðið hjá þeim. Nú þegar hafa 250 börn á aldrinum 5-11 verið bólusett. „Bólusetning barna hefst í næstu viku og vil ég hvetja foreldra til að mæta með börn sín,“ segir Þórólfur Guðnason. Heilsugæslan sér um framkvæmdina í samráði við yfirvöld. Í dag kom fram að vegna manneklu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu verði börnin bólusett í Laugardalshöll. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sér um framkvæmdina. „Við getum þar dregið aðeins úr mönnuninni því við erum þarna allar saman. Við verðum þarna frá tólf til sex á daginn í næstu viku og gerum ráð fyrir að klára bólusetningu barna á þessum aldri þá. Við munum reyna að hafa rýmið eins þægilegt og hægt er fyrir börnin. Við verðum til að mynda með 20-30 sérrými þar sem hvert og eitt barn fær sinn starfsmann heilsugæslunnar með sér. Þá ætlum við að hafa sjónvarp og tónlist þannig að vonandi verður þetta eins þægilegt og unnt er fyrir börnin,“ segir Ragnheiður. Hún segir að nokkrir hafi haft samband í dag og haft áhyggjur af því að mótmælendur myndu safnast saman við höllina. „Við vonum bara að þetta séu óþarfa áhyggjur og mótmælendur fari annað svo börnin fái frið,“ segir Ragnheiður. Forsjáraðilar fá skilaboð gegnum Heilsuveru í lok viku og ef þeir eru tveir þurfa báðir að veita samþykki sitt. „Ef það er misræmi í afstöðu forsjáraðila verður barnið ekki bólusett og ef verður ekki tekin afstaða verður barnið ekki bólusett,“ segir Kamilla Dóra Jósefsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni. Þórólfur segir til skoðunar að endurskoða reglur um sóttkví. „Nú er til skoðunnar hvort ekki hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum og verður það kynnt á næstu dögum,“ segir Þórólfur að lokum.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49