Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 19:03 Sindri Þór til vinstri og Ingólfur, Ingó Veðurguð, til hægri. Samsett/Vísir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra verði dæmd dauð og ómerk og vill þar að auki þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá krefst hann þess einnig að Sindra verði gert að birta forsendur og niðurstöðu dóms í málinu á Twitter-síðu sinni og Facebook svæði sínu, ekki síðar en fjórtán dögum frá dómsuppkvaðningu, að viðlögðum 30.000 króna dagsektum. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Sex einstaklingar hafa nú fengið kröfubréf frá Ingólfi og verður fyrsta málið, mál Sindra, tekið fyrir þann 18. janúar næstkomandi. „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Lögmaður Ingólfs segir að ummælin séu brot klárt brot á hegningarlögum enda séu þau ærumeiðandi. Í stefnu Ingólfs segir að ekkert bendi til þess að Ingólfur hafi framið refsiverð brot enda sé hann með hreinan sakaferil. Þá hafi ekkert barn eða foreldri barns sakað hann um brot gegn barni. Í stefnunni segir að Sindri hafi gefið Ingólfi að sök að hafa stundað refsiverða háttsemi; það er að segja, gerst sekur um samræði við börn. Samkvæmt því sé um staðhæfingu um tiltekna staðreynd að ræða, ekki almennan gildisdóm eða beinlínis skoðun. Þá segir að Sindri hafi einnig gerst sekur um brot gegn friðhelgi einkalífs Ingólfs, meðal annars með því að hafa birt myndband af tónlistarmanninum. Segist ekki hafa sakað Ingó um refsiverðan verknað Greinargerð lögmanns Sindra er mjög ítarleg og hefst á samantekt á þjóðfélagsumræðu um stöðu kynferðisbrota á Íslandi. Þá eru tekin saman ýmis handahófskennd ummæli úr þjóðfélagsumræðunni um samfarir við börn á aldrinum 15 til 18 ára og meðal annars bent á nýlegt mál þjóðþekkts leikara. Þar að auki rekur Sindri tugi sagna þolenda víðsvegar af samfélagsmiðlum af meintum brotum tónlistarmannsins. Hvað ummælin fimm sem slík varðar, ber Sindri í megindráttum fyrir sig að hann hafi ekki fullyrt að Ingólfur hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hann hafi þar af leiðandi ekki sakað tónlistarmanninn um refsiverðan verknað, og væri því ekki um staðhæfingu um staðreynd að ræða. Ummælin hafi þar að auki verið sett fram í góðri trú um sannleiksgildi frásagnanna. Þá ber Sindri einnig fyrir sig að eins og á stendur í þessu tiltekna máli, vegi tjáningarfrelsið þyngra á metunum en friðhelgi einkalífs tónlistarmannsins, meðal annars með vísan til þjóðfélagsumræðu. Vísir hefur áður greint frá því að Sindri hyggist mæta stefnu Ingólfs af hörku en tónlistarmaðurinn hefur lítið verið í sviðsljósinu síðan ásakanirnar komu fram. Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. 5. janúar 2022 11:47 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra verði dæmd dauð og ómerk og vill þar að auki þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá krefst hann þess einnig að Sindra verði gert að birta forsendur og niðurstöðu dóms í málinu á Twitter-síðu sinni og Facebook svæði sínu, ekki síðar en fjórtán dögum frá dómsuppkvaðningu, að viðlögðum 30.000 króna dagsektum. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Sex einstaklingar hafa nú fengið kröfubréf frá Ingólfi og verður fyrsta málið, mál Sindra, tekið fyrir þann 18. janúar næstkomandi. „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Lögmaður Ingólfs segir að ummælin séu brot klárt brot á hegningarlögum enda séu þau ærumeiðandi. Í stefnu Ingólfs segir að ekkert bendi til þess að Ingólfur hafi framið refsiverð brot enda sé hann með hreinan sakaferil. Þá hafi ekkert barn eða foreldri barns sakað hann um brot gegn barni. Í stefnunni segir að Sindri hafi gefið Ingólfi að sök að hafa stundað refsiverða háttsemi; það er að segja, gerst sekur um samræði við börn. Samkvæmt því sé um staðhæfingu um tiltekna staðreynd að ræða, ekki almennan gildisdóm eða beinlínis skoðun. Þá segir að Sindri hafi einnig gerst sekur um brot gegn friðhelgi einkalífs Ingólfs, meðal annars með því að hafa birt myndband af tónlistarmanninum. Segist ekki hafa sakað Ingó um refsiverðan verknað Greinargerð lögmanns Sindra er mjög ítarleg og hefst á samantekt á þjóðfélagsumræðu um stöðu kynferðisbrota á Íslandi. Þá eru tekin saman ýmis handahófskennd ummæli úr þjóðfélagsumræðunni um samfarir við börn á aldrinum 15 til 18 ára og meðal annars bent á nýlegt mál þjóðþekkts leikara. Þar að auki rekur Sindri tugi sagna þolenda víðsvegar af samfélagsmiðlum af meintum brotum tónlistarmannsins. Hvað ummælin fimm sem slík varðar, ber Sindri í megindráttum fyrir sig að hann hafi ekki fullyrt að Ingólfur hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hann hafi þar af leiðandi ekki sakað tónlistarmanninn um refsiverðan verknað, og væri því ekki um staðhæfingu um staðreynd að ræða. Ummælin hafi þar að auki verið sett fram í góðri trú um sannleiksgildi frásagnanna. Þá ber Sindri einnig fyrir sig að eins og á stendur í þessu tiltekna máli, vegi tjáningarfrelsið þyngra á metunum en friðhelgi einkalífs tónlistarmannsins, meðal annars með vísan til þjóðfélagsumræðu. Vísir hefur áður greint frá því að Sindri hyggist mæta stefnu Ingólfs af hörku en tónlistarmaðurinn hefur lítið verið í sviðsljósinu síðan ásakanirnar komu fram.
„Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“
Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. 5. janúar 2022 11:47 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42
Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. 5. janúar 2022 11:47