Vogue fékk að vita allt um málið og þær Ingunn Sig og Heiður Ósk pistlahöfundar okkar hér á Lífinu urðu fullar af innblæstri eftir að horfa á myndband tískutímaritsins. HI beauty skvísurnar tóku því saman nokkrar vörur í 58 skrefa rútínu leikkonunnar.
Ég gef þeim orðið...
„Eftir að hafa horft á Shay Mitchell gera sig til á Vogue Beauty í 58 skrefum varð innkaupalistinn ansi langur. Við tókum saman þær vörur sem okkur fannst þær áhugaverðar. Fyrir áhugasama má sjá myndbandið hér að neðan, en í því er hægt að læra ýmis „tips og tricks“ úr Hollywood með því að horfa.“
Makeup By Mario Master Mattes Eyeshadow Palette
Master Mattes augnskugga pallettan frá Makeup By Mario er búin að vera í stanslausri notkun hjá okkur báðum síðustu mánuði og er hún hin fullkomna matta palletta sem allir ættu að eiga.

ESARORA Ice Roller
Árið 2021 sáum við ís taka yfir TikTok! Þar voru allir með klaka og renndu honum yfir andlitið til að draga úr þrota og auka ljóma húðarinnar. Þessi græja frá ESARORA gerir okkur auðveldara fyrir að „ís-a“ á okkur andlitið ef svo má kalla það.

REFY Gloss Highlighter
Í myndbandinu notar Shay Mitchell fjótandi highlighterinn frá REFY sem við erum svo spenntar fyrir að prófa. Augabrúnavörurnar frá REFY hafa slegið í gegn, enda er Jess Hunt, ein stofnenda merkisins ein af þeim fyrstu sem við sáum skarta sápuaugabrúnatrendinu (e.soap brows).

Got 2b Glued Spiking Glue
Gelið frá Got2b hefur farið eins og eldur um sinu á TikTok og er þetta einstaklega fjölnota vara. Hægt er að nota þessa vöru bæði í hárið og augabrúnirnar og heldur gelið nánast jafnvel og lím!

Nurse Jamie Uplift Facial Massaging Beauty Roller
Ef það er eitthvað á óskalistanum eftir hátíðarnar þá mun það vera þetta nuddtæki frá Nurse Jamie sem eykur blóðflæðið í húðinni og dregur úr þrota og bólgum. Tækið er sérhannað til að móta andlitið og ýta undir okkar náttúrulegu beinabyggingu.

Þættirnir Snyrtiborðið með HI beauty fara aftur af stað síðar í þessum mánuði. Þeir sem hafa ekki séð fyrstu þáttaröðina geta horft á hana HÉR á Vísi.