Íslenskir blóðmerabændur taki margfalt magn miðað við alþjóðlega staðla Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2022 15:36 Skjáskot úr þýsku myndbandi sem segja má að varpað hafi ljósi á blóðmerarhald fyrir hinum almenna Íslendingi. TSB TIERSCHUTZBUND ZURICH Tveir svissneskir dýralæknar og áhugafólk um íslenska hestinn segja magn blóðs sem tekið er af fylfullum merum vikulega hér á landi við blóðmerabúskap vera rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka á eins til tveggja mánaða fresti. Þau Barla Barandun, dýralæknir með sérhæfingu í hestalækningum, og Prof. Dr. med. vet. Ewald Isenbügel, stofnfélagi, fyrsti formaður og heiðursfélagi FEIF og prófessor emeritus við dýralæknadeild háskólans í Zürich, fara hörðum orðum um blóðmera hald á Íslandi í ítarlegu opnu bréfi sem birt var hér á Vísi. „Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum,“ segja þau. Þau segja mjög erfitt að áætla blóðmagn hrossa, til þess að meta hversu mikið blóð megi taka úr hryssu skaðlaust þurfi að taka tillit til fóður- og þjálfunarástands hestsins. Hafa skal í huga að hjá feitum hrossum má ekki áætla blóðmagn í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu. Þá sé nauðsynlegt að nota hrossavigt við slíka áætlun ef fylgja á alþjóðlegum viðmiðum um hæfilega blóðtöku. „Samkvæmt reglum MAST er hins vegar leyfilegt að taka fimm lítra af blóði úr hryssum, fjögurra vetra og eldri, óháð stærð, þyngd og fóðurástandi og engar reglur eða viðmið um mat á þyngd liggja fyrir,“ segja þau. Samkvæmt útreikningum höfunda á meðalblóðmagni blóðmera hér á landi má gera ráð fyrir um 24,5 lítrum. Ef tekið er dæmi um mjög þunga hryssu í góðu standi og með óvenjuhátt blóðhlutfall er blóðmagn hennar í mesta lagi 32 lítrar. „Um er að ræða algera undantekningu og hámarksgildi en þetta dæmi kemst þó ekki nálægt því meðaltali sem gengið er út frá við blóðmerahald á Íslandi, sem eru 35 – 37 lítrar! Ef teknir eru fimm lítrar blóðs úr þessari hryssu þá er það meira en 15% af blóðmagni hennar og rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka, ekki vikulega, eins og gert er á Íslandi, heldur með eins til tveggja mánaða hléum milli skipta!“ segja höfundar. Þá sé samkvæmt reglum Matvælastofnunar heimilt að taka fimm lítra blóðs með einnar viku millibili allt að átta sinnum. „Það þýðir að taka megi allt að 40 lítra af blóði úr fylfullri hryssu sem mögulega er með folald á spena á 56 daga tímabili. Þetta þýðir að hryssurnar þurfa að endurnýja allt blóðmagn sitt og gott betur (8 – 15 lítrum meira) innan tveggja mánaða tímabils.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en áhugasömum er bent á ítarlega grein þeirra Barla Barandun og Ewald Isenbügel hér að ofan. Blóðmerahald Dýr Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þau Barla Barandun, dýralæknir með sérhæfingu í hestalækningum, og Prof. Dr. med. vet. Ewald Isenbügel, stofnfélagi, fyrsti formaður og heiðursfélagi FEIF og prófessor emeritus við dýralæknadeild háskólans í Zürich, fara hörðum orðum um blóðmera hald á Íslandi í ítarlegu opnu bréfi sem birt var hér á Vísi. „Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum,“ segja þau. Þau segja mjög erfitt að áætla blóðmagn hrossa, til þess að meta hversu mikið blóð megi taka úr hryssu skaðlaust þurfi að taka tillit til fóður- og þjálfunarástands hestsins. Hafa skal í huga að hjá feitum hrossum má ekki áætla blóðmagn í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu. Þá sé nauðsynlegt að nota hrossavigt við slíka áætlun ef fylgja á alþjóðlegum viðmiðum um hæfilega blóðtöku. „Samkvæmt reglum MAST er hins vegar leyfilegt að taka fimm lítra af blóði úr hryssum, fjögurra vetra og eldri, óháð stærð, þyngd og fóðurástandi og engar reglur eða viðmið um mat á þyngd liggja fyrir,“ segja þau. Samkvæmt útreikningum höfunda á meðalblóðmagni blóðmera hér á landi má gera ráð fyrir um 24,5 lítrum. Ef tekið er dæmi um mjög þunga hryssu í góðu standi og með óvenjuhátt blóðhlutfall er blóðmagn hennar í mesta lagi 32 lítrar. „Um er að ræða algera undantekningu og hámarksgildi en þetta dæmi kemst þó ekki nálægt því meðaltali sem gengið er út frá við blóðmerahald á Íslandi, sem eru 35 – 37 lítrar! Ef teknir eru fimm lítrar blóðs úr þessari hryssu þá er það meira en 15% af blóðmagni hennar og rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka, ekki vikulega, eins og gert er á Íslandi, heldur með eins til tveggja mánaða hléum milli skipta!“ segja höfundar. Þá sé samkvæmt reglum Matvælastofnunar heimilt að taka fimm lítra blóðs með einnar viku millibili allt að átta sinnum. „Það þýðir að taka megi allt að 40 lítra af blóði úr fylfullri hryssu sem mögulega er með folald á spena á 56 daga tímabili. Þetta þýðir að hryssurnar þurfa að endurnýja allt blóðmagn sitt og gott betur (8 – 15 lítrum meira) innan tveggja mánaða tímabils.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en áhugasömum er bent á ítarlega grein þeirra Barla Barandun og Ewald Isenbügel hér að ofan.
Blóðmerahald Dýr Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira