Tiana Ósk „dustaði af sér rykið“ eftir meiðsli og fór vel af stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2022 15:31 Tiana Ósk Whitworth byrjaði keppnistímabilið og um leið árið vel. Instagram/@tianaaosk Frjálsíþróttaáhugafólk gladdist yfir endurkomu spretthlauparans Tiönu Óskar Whitworth inn á keppnisvöllinn á innanfélagsmóti Reykjavíkurfélagana um síðustu helgi. Það var ekki aðeins ánægjulegt að sjá Tiönu keppa heldur kom hún sterk til baka úr meiðslum. Tiana Ósk kom í mark í 60 metra hlaupi á tímanum 7,54 sekúndum sem er þriðji besti tíminn hennar á ferlinum. Tiana á best 7,47 sekúndna hlaup frá 2018. „Það var geggjaður fílingur í mér um helgina! Vissi að ég væri komin í gott form svo það var bara að dusta af sér rykið og byrja þetta! Alltaf smá stress í kringum fyrsta hlaup svo það var frábært að ná góðum tíma og stefni bara á að halda áfram að hlaupa hratt,“ sagði Tiana Ósk Whitworth í viðtali við heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var einnig meðal keppenda á innanfélagsmóti Reykjarvíkurliðana. Hún kastaði lengst 16,46 metra sem er annar besti árangur hennar í kúluvarpi innanhúss. Hlynur Andrésson (ÍR) hljóp á sínum besta tíma frá upphafi í 10 kílómetra götuhlaupi í Valencia á sunnudaginn. Hann kom í mark á tímanum 29:24 mínútum og hafnaði í 49. Sæti. Hlynur er fluttur til Ítalíu og er þjálfarinn hans Ítalinn Stefano Baldini, fyrrum ólympíumeistari í maraþoni. Hlynur er að stefna á lágmark á EM í München í tíu þúsund metra hlaupi. Lágmarkið er 28:15,00 mín. en Íslandsmet hans í greininni er 28:55,47 mín. sem hann setti á European 10.000m Cup i fyrra. Þann 3. desember kepptu þeir Baldvin Þór Magnússon (UFA) og Óliver Máni Samúelsson (Ármann) á GVSU Holiday Open í Allendale, Michigan. Baldvin hljóp á besta tíma frá upphafi í 5000 metra hlaupi innanhúss. Hann kom annar í mark á tímanum 13:41,39 mín. en þar sem brautin er 300 metrar, (oversized track) er þetta ekki Íslandsmet. Óliver varð annar í 200 metra hlaupi á persónulegri bætingu 22,17 sek. en hann átti áður 22,47 sek. Óliver var einnig nálægt sínu besta í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,10 sek. en hann á best 7,07 sek. Óliver er í Hillsdale College í Michigan fylki ásamt Degi Andra Einarssyni. View this post on Instagram A post shared by Tiana O sk (@tianaaosk) Frjálsar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Það var ekki aðeins ánægjulegt að sjá Tiönu keppa heldur kom hún sterk til baka úr meiðslum. Tiana Ósk kom í mark í 60 metra hlaupi á tímanum 7,54 sekúndum sem er þriðji besti tíminn hennar á ferlinum. Tiana á best 7,47 sekúndna hlaup frá 2018. „Það var geggjaður fílingur í mér um helgina! Vissi að ég væri komin í gott form svo það var bara að dusta af sér rykið og byrja þetta! Alltaf smá stress í kringum fyrsta hlaup svo það var frábært að ná góðum tíma og stefni bara á að halda áfram að hlaupa hratt,“ sagði Tiana Ósk Whitworth í viðtali við heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var einnig meðal keppenda á innanfélagsmóti Reykjarvíkurliðana. Hún kastaði lengst 16,46 metra sem er annar besti árangur hennar í kúluvarpi innanhúss. Hlynur Andrésson (ÍR) hljóp á sínum besta tíma frá upphafi í 10 kílómetra götuhlaupi í Valencia á sunnudaginn. Hann kom í mark á tímanum 29:24 mínútum og hafnaði í 49. Sæti. Hlynur er fluttur til Ítalíu og er þjálfarinn hans Ítalinn Stefano Baldini, fyrrum ólympíumeistari í maraþoni. Hlynur er að stefna á lágmark á EM í München í tíu þúsund metra hlaupi. Lágmarkið er 28:15,00 mín. en Íslandsmet hans í greininni er 28:55,47 mín. sem hann setti á European 10.000m Cup i fyrra. Þann 3. desember kepptu þeir Baldvin Þór Magnússon (UFA) og Óliver Máni Samúelsson (Ármann) á GVSU Holiday Open í Allendale, Michigan. Baldvin hljóp á besta tíma frá upphafi í 5000 metra hlaupi innanhúss. Hann kom annar í mark á tímanum 13:41,39 mín. en þar sem brautin er 300 metrar, (oversized track) er þetta ekki Íslandsmet. Óliver varð annar í 200 metra hlaupi á persónulegri bætingu 22,17 sek. en hann átti áður 22,47 sek. Óliver var einnig nálægt sínu besta í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,10 sek. en hann á best 7,07 sek. Óliver er í Hillsdale College í Michigan fylki ásamt Degi Andra Einarssyni. View this post on Instagram A post shared by Tiana O sk (@tianaaosk)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira