„Skítaveður“ í tveimur skömmtum væntanlegt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2022 14:58 Hvassviðri og slydda eða snjókoma fylgir veðrinu. Vísir/Vilhelm Gular viðvaranir eru í gildi fyrir vestanvert landið í kvöld, nótt, morgundaginn og fram á fimmtudag. Reiknað er með hvassviðri og éljagangi í tveimur skömmtum. „Þetta eru alls ekki ólík veður en það er smá bil á milli þeirra,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Fyrsta viðvörunin tekur gildi klukkan 22 í kvöld á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi þar sem reiknað er með suðvestan 15-23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Gengur hratt yfir Klukkan 23 bætist gul viðvörun við Breiðafjörð og á miðnætti nær viðvörunin einnig yfir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Detta þær svo ein af öðrum út til klukkan fimm í nótt þegar landið verður viðvörunarlaust. Staðan á miðnætti.Veðurstofan „Seint í kvöld hvessir duglega á vestanverðu landinu. Það fylgir þessu slydda eða snjókoma í svolítinn tíma. Þetta gengur hratt yfir. Það verður skítaveður í kannski einhverja tvo, þrjá, fjóra tíma á hverjum stað, ekki mikið meira,“ segir Birgir Örn. Umferð gæti spillst Klukkan níu á morgun hefst önnur umferð af gulum viðvörunum. Þá er varað við suðvestan stomi og éljum á Breiðafirði með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Klukkan tólf á morgun bætast gular viðvaranir við á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, með sömu eða svipuðum veðurskilyrðum og varað er við á Breiðafirði um morguninn. Þessar viðvaranir gilda fram á fimmtudag. „Það hvessir aftur og um hádegi á morgun er kominn hvassviðri eða stormur og éljagangur á vestanverðu landinu,“ segir Birgir Örn. Búast má við einhverjum samgöngutruflunum vegna veðursins en Vegagerðin hefur varað við því að færð geti spillst á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
„Þetta eru alls ekki ólík veður en það er smá bil á milli þeirra,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Fyrsta viðvörunin tekur gildi klukkan 22 í kvöld á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi þar sem reiknað er með suðvestan 15-23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Gengur hratt yfir Klukkan 23 bætist gul viðvörun við Breiðafjörð og á miðnætti nær viðvörunin einnig yfir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Detta þær svo ein af öðrum út til klukkan fimm í nótt þegar landið verður viðvörunarlaust. Staðan á miðnætti.Veðurstofan „Seint í kvöld hvessir duglega á vestanverðu landinu. Það fylgir þessu slydda eða snjókoma í svolítinn tíma. Þetta gengur hratt yfir. Það verður skítaveður í kannski einhverja tvo, þrjá, fjóra tíma á hverjum stað, ekki mikið meira,“ segir Birgir Örn. Umferð gæti spillst Klukkan níu á morgun hefst önnur umferð af gulum viðvörunum. Þá er varað við suðvestan stomi og éljum á Breiðafirði með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Klukkan tólf á morgun bætast gular viðvaranir við á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, með sömu eða svipuðum veðurskilyrðum og varað er við á Breiðafirði um morguninn. Þessar viðvaranir gilda fram á fimmtudag. „Það hvessir aftur og um hádegi á morgun er kominn hvassviðri eða stormur og éljagangur á vestanverðu landinu,“ segir Birgir Örn. Búast má við einhverjum samgöngutruflunum vegna veðursins en Vegagerðin hefur varað við því að færð geti spillst á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði.
Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent