Þá hefur neysla aukist mjög samhliða vöruskorti vegna skorts á vinnuafli og hráefnum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Verðbólgan hefur étið upp launahækkanir síðasta árs og kannanir vestanhafs sýna að kjósendur eru farnir að hafa meiri áhyggjur af verðbólgunni en faraldri kórónuveirunnar.
Hækkandi verð á eldsneyti og matvælum hefur komið verulega niður á vinsældum Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, og er hann undir miklum þrýstingi varðandi það að snúa þessari þróun við.
Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingum að Seðlabanki Bandaríkjanna muni byrja að hækka vexti strax í mars og það verði að líklega gert þó nokkrum sinnum á árinu en fjöldinn muni velta á pólitískum þrýstingi.
Þá búast hagfræðingar við því að draga muni úr verðbólgu þegar ómíkron-bylgjan gengur niður og neysluhættir Bandaríkjamanna færast í eðlilegt horf. Þá eru einnig vísbendinar um að draga sé úr þeim vandræðum sem leitt hafa til vöruskorts.