„Mamma sagði mér að ég ætti þetta skilið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2022 16:31 Athletic Bilbao bræðurnir Nico Williams og Inaki Williams fagna með móður sinni eftir leikinn en hún flaug til Sádí Arabíu til að horfa á strákana sína spila. AP/Hassan Ammar Athletic Bilbao sló Atletico Madrid óvænt út úr spænska Ofurbikarnum í gær og tryggði sér um leið úrslitaleik á móti Real Madrid. Hetja Athletic Bilbao var táningurinn Nico Williams sem skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok en stórlið Atletico Madrid hafði komist yfir í leiknum. Real Madrid vann 3-2 sigur á Barcelona í hinum undanúrslitaleiknum og úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Fjögur lið fá þátttöku í spænska Ofurbikarnum sem er spilaður í Sádí Arabíu en það eru tvö efstu liðin í deildinni og í spænska bikarnum frá síðustu leiktíð. 19-year-old Nico Williams scored the winner for Athletic Club with his brother Inaki on the pitch with him and his mother in the crowd Fam pic.twitter.com/hmlujqne8Y— International Champions Cup (@IntChampionsCup) January 13, 2022 Nico Williams er nítján ára gamall og á sínu fyrsta alvöru tímabili með aðalliði Athletic Bilbao. Eldri bróðir hans, Inaki Williams, hefur spilað með liðinu undanfarin átta ár og er sá sem hefur spilað flesta leiki í röð í spænsku deildinni án þess að missa úr leik. „Það eru miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna,“ sagði Nico Williams eftir leikinn. ¡TREMENDO MOMENTO EN LA SUPERCOPA DE ESPAÑA! Nico Williams le da la ventaja al Athletic sobre el Atlético y celebra entre lágrimas de alegría con su hermano Iñaki. En las tribunas, también su madre no pudo contener el llanto. pic.twitter.com/D6IVMgd8JP— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) January 13, 2022 „Ég vona að það verði fleiri svona ánægjustundir. Ég er svo ánægður að fá að upplifa þetta með bróður mínum og móður minni sem kom og faðmaði okkur bræðurna í leikslok,“ sagði Nico. „Mamma sagði mér að ég ætti þetta skilið. Ég mun aldrei gleyma faðmlaginu frá bróður mínum eftir að ég skoraði markið,“ sagði Nico. Nico Williams hefur ekki náð að skora í spænsku deildinni í vetur en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Mancha Real í spænska bikarnum í byrjun nýs árs. Árið 2022 fer því vel af stað hjá stráknum. 19-year-old Nico Williams, brother of Athletic Club legend Inaki Williams, scored an 81st minute, from 1-0 down, to go into the Supercopa final against Real Madrid C.F..Their mother flew out to the game and watch her sons celebrate together Ballers pic.twitter.com/wyjqq0VYQb— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 14, 2022 Spænski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira
Hetja Athletic Bilbao var táningurinn Nico Williams sem skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok en stórlið Atletico Madrid hafði komist yfir í leiknum. Real Madrid vann 3-2 sigur á Barcelona í hinum undanúrslitaleiknum og úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Fjögur lið fá þátttöku í spænska Ofurbikarnum sem er spilaður í Sádí Arabíu en það eru tvö efstu liðin í deildinni og í spænska bikarnum frá síðustu leiktíð. 19-year-old Nico Williams scored the winner for Athletic Club with his brother Inaki on the pitch with him and his mother in the crowd Fam pic.twitter.com/hmlujqne8Y— International Champions Cup (@IntChampionsCup) January 13, 2022 Nico Williams er nítján ára gamall og á sínu fyrsta alvöru tímabili með aðalliði Athletic Bilbao. Eldri bróðir hans, Inaki Williams, hefur spilað með liðinu undanfarin átta ár og er sá sem hefur spilað flesta leiki í röð í spænsku deildinni án þess að missa úr leik. „Það eru miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna,“ sagði Nico Williams eftir leikinn. ¡TREMENDO MOMENTO EN LA SUPERCOPA DE ESPAÑA! Nico Williams le da la ventaja al Athletic sobre el Atlético y celebra entre lágrimas de alegría con su hermano Iñaki. En las tribunas, también su madre no pudo contener el llanto. pic.twitter.com/D6IVMgd8JP— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) January 13, 2022 „Ég vona að það verði fleiri svona ánægjustundir. Ég er svo ánægður að fá að upplifa þetta með bróður mínum og móður minni sem kom og faðmaði okkur bræðurna í leikslok,“ sagði Nico. „Mamma sagði mér að ég ætti þetta skilið. Ég mun aldrei gleyma faðmlaginu frá bróður mínum eftir að ég skoraði markið,“ sagði Nico. Nico Williams hefur ekki náð að skora í spænsku deildinni í vetur en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Mancha Real í spænska bikarnum í byrjun nýs árs. Árið 2022 fer því vel af stað hjá stráknum. 19-year-old Nico Williams, brother of Athletic Club legend Inaki Williams, scored an 81st minute, from 1-0 down, to go into the Supercopa final against Real Madrid C.F..Their mother flew out to the game and watch her sons celebrate together Ballers pic.twitter.com/wyjqq0VYQb— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 14, 2022
Spænski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira