Tipparinn keypti miðann í appi Íslenskra getrauna og er þetta hæsti vinningur sem unnist hefur á Enska getraunaseðlinum í appinu frá upphafi.
Samkvæmt tilkynningu frá Íslenskri getspá tvítryggði Akureyringurinn sjö leiki, þrítryggði einn leik og var með eitt merki á fimm leikjum. Getraunaseðillinn kostaði hann 5.760 krónur.
Þá er þess getið í tilkynningunni að tipparinn sé stuðningsmaður KA.