Formaður FKA neitar að stíga frá borði Smári Jökull Jónsson skrifar 16. janúar 2022 13:40 Sigríður Hrund Pétursdóttir er formaður FKA. FKA Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. Í frétt DV um málið er vitnað í tilkynningu sem send var á félagskonur FKA frá þeim sex konum sem skipa stjórn félagsins. Þar segir að þær hafi óskað eftir því á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund „sýndi ábyrgð og stigi til hliðar“. Sú ósk sé byggð á atriðum í framkomu formanns síðustu mánuði þó læk við færslu Loga Bergmanns og viðbrögð í kjölfarið vegi þar þyngst. Í frétt Vísis um læk Sigríðar á sínum tíma viðurkenndi hún að hafa gert mistök þegar hún lækaði færslu Loga Bergmann Eiðssonar á Facebook þar sem Logi neitaði að hafa brotið á Vítalíu Lazarevu. Hún sagði þá að fyrir henni merki þumallinn umtalaði ekki alltaf samþykki heldur sendi skilaboðin „ég heyri hvað þú segir“ til færsluhöfundar. Hún hafi þó ákveðið að fjarlægja endurgjöfina þegar henni var bent á það hversu merkingarbært slíkt læk getur verið. Mun halda sig til hlés í fjölmiðlum Ljóst er að þessi viðbrögð Sigríðar hafa ekki dugað fyrir stjórn FKA. Í tilkynningu stjórnarinnar segir að niðurstaða formannsins hafi verið að stíga ekki til hliðar á þeim forsendum að ekki væri stoð fyrir því í lögum félagsins og vegna þess stuðnings sem hún telur sig hafa. Hún samþykkti hins vegar að halda sig til hlés frá fjölmiðlum fram að næsta aðalfundi. Í frétt DV segir að eftir að tilkynning stjórnarkvennanna var send á félagskonur hafi Sigríður Hrund sent frá sér yfirlýsingu í lokuðum hópi FKA á Facebook. Þar kemur hún inn á þá ákvörðun sína að hætta ekki sem formaður félagsins. Heitar umræður hafa skapast í hópnum um málið þar sem því er meðal annars velt upp hver heimild stjórnar sé að setja formann til hliðar. Þá velta félagskonur því einnig fyrir sér hvað annað en lækið umtalaða hafi orðið til þess að stjórnin hafi farið fram á afsögn Sigríðar en ekkert kemur nánar fram í tilkynningu stjórnarinnar hvaða önnur atriði í framkomu hennar hafi orðið til þess að krafist var afsagnar. Félagsmál Kynferðisofbeldi MeToo Samfélagsmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í frétt DV um málið er vitnað í tilkynningu sem send var á félagskonur FKA frá þeim sex konum sem skipa stjórn félagsins. Þar segir að þær hafi óskað eftir því á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund „sýndi ábyrgð og stigi til hliðar“. Sú ósk sé byggð á atriðum í framkomu formanns síðustu mánuði þó læk við færslu Loga Bergmanns og viðbrögð í kjölfarið vegi þar þyngst. Í frétt Vísis um læk Sigríðar á sínum tíma viðurkenndi hún að hafa gert mistök þegar hún lækaði færslu Loga Bergmann Eiðssonar á Facebook þar sem Logi neitaði að hafa brotið á Vítalíu Lazarevu. Hún sagði þá að fyrir henni merki þumallinn umtalaði ekki alltaf samþykki heldur sendi skilaboðin „ég heyri hvað þú segir“ til færsluhöfundar. Hún hafi þó ákveðið að fjarlægja endurgjöfina þegar henni var bent á það hversu merkingarbært slíkt læk getur verið. Mun halda sig til hlés í fjölmiðlum Ljóst er að þessi viðbrögð Sigríðar hafa ekki dugað fyrir stjórn FKA. Í tilkynningu stjórnarinnar segir að niðurstaða formannsins hafi verið að stíga ekki til hliðar á þeim forsendum að ekki væri stoð fyrir því í lögum félagsins og vegna þess stuðnings sem hún telur sig hafa. Hún samþykkti hins vegar að halda sig til hlés frá fjölmiðlum fram að næsta aðalfundi. Í frétt DV segir að eftir að tilkynning stjórnarkvennanna var send á félagskonur hafi Sigríður Hrund sent frá sér yfirlýsingu í lokuðum hópi FKA á Facebook. Þar kemur hún inn á þá ákvörðun sína að hætta ekki sem formaður félagsins. Heitar umræður hafa skapast í hópnum um málið þar sem því er meðal annars velt upp hver heimild stjórnar sé að setja formann til hliðar. Þá velta félagskonur því einnig fyrir sér hvað annað en lækið umtalaða hafi orðið til þess að stjórnin hafi farið fram á afsögn Sigríðar en ekkert kemur nánar fram í tilkynningu stjórnarinnar hvaða önnur atriði í framkomu hennar hafi orðið til þess að krafist var afsagnar.
Félagsmál Kynferðisofbeldi MeToo Samfélagsmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59