Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. janúar 2022 21:00 Auður Helga Halldórsdóttir, 16 ára stelpa í Þorlákshöfn, sem ætlar sér langt í fótboltanum enda búin að setja sér há markmið í þeim efnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt. Þegar komið er inn í herbergi Auðar, sem býr í foreldrahúsum í Þorlákshöfn er þar allt fullt af verðlaunagripum og bikurum fyrir góðan árangur í íþróttum. Bakvið hurð er síðan snagi að sligast á vegginum undan verðlaunapeningum. Landsliðsbúningurinn í fimleikum er líka inn í herberginu en Auður var í liði Íslands á Evrópumeistaramótinu á nýliðnu ári. Á því móti var hún valin „Shooting star“ á mótinu fyrir dugnað og þrautseigju en þetta er í fyrsta skipti, sem Íslendingi hlotnast sá heiður. „Fólk, sem fær þessa viðurkenningu er fólk, sem hefur einhverja sögu að segja. Já, ég var í landsliðinu í fótbolta og fimleikum og það er búið að ganga mjög vel í frjálsum, svo spila ég á þverflautu,“ segir Auður Helga. Auður segir að fimleikarnir og fótboltinn séu skemmtilegustu greinarnar en nú hefur hún ákveðið að hætta að æfa fimleika og snúa sér alfarið að fótboltanum og þar setur hún markmiðið hátt. Herbergið hjá Auði Helgu er meira og minna fullt af verðlaunagripum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög sárt að þurfa að skilja við fimleikana, allur félagsskapurinn og þjálfararnir, þetta er erfitt,“ segir hún. En hvað stefnir hún hátt í fótboltanum? „Ég ætla bara að reyna að komast á toppinn, landsliðið, atvinnumennska eða fara í háskóla í Bandaríkjunum.“ Auður Helga setur sér markmið fyrir hvert verkefni í lífinu. Hún skrifar það eða þau niður samviskusamlega á blað og skrifar síðan aftur þegar hún hefur náð markmiðinu. „Það er mjög mikilvægt að setja sér markmið til þess að stefna að einhverju, ég hef alltaf gert það í fimleikum og fótbolta. Það er allt hægt ef maður vill það,“ segir Auður Helga brosandi. Auði þykir líka gaman að dansa enda góður dansari. Auður Helga er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem hún er m.a. í knattspyrnuakademíu skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Frjálsar íþróttir Fimleikar Fótbolti Tónlist Dans Ballett Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þegar komið er inn í herbergi Auðar, sem býr í foreldrahúsum í Þorlákshöfn er þar allt fullt af verðlaunagripum og bikurum fyrir góðan árangur í íþróttum. Bakvið hurð er síðan snagi að sligast á vegginum undan verðlaunapeningum. Landsliðsbúningurinn í fimleikum er líka inn í herberginu en Auður var í liði Íslands á Evrópumeistaramótinu á nýliðnu ári. Á því móti var hún valin „Shooting star“ á mótinu fyrir dugnað og þrautseigju en þetta er í fyrsta skipti, sem Íslendingi hlotnast sá heiður. „Fólk, sem fær þessa viðurkenningu er fólk, sem hefur einhverja sögu að segja. Já, ég var í landsliðinu í fótbolta og fimleikum og það er búið að ganga mjög vel í frjálsum, svo spila ég á þverflautu,“ segir Auður Helga. Auður segir að fimleikarnir og fótboltinn séu skemmtilegustu greinarnar en nú hefur hún ákveðið að hætta að æfa fimleika og snúa sér alfarið að fótboltanum og þar setur hún markmiðið hátt. Herbergið hjá Auði Helgu er meira og minna fullt af verðlaunagripum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög sárt að þurfa að skilja við fimleikana, allur félagsskapurinn og þjálfararnir, þetta er erfitt,“ segir hún. En hvað stefnir hún hátt í fótboltanum? „Ég ætla bara að reyna að komast á toppinn, landsliðið, atvinnumennska eða fara í háskóla í Bandaríkjunum.“ Auður Helga setur sér markmið fyrir hvert verkefni í lífinu. Hún skrifar það eða þau niður samviskusamlega á blað og skrifar síðan aftur þegar hún hefur náð markmiðinu. „Það er mjög mikilvægt að setja sér markmið til þess að stefna að einhverju, ég hef alltaf gert það í fimleikum og fótbolta. Það er allt hægt ef maður vill það,“ segir Auður Helga brosandi. Auði þykir líka gaman að dansa enda góður dansari. Auður Helga er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem hún er m.a. í knattspyrnuakademíu skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Frjálsar íþróttir Fimleikar Fótbolti Tónlist Dans Ballett Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira