Íslendingar á varamannabekkjum | Alfreð spilaði sínar fyrstu mínútur í tvo mánuði Atli Arason skrifar 16. janúar 2022 17:31 Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson, Þórir Jóhann Helgason og Albert Guðmundsson þurftu allir að sætta sig við að byrja leiki sinna liða í dag meðal varamanna. Alfreð Finnbogason kom inn af varamannabekknum í jafntefli gegn Frankfurt en þetta voru fyrstu mínútur Alfreðs síðan hann spilaði 45 mínútur gegn Wolfsburg þann 6. nóvember á síðasta ári. Eintracht Frankfurt gerði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en Rafael Borre stingur boltanum þá í gegnum vörn Augsburg á Daichi Kamada sem var þá kominn einn í gegn og klárar vel fram hjá Gikiewicz í marki Augsburg. Augsburg jafnar metin á 38. mínútu þegar Michael Gregoritsch er fyrstur að átta sig þegar boltinn dettur niður inn í vítateig Frankfurt. Gregoritsch skilar boltanum snyrtilega í net Frankfurt og allt orðið jafnt aftur. Síðari hálfleikur var frekar rólegur en á 84. mínútu er Alfreð Finnbogasyni skipt inn á og tíu mínútum síðar, eða í uppbótatíma leiksins, kemst Florian Niederlechner einn í gegnum vörn Frankfurt eftir stungusendingu Alfreðs með hælnum. Niederlechner sem var einn gegn markverði fer illa af ráði sínu og skaut beint á Ramaj, markvörð Frankfurt. Því voru lokatölur leiksins 1-1. Augsburg er í 15. sæti deildarinnar með 19 stig eftir jafnteflið, einu stigi frá öruggu sæti. Eintracht Frankfurt klifrar upp í 8. sætið með 28 stig. Venezia 1 - 1 Empoli Arnór Sigurðsson, leikmaður Veneziavísir/Getty Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Venezia sem gerði 1-1 jafntefli við Empoli í ítölsku Serie A í dag. Nýjasti leikmaður Venezia, Portúgalinn Nani, byrjaði leikinn einnig á bekknum með Arnóri en Nani kom inn á völlinn á 72. mínútu þegar Venezia var marki undir. Mínútu síðar leggur Nani upp mark fyrir David Okereke sem jafnar metin og þar við sat. Venezia er eftir jafnteflið með 18 stig í 17. sæti en Empoli er í 11. sæti með 29 stig. Pordenone 0 - 1 Lecce Þórir Jóhann Helgason í landsliðstreyjunniVísir/Jónína Guðbjörg Þórir Jóhann Helgason lék í 8 mínútur með Lecce á útivelli gegn Pordenone í ítölsku Serie B. Þórir kom inn af varamannabekknum á 83. mínútu í stöðunni 0-1 fyrir Lecce en gestirnir voru einnig manni fleiri. Með sigrinum fer Lecce í 34 stig í 5. sætið, fjórum stigum á eftir Hirti Hermanns og félögum í Pisa, sem eru í topp sæti deildarinnar. Lecce á leik til góða á öll lið fyrir ofan sig í deildinni. Sittard 1 - 2 AZ Alkmaar Albert Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar Albert Guðmundsson byrjaði einnig á varamannabekknum hjá liði sínu AZ Alkmaar sem átti leik gegn Sittard á útivelli í hollensku Eredivisie. AZ komst í 0-2 með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn áður en Albert kom inn á völlinn á 80. mínútu leiksins fyrir Hollendinginn Jordy Clasie. Heimamönnum í Sittard tekst að minnka muninn á 85. mínútu en nær komust þeir ekki. Lokatölur 1-2 fyrir AZ Alkmaar. Með sigrinum klifrar AZ upp yfir Twente í töflunni og er nú komið í 5. sæti með 35 stig. Sittard er á sama tíma í 17. og næst síðasta sæti deildarinnar með 13 stig, 5 stigum frá öruggu sæti. Þýski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Alfreð Finnbogason kom inn af varamannabekknum í jafntefli gegn Frankfurt en þetta voru fyrstu mínútur Alfreðs síðan hann spilaði 45 mínútur gegn Wolfsburg þann 6. nóvember á síðasta ári. Eintracht Frankfurt gerði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en Rafael Borre stingur boltanum þá í gegnum vörn Augsburg á Daichi Kamada sem var þá kominn einn í gegn og klárar vel fram hjá Gikiewicz í marki Augsburg. Augsburg jafnar metin á 38. mínútu þegar Michael Gregoritsch er fyrstur að átta sig þegar boltinn dettur niður inn í vítateig Frankfurt. Gregoritsch skilar boltanum snyrtilega í net Frankfurt og allt orðið jafnt aftur. Síðari hálfleikur var frekar rólegur en á 84. mínútu er Alfreð Finnbogasyni skipt inn á og tíu mínútum síðar, eða í uppbótatíma leiksins, kemst Florian Niederlechner einn í gegnum vörn Frankfurt eftir stungusendingu Alfreðs með hælnum. Niederlechner sem var einn gegn markverði fer illa af ráði sínu og skaut beint á Ramaj, markvörð Frankfurt. Því voru lokatölur leiksins 1-1. Augsburg er í 15. sæti deildarinnar með 19 stig eftir jafnteflið, einu stigi frá öruggu sæti. Eintracht Frankfurt klifrar upp í 8. sætið með 28 stig. Venezia 1 - 1 Empoli Arnór Sigurðsson, leikmaður Veneziavísir/Getty Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Venezia sem gerði 1-1 jafntefli við Empoli í ítölsku Serie A í dag. Nýjasti leikmaður Venezia, Portúgalinn Nani, byrjaði leikinn einnig á bekknum með Arnóri en Nani kom inn á völlinn á 72. mínútu þegar Venezia var marki undir. Mínútu síðar leggur Nani upp mark fyrir David Okereke sem jafnar metin og þar við sat. Venezia er eftir jafnteflið með 18 stig í 17. sæti en Empoli er í 11. sæti með 29 stig. Pordenone 0 - 1 Lecce Þórir Jóhann Helgason í landsliðstreyjunniVísir/Jónína Guðbjörg Þórir Jóhann Helgason lék í 8 mínútur með Lecce á útivelli gegn Pordenone í ítölsku Serie B. Þórir kom inn af varamannabekknum á 83. mínútu í stöðunni 0-1 fyrir Lecce en gestirnir voru einnig manni fleiri. Með sigrinum fer Lecce í 34 stig í 5. sætið, fjórum stigum á eftir Hirti Hermanns og félögum í Pisa, sem eru í topp sæti deildarinnar. Lecce á leik til góða á öll lið fyrir ofan sig í deildinni. Sittard 1 - 2 AZ Alkmaar Albert Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar Albert Guðmundsson byrjaði einnig á varamannabekknum hjá liði sínu AZ Alkmaar sem átti leik gegn Sittard á útivelli í hollensku Eredivisie. AZ komst í 0-2 með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn áður en Albert kom inn á völlinn á 80. mínútu leiksins fyrir Hollendinginn Jordy Clasie. Heimamönnum í Sittard tekst að minnka muninn á 85. mínútu en nær komust þeir ekki. Lokatölur 1-2 fyrir AZ Alkmaar. Með sigrinum klifrar AZ upp yfir Twente í töflunni og er nú komið í 5. sæti með 35 stig. Sittard er á sama tíma í 17. og næst síðasta sæti deildarinnar með 13 stig, 5 stigum frá öruggu sæti.
Þýski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira