Yngstu börnin sleppa við að fá pinna upp í nefið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. janúar 2022 15:22 Breytingin tekur gildi á morgun. Vísir/Vilhelm Í ljósi þess hversu mörg börn eru nú að mæta í sýnatökur hefur verið ákveðið að taka megi PCR-sýni hjá börnum yngri en átta ára með munnstroku. Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ástæðan fyrir breytingunni sé fyrst og fremst að bæta upplifun barnanna en einnig til að stytta tímann sem það tekur að taka sýni. Frá og með morgundeginum verður hægt að taka PCR sýni úr börnum átta ára og yngri með munnstroku en þetta var ákveðið á fundi sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar í dag. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að breytingin hafi verið gerð til að bæta upplifun barnanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að það hefur reynst börnum erfitt, sérstaklega yngri, að taka svona PCR sýni. Þetta hefur valdið vanlíðan og börnin hafa verið ósátt við þetta, þannig þetta er meðal annars til að bæta umhverfið við sýnatökur hjá börnunum,“ segir Óskar. Þannig komast börnin hjá því að fá pinna upp í nefið, sem hefur reynst mörgum erfitt. „Það er strokið úr kinnum og stundum aftan í háls ef að það gengur, annars er þetta hálfgert munnvatnssýni þar sem þú strýkur munnvatni af kinnunum og nærð þannig veirunni til þess að taka PCR próf,“ segir Óskar. Hann segir ákvörðunina hafa verið tekna að vel ígrunduðu máli. Þar sem PCR-prófun eru besta mögulega rannsóknaraðferðin var metið ásættanlegt miðað við stöðuna í dag að taka sýni með þessum hætti hjá yngsta hópnum. Fjöldi barna sem hefur þurft að fara í sýnatökur hefur aukist töluvert undanfarna daga og segir Óskar að oft séu allt upp í tvö þúsund börn á þessum aldri sem koma í sýnatöku bara á Suðurlandsbrautinni. „Við erum allt upp undir fimm sinnum lengur að taka sýni úr þessum yngri börnum heldur en fullorðnum þannig það eru ákveðnir erfiðleikar fólgnir í því gagnvart börnunum sjálfum og þess vegna er þessi ákvörðun tekin,“ segir Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Tengdar fréttir Nýjar hæðir í sýnatökum Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. 14. janúar 2022 11:54 „Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. 13. janúar 2022 14:35 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Frá og með morgundeginum verður hægt að taka PCR sýni úr börnum átta ára og yngri með munnstroku en þetta var ákveðið á fundi sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar í dag. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að breytingin hafi verið gerð til að bæta upplifun barnanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að það hefur reynst börnum erfitt, sérstaklega yngri, að taka svona PCR sýni. Þetta hefur valdið vanlíðan og börnin hafa verið ósátt við þetta, þannig þetta er meðal annars til að bæta umhverfið við sýnatökur hjá börnunum,“ segir Óskar. Þannig komast börnin hjá því að fá pinna upp í nefið, sem hefur reynst mörgum erfitt. „Það er strokið úr kinnum og stundum aftan í háls ef að það gengur, annars er þetta hálfgert munnvatnssýni þar sem þú strýkur munnvatni af kinnunum og nærð þannig veirunni til þess að taka PCR próf,“ segir Óskar. Hann segir ákvörðunina hafa verið tekna að vel ígrunduðu máli. Þar sem PCR-prófun eru besta mögulega rannsóknaraðferðin var metið ásættanlegt miðað við stöðuna í dag að taka sýni með þessum hætti hjá yngsta hópnum. Fjöldi barna sem hefur þurft að fara í sýnatökur hefur aukist töluvert undanfarna daga og segir Óskar að oft séu allt upp í tvö þúsund börn á þessum aldri sem koma í sýnatöku bara á Suðurlandsbrautinni. „Við erum allt upp undir fimm sinnum lengur að taka sýni úr þessum yngri börnum heldur en fullorðnum þannig það eru ákveðnir erfiðleikar fólgnir í því gagnvart börnunum sjálfum og þess vegna er þessi ákvörðun tekin,“ segir Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Tengdar fréttir Nýjar hæðir í sýnatökum Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. 14. janúar 2022 11:54 „Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. 13. janúar 2022 14:35 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Nýjar hæðir í sýnatökum Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. 14. janúar 2022 11:54
„Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. 13. janúar 2022 14:35
1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45